Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 16:08 Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra gæti þurft að bíða aðeins lengur eftir að frumvarp hennar verður samþykkt. Vísir/Vilhelm Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. Eftir lengstu aðrar umræður um lagafrumvarp frá því að Alþingi sameinaðist í eina deild var frumvarp atvinnuvegaráðherra afgreitt úr annarri umræðu í dag. Það tók ekki nema 160 klukkustundir af ræðuhöldum. Haldið var utan um lokadag annarrar umræðu í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Eftir aðra umræðu fara þingmál aftur í nefnd og nú hefur verið boðað til fundar í atvinnuveganefnd, þar sem eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn minnihlutans séu fegnir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að fundurinn taki 45 mínútur. Á fundinn muni þeir gestir koma fyrir nefndina sem stóðu eftir þegar nefndin fjallaði um málið fyrir aðra umræðu. Hann gerir ekki ráð fyrir því að minnihlutinn í nefndinni dragi fundinn á langinn. „Ég reikna með því að það séu ýmsir í stjórnarandstöðunni sem eru fegnir að þetta mál sé leitt til lykta í dag. Þetta er búið að vera erfitt fyrir þá, að standa í þessu málþófi.“ Met slegið í fyrstu umræðu Sigurjón segir að málið verði tekið til þriðju umræðu á þingfundi á morgun. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ekki hægt að ráðast í málþóf í þriðju umræðu enda gilda um þær sömu reglur og um fyrstu umferð. Þrátt fyrir ómöguleika á málþófi tók fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið á fjórða tug klukkustunda og varð lengsta fyrsta umræða í sögu sameinaðs þings. Því er ekki loku fyrir það skotið að þriðja umræða taki einhverja tugi klukkutíma. Þó verður að teljast harla ólíklegt að þriðja umræða taki jafnlangan tíma og sú fyrsta, enda tóku stjórnarþingmenn þátt í fyrstu umferð, sem þeir munu líklega ekki gera í miklum mæli í þeirri þriðju. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar, segir aftur á móti á í færslu á Facebook að þriðja umræða hefjist á morgun og endanleg atkvæðagreiðsla fari þá fram. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eftir lengstu aðrar umræður um lagafrumvarp frá því að Alþingi sameinaðist í eina deild var frumvarp atvinnuvegaráðherra afgreitt úr annarri umræðu í dag. Það tók ekki nema 160 klukkustundir af ræðuhöldum. Haldið var utan um lokadag annarrar umræðu í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Eftir aðra umræðu fara þingmál aftur í nefnd og nú hefur verið boðað til fundar í atvinnuveganefnd, þar sem eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn minnihlutans séu fegnir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að fundurinn taki 45 mínútur. Á fundinn muni þeir gestir koma fyrir nefndina sem stóðu eftir þegar nefndin fjallaði um málið fyrir aðra umræðu. Hann gerir ekki ráð fyrir því að minnihlutinn í nefndinni dragi fundinn á langinn. „Ég reikna með því að það séu ýmsir í stjórnarandstöðunni sem eru fegnir að þetta mál sé leitt til lykta í dag. Þetta er búið að vera erfitt fyrir þá, að standa í þessu málþófi.“ Met slegið í fyrstu umræðu Sigurjón segir að málið verði tekið til þriðju umræðu á þingfundi á morgun. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ekki hægt að ráðast í málþóf í þriðju umræðu enda gilda um þær sömu reglur og um fyrstu umferð. Þrátt fyrir ómöguleika á málþófi tók fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið á fjórða tug klukkustunda og varð lengsta fyrsta umræða í sögu sameinaðs þings. Því er ekki loku fyrir það skotið að þriðja umræða taki einhverja tugi klukkutíma. Þó verður að teljast harla ólíklegt að þriðja umræða taki jafnlangan tíma og sú fyrsta, enda tóku stjórnarþingmenn þátt í fyrstu umferð, sem þeir munu líklega ekki gera í miklum mæli í þeirri þriðju. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar, segir aftur á móti á í færslu á Facebook að þriðja umræða hefjist á morgun og endanleg atkvæðagreiðsla fari þá fram.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira