„Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. júlí 2025 20:36 Veiðigjaldafrumvarpið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér að ná því meti sem stjórnarandstaðan náði í dag. Málið hafi verið gallað fyrir „Hér er að okkar mati um Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu að ræða. Þess vegna höfum við staðið hér. Og þrátt fyrir að við höfum mikinn skilning á þeim samkvæmisleik sem er að telja þessar klukkustundir og hvað væri hægt að gera á meðan, þá gleymist það í umræðunni að það var útaf því að við stóðum hér,“ segir Hildur. Hún segir galla hafa verið á frumvarpinu sem hefðu ekki verið lagaðir hefði stjórnarandstaðan ekki staðið klukkustundum saman og málþæft. „Þannig að ef við hefðum orðið við óskum og jafnvel kröfum stjórnarmeirihlutans, um að muna að við séum í minnihluta og hleypa þessu í atkvæðagreiðslu, virða meirihlutalýðræðið og allt þetta sem við erum búin að fá að heyra ansi oft, þá hefði þetta mál farið gallað í gegn og orðið gölluð íslensk lög. Það er hlutverk okkar í stjórnarandstöðu að grípa þetta, draga þessar línur í sandinn. Þannig að við erum stolt af því, við löguðum alla vega málið. Ef það þýðir Íslandsmet, jæja, þá tökum við því bara.“ Dapurlegt met María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar segir metið aftur á móti dapurlegt. Það lýsi stöðunni sem upp er komin í þinginu þar sem lýðræðislega kjörinn meirihluti leitast við að koma sínum pólitísku málum án árangurs. Fjórða vikan í 2. umræðu veiðigjaldafrumvarpsins hófst í gær og María Rut vekur athygli á þeim fjölda þingfunda sem efnt hefur verið til og lengd þeirra. „Og mikill vilji hjá öllum aðilum að reyna að koma okkur áfram og ljúka þinglokasamningum. Það hefur verið súrsæt stemning, get ég ímyndað mér, síðustu vikurnar og við þurfum að ljúka þessu, standa með þingræðinu, og koma mikilvægum málum í gegn,“ segir María Rut aðspurð hvort bakslag hafi orðið milli meiri- og minnihlutans í viðræðum um þinglokasamning. Hildur segist heldur ekki finna fyrir bakslagi. „Ég verð þó að segja að það er svolítið skrítið miðað við öll þau mýmörgu mál sem á eftir að ræða, til dæmis strandveiðar, sem eru að mér vitandi að brenna á tíma en eru ekki settar á dagskrá því það á að láta okkur standa uppi í sal og tala um veiðigjöld þrátt fyrir að það sé verið að semja. Og svo erum við skömmuð til að standa og tala um veiðigjöld. En samt hefur meirihlutinn það eingöngu á dagskrá. Þetta er allt svolítið súrt. En allt í góðu, við stöndum og reynum að geta það sem við getum. Þingfundur dagsins hefur staðið yfir í á ellefta tíma. Þingflokksformenn funda síðar í kvöld í þinglokaviðræðum. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér að ná því meti sem stjórnarandstaðan náði í dag. Málið hafi verið gallað fyrir „Hér er að okkar mati um Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu að ræða. Þess vegna höfum við staðið hér. Og þrátt fyrir að við höfum mikinn skilning á þeim samkvæmisleik sem er að telja þessar klukkustundir og hvað væri hægt að gera á meðan, þá gleymist það í umræðunni að það var útaf því að við stóðum hér,“ segir Hildur. Hún segir galla hafa verið á frumvarpinu sem hefðu ekki verið lagaðir hefði stjórnarandstaðan ekki staðið klukkustundum saman og málþæft. „Þannig að ef við hefðum orðið við óskum og jafnvel kröfum stjórnarmeirihlutans, um að muna að við séum í minnihluta og hleypa þessu í atkvæðagreiðslu, virða meirihlutalýðræðið og allt þetta sem við erum búin að fá að heyra ansi oft, þá hefði þetta mál farið gallað í gegn og orðið gölluð íslensk lög. Það er hlutverk okkar í stjórnarandstöðu að grípa þetta, draga þessar línur í sandinn. Þannig að við erum stolt af því, við löguðum alla vega málið. Ef það þýðir Íslandsmet, jæja, þá tökum við því bara.“ Dapurlegt met María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar segir metið aftur á móti dapurlegt. Það lýsi stöðunni sem upp er komin í þinginu þar sem lýðræðislega kjörinn meirihluti leitast við að koma sínum pólitísku málum án árangurs. Fjórða vikan í 2. umræðu veiðigjaldafrumvarpsins hófst í gær og María Rut vekur athygli á þeim fjölda þingfunda sem efnt hefur verið til og lengd þeirra. „Og mikill vilji hjá öllum aðilum að reyna að koma okkur áfram og ljúka þinglokasamningum. Það hefur verið súrsæt stemning, get ég ímyndað mér, síðustu vikurnar og við þurfum að ljúka þessu, standa með þingræðinu, og koma mikilvægum málum í gegn,“ segir María Rut aðspurð hvort bakslag hafi orðið milli meiri- og minnihlutans í viðræðum um þinglokasamning. Hildur segist heldur ekki finna fyrir bakslagi. „Ég verð þó að segja að það er svolítið skrítið miðað við öll þau mýmörgu mál sem á eftir að ræða, til dæmis strandveiðar, sem eru að mér vitandi að brenna á tíma en eru ekki settar á dagskrá því það á að láta okkur standa uppi í sal og tala um veiðigjöld þrátt fyrir að það sé verið að semja. Og svo erum við skömmuð til að standa og tala um veiðigjöld. En samt hefur meirihlutinn það eingöngu á dagskrá. Þetta er allt svolítið súrt. En allt í góðu, við stöndum og reynum að geta það sem við getum. Þingfundur dagsins hefur staðið yfir í á ellefta tíma. Þingflokksformenn funda síðar í kvöld í þinglokaviðræðum.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?