„Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2025 09:02 Á myndinni eru frá vinstri Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar, Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Aðsend Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu krefjast formenn félaganna þess að raunhæf og tímasett aðgerðaáætlun verði sett fram sem fyrst, en eigi síðar en 15. september, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og að heilbrigðismál fái fjármagn og heimildir til að manna störf út frá faglegum forsendum. „Við höfum varað við ástandinu árum saman. Nú liggur það skráð í opinberri skýrslu að heilbrigðisþjónusta landsins er rekin með óásættanlegri mönnun, brotakenndri stjórnsýslu og óraunhæfri fjármögnun,“ segir í yfirlýsingunni. Formennirnir segja að nú þurfi faglega forystu og að hana þurfi að sjá í verki. „Við munum ekki samþykkja að ábyrgðin sé færð yfir á fagfólkið sjálft – aftur,“ segir að lokum. Forstjóri fagnaði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni þegar hún kom út í upphafi mánaðar. Hann sagði mönnunarvanda hafa viðgengist of lengi á spítalanum og það þyrfti að tækla með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt í upphafi mánaðar. Þar var máluð svört mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagðist búast við því að allt færi í skrúfuna yrði ekki brugðist við. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48 Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Efnahagsmálin efst á lista næsta þingvetur Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu krefjast formenn félaganna þess að raunhæf og tímasett aðgerðaáætlun verði sett fram sem fyrst, en eigi síðar en 15. september, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og að heilbrigðismál fái fjármagn og heimildir til að manna störf út frá faglegum forsendum. „Við höfum varað við ástandinu árum saman. Nú liggur það skráð í opinberri skýrslu að heilbrigðisþjónusta landsins er rekin með óásættanlegri mönnun, brotakenndri stjórnsýslu og óraunhæfri fjármögnun,“ segir í yfirlýsingunni. Formennirnir segja að nú þurfi faglega forystu og að hana þurfi að sjá í verki. „Við munum ekki samþykkja að ábyrgðin sé færð yfir á fagfólkið sjálft – aftur,“ segir að lokum. Forstjóri fagnaði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni þegar hún kom út í upphafi mánaðar. Hann sagði mönnunarvanda hafa viðgengist of lengi á spítalanum og það þyrfti að tækla með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt í upphafi mánaðar. Þar var máluð svört mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagðist búast við því að allt færi í skrúfuna yrði ekki brugðist við.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48 Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Efnahagsmálin efst á lista næsta þingvetur Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Sjá meira
Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45
„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48
Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32