Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Árni Sæberg og Auðun Georg Ólafsson skrifa 9. júlí 2025 13:23 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Er Hvammsvirkjun þá út úr myndinni? „Nei, það er alls ekki þannig. Það eru bara ágallar í málsmeðferðinni. Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um nýtt leyfi Hörður segir að Landsvirkjun muni nú leggjast yfir dóminn en líklegast sé að sækja þurfi um nýtt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. „Alþingi hefur breytt lögunum núna sem eru í þeim anda sem stjórnvöld vilja þannig að Umhverfisstofnun er heimilt að veita breytingum á svokölluðu vatnshloti. Ef þessi túlkun er, sem staðfest er af Hæstarétti, þá væri í raun útilokað að framkvæmda allar vatnsaflsvirkjanir og allar stærri framkvæmdir á Íslandi svo sem brúarframkvæmdir eða vegaframkvæmdir. Það er mjög mikilvægt að Alþingi greip hratt inn í og breytti lögunum en þessi dómur er á grundvelli eldri laga.“ Dómurinn sé ekki stefnumarkandi varðandi aðrar framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, enda hafi lögunum þegar verið breytt. „Þetta veldur enn og aftur töfum á þessu mikilvæga verkefni fyrir samfélagið. Skaðinn er mestur fyrir samfélagið þar sem mikil þörf er fyrir orku og þetta mun hafa mjög neikvæð áhrif á ýmsan atvinnurekstur.“ Búast megi við umtalsverðum seinkunum Hörður segir Landsvirkjun eigi eftir að meta hversu lengi niðurstaða Hæstaréttar muni tefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Hrósa beri stjórnvöldum, sérstaklega umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa stigið hratt inn og breytt lögunum, svo að ný leyfisveiting geti, vonandi, gengið hratt fyrir sig. Þær lagabreytingar hafi þó ekki getað haft áhrif á dóm Hæstaréttar, enda geti lög eftir á ekki breytt neinu. Því miður megi búast við umtalsverðum töfum á framkvæmdum. „Það þarf að sækja um virkjunarleyfi aftur og svo framkvæmdarleyfi í kjölfarið á því. Það er líka heimild, sem sett voru í lögin, sem við munum nýta okkur til að sækja um bráðabirgðarleyfi. Það mun eingöngu verða til þess að lágmarka það tjón sem við verðum fyrir svo við getum lokið þeim undirbúningsframkvæmdum sem við erum með núna. Það verða umtalsverðar seinkanir, en hversu miklar á bara eftir að koma í ljós. Vilji Alþingis er þó algjörlega skýr og sjaldan verið jafn mikill stuðningur við nokkra framkvæmd eins og þessa sem hefur líka verið rannsökuð í þaula. Það er ekki verið að hafna virkjuninni vegna ágalla á henni heldur á grundvelli ágalla í leyfisveitingarferlinu sem því miður hefur verið innleitt á Íslandi og ekki vandað nógu vel til.“ Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Er Hvammsvirkjun þá út úr myndinni? „Nei, það er alls ekki þannig. Það eru bara ágallar í málsmeðferðinni. Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um nýtt leyfi Hörður segir að Landsvirkjun muni nú leggjast yfir dóminn en líklegast sé að sækja þurfi um nýtt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. „Alþingi hefur breytt lögunum núna sem eru í þeim anda sem stjórnvöld vilja þannig að Umhverfisstofnun er heimilt að veita breytingum á svokölluðu vatnshloti. Ef þessi túlkun er, sem staðfest er af Hæstarétti, þá væri í raun útilokað að framkvæmda allar vatnsaflsvirkjanir og allar stærri framkvæmdir á Íslandi svo sem brúarframkvæmdir eða vegaframkvæmdir. Það er mjög mikilvægt að Alþingi greip hratt inn í og breytti lögunum en þessi dómur er á grundvelli eldri laga.“ Dómurinn sé ekki stefnumarkandi varðandi aðrar framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, enda hafi lögunum þegar verið breytt. „Þetta veldur enn og aftur töfum á þessu mikilvæga verkefni fyrir samfélagið. Skaðinn er mestur fyrir samfélagið þar sem mikil þörf er fyrir orku og þetta mun hafa mjög neikvæð áhrif á ýmsan atvinnurekstur.“ Búast megi við umtalsverðum seinkunum Hörður segir Landsvirkjun eigi eftir að meta hversu lengi niðurstaða Hæstaréttar muni tefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Hrósa beri stjórnvöldum, sérstaklega umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa stigið hratt inn og breytt lögunum, svo að ný leyfisveiting geti, vonandi, gengið hratt fyrir sig. Þær lagabreytingar hafi þó ekki getað haft áhrif á dóm Hæstaréttar, enda geti lög eftir á ekki breytt neinu. Því miður megi búast við umtalsverðum töfum á framkvæmdum. „Það þarf að sækja um virkjunarleyfi aftur og svo framkvæmdarleyfi í kjölfarið á því. Það er líka heimild, sem sett voru í lögin, sem við munum nýta okkur til að sækja um bráðabirgðarleyfi. Það mun eingöngu verða til þess að lágmarka það tjón sem við verðum fyrir svo við getum lokið þeim undirbúningsframkvæmdum sem við erum með núna. Það verða umtalsverðar seinkanir, en hversu miklar á bara eftir að koma í ljós. Vilji Alþingis er þó algjörlega skýr og sjaldan verið jafn mikill stuðningur við nokkra framkvæmd eins og þessa sem hefur líka verið rannsökuð í þaula. Það er ekki verið að hafna virkjuninni vegna ágalla á henni heldur á grundvelli ágalla í leyfisveitingarferlinu sem því miður hefur verið innleitt á Íslandi og ekki vandað nógu vel til.“
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira