Innlent

Fundu tennur í aftur­sætinu á bílaþvottastöð

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Maðurinn var numinn á brot af heimili sínu í Þorlákshöfn aðfaranótt 11. mars og lést síðar um daginn eftir hrottalegar pyndingar.
Maðurinn var numinn á brot af heimili sínu í Þorlákshöfn aðfaranótt 11. mars og lést síðar um daginn eftir hrottalegar pyndingar. Vísir/Anton Brink

Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu.

Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir heimildum sínum en Karl Ingi Vilbergsson saksóknari staðfestir að sakborningar hafi farið með bílinn sem notaður var til að ferja fórnarlamb sitt á milli staða og pynda.

Sakborningarnir rændu Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, sem var 65 ára gamall, og óku með hann víða og beittu hann alls kyns ofbeldi. Hann var pyndur og barinn í því skyni að hafa upp úr honum aðgangsorð að heimabankanum hans. Í ákæru kemur fram að fimm tennur hafi verið brotnar í Hjörleifi við barsmíðarnar sem fundust svo í aftursæti bílsins.

Hann var að lokum skilinn eftir í Gufunesi nær dauða en lífi, fannst undir morgun og lést síðar um daginn á sjúkrahúsi.

Fimm hafa verið ákærð í sambandi við málið, fjórir karlar og ein kona. Þrjú hinna ákærðu eru undir tvítugu. Málið verður tekið fyrir í lok ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×