Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 16:08 Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra gæti þurft að bíða aðeins lengur eftir að frumvarp hennar verður samþykkt. Vísir/Vilhelm Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. Eftir lengstu aðrar umræður um lagafrumvarp frá því að Alþingi sameinaðist í eina deild var frumvarp atvinnuvegaráðherra afgreitt úr annarri umræðu í dag. Það tók ekki nema 160 klukkustundir af ræðuhöldum. Haldið var utan um lokadag annarrar umræðu í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Eftir aðra umræðu fara þingmál aftur í nefnd og nú hefur verið boðað til fundar í atvinnuveganefnd, þar sem eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn minnihlutans séu fegnir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að fundurinn taki 45 mínútur. Á fundinn muni þeir gestir koma fyrir nefndina sem stóðu eftir þegar nefndin fjallaði um málið fyrir aðra umræðu. Hann gerir ekki ráð fyrir því að minnihlutinn í nefndinni dragi fundinn á langinn. „Ég reikna með því að það séu ýmsir í stjórnarandstöðunni sem eru fegnir að þetta mál sé leitt til lykta í dag. Þetta er búið að vera erfitt fyrir þá, að standa í þessu málþófi.“ Met slegið í fyrstu umræðu Sigurjón segir að málið verði tekið til þriðju umræðu á þingfundi á morgun. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ekki hægt að ráðast í málþóf í þriðju umræðu enda gilda um þær sömu reglur og um fyrstu umferð. Þrátt fyrir ómöguleika á málþófi tók fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið á fjórða tug klukkustunda og varð lengsta fyrsta umræða í sögu sameinaðs þings. Því er ekki loku fyrir það skotið að þriðja umræða taki einhverja tugi klukkutíma. Þó verður að teljast harla ólíklegt að þriðja umræða taki jafnlangan tíma og sú fyrsta, enda tóku stjórnarþingmenn þátt í fyrstu umferð, sem þeir munu líklega ekki gera í miklum mæli í þeirri þriðju. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar, segir aftur á móti á í færslu á Facebook að þriðja umræða hefjist á morgun og endanleg atkvæðagreiðsla fari þá fram. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Eftir lengstu aðrar umræður um lagafrumvarp frá því að Alþingi sameinaðist í eina deild var frumvarp atvinnuvegaráðherra afgreitt úr annarri umræðu í dag. Það tók ekki nema 160 klukkustundir af ræðuhöldum. Haldið var utan um lokadag annarrar umræðu í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Eftir aðra umræðu fara þingmál aftur í nefnd og nú hefur verið boðað til fundar í atvinnuveganefnd, þar sem eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn minnihlutans séu fegnir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að fundurinn taki 45 mínútur. Á fundinn muni þeir gestir koma fyrir nefndina sem stóðu eftir þegar nefndin fjallaði um málið fyrir aðra umræðu. Hann gerir ekki ráð fyrir því að minnihlutinn í nefndinni dragi fundinn á langinn. „Ég reikna með því að það séu ýmsir í stjórnarandstöðunni sem eru fegnir að þetta mál sé leitt til lykta í dag. Þetta er búið að vera erfitt fyrir þá, að standa í þessu málþófi.“ Met slegið í fyrstu umræðu Sigurjón segir að málið verði tekið til þriðju umræðu á þingfundi á morgun. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ekki hægt að ráðast í málþóf í þriðju umræðu enda gilda um þær sömu reglur og um fyrstu umferð. Þrátt fyrir ómöguleika á málþófi tók fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið á fjórða tug klukkustunda og varð lengsta fyrsta umræða í sögu sameinaðs þings. Því er ekki loku fyrir það skotið að þriðja umræða taki einhverja tugi klukkutíma. Þó verður að teljast harla ólíklegt að þriðja umræða taki jafnlangan tíma og sú fyrsta, enda tóku stjórnarþingmenn þátt í fyrstu umferð, sem þeir munu líklega ekki gera í miklum mæli í þeirri þriðju. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar, segir aftur á móti á í færslu á Facebook að þriðja umræða hefjist á morgun og endanleg atkvæðagreiðsla fari þá fram.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira