Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 8. júlí 2025 14:02 Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu. Segja má að frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi sé skýrasta birtingarmynd þessa fyrirséða flumbrugangs. Frumvarpið, sem gengur út á að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki um 70-80% í einu vettvangi, er vanbúið og skortir allt áhrifamat. Fullyrðingar stjórnarliða, án rökstuðnings, um að skattahækkun sem þessi komi ekki til með að hafa nein áhrif á fyrirtækin og hvað þá sveitarfélög vítt og breytt um landið duga skammt og standast enga skoðun. Umsagnir sjávarútvegssveitarfélaga eru óyggjandi vitnisburður þess. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að virða réttmætar áhyggjur þeirra og annarra hagaðila að vettugi. Auð auki voru vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsins ekki í samræmi við verklagsreglur stjórnarráðsins. Frumvarpið var ekki kynnt með þeim hætti sem almennt er krafist, ekki var unnið formlegt áformaskjal og samráð við hagsmunaaðila í samráðsgátt stóð aðeins yfir í örfáa daga. Með öðrum orðum, frumvarpið er fjarri því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vandaðrar og faglegrar lagasetningar. Þá var frumvarpið lagt fyrir Alþingis eftir 1. apríl, en samkvæmt 35. grein þingskapa skal ekki ræða frumvörp eftir þann tíma nema með sérstakri heimild. Sú regla er ekki formsatriði eitt heldur sett með það í huga að tryggja vandaða og tímalega málsmeðferð fyrir þinginu. En það er ekki eitt, það er allt. Í frumvarpi ráðherrans voru gerð mistök við útreikning og umfang skattahækkunarinnar stórlega vanmetið. Leiðrétting á þeim mistökum kom ekki fyrir tilstilli ráðherrans sjálfs heldur eftir ítrekaðar ábendingar minnihlutans sem kallaði eftir gögnum og mótmælti auðsýnilegum rangfærslum sem finna mátti í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessar veigamiklu uppgötvanir var eðlilegum beiðnum minnihlutans um gestakomur fyrir atvinnuveganefnd í tengslum við vinnslu málsins hafnað. Þetta eru með öllu ótæk vinnubrögð að hálfu meirihlutans. Að ofangreindu má vera ljóst að frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda sem lagt var fyrir Alþingi er óvandað, lagt fram án viðhlítandi samráðs og byggt á röngum forsendum. Þingleg meðferð málsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska en slegið hefur verið af kröfum um faglega og málefnalega umræðu fyrir nefnd, að því er virðist, í þágu aukins afgreiðsluhraða. Engu að síður býsnast stjórnarmeirihlutinn yfir því að minnihlutinn sinni lögbundinni skyldu sinni, krefjist þess að málið sé skoðað til hlítar, bendi á rangfærslur og fari fram á eðlilega málsmeðferð fyrir þinginu. Það þarf engan að unda að þingmönnum stjórnarandstöðunnar hugnist ekki að gerast samsekir með lélegum vinnubrögðum meirihlutans, heldur renni blóðið til skyldunnar og standi vörð um fagleg vinnubrögð og málefnalega umræðu um þýðingarmikil mál. Alþingi er ekki og hefur aldrei verið stimpilpúði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu. Segja má að frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi sé skýrasta birtingarmynd þessa fyrirséða flumbrugangs. Frumvarpið, sem gengur út á að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki um 70-80% í einu vettvangi, er vanbúið og skortir allt áhrifamat. Fullyrðingar stjórnarliða, án rökstuðnings, um að skattahækkun sem þessi komi ekki til með að hafa nein áhrif á fyrirtækin og hvað þá sveitarfélög vítt og breytt um landið duga skammt og standast enga skoðun. Umsagnir sjávarútvegssveitarfélaga eru óyggjandi vitnisburður þess. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að virða réttmætar áhyggjur þeirra og annarra hagaðila að vettugi. Auð auki voru vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsins ekki í samræmi við verklagsreglur stjórnarráðsins. Frumvarpið var ekki kynnt með þeim hætti sem almennt er krafist, ekki var unnið formlegt áformaskjal og samráð við hagsmunaaðila í samráðsgátt stóð aðeins yfir í örfáa daga. Með öðrum orðum, frumvarpið er fjarri því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vandaðrar og faglegrar lagasetningar. Þá var frumvarpið lagt fyrir Alþingis eftir 1. apríl, en samkvæmt 35. grein þingskapa skal ekki ræða frumvörp eftir þann tíma nema með sérstakri heimild. Sú regla er ekki formsatriði eitt heldur sett með það í huga að tryggja vandaða og tímalega málsmeðferð fyrir þinginu. En það er ekki eitt, það er allt. Í frumvarpi ráðherrans voru gerð mistök við útreikning og umfang skattahækkunarinnar stórlega vanmetið. Leiðrétting á þeim mistökum kom ekki fyrir tilstilli ráðherrans sjálfs heldur eftir ítrekaðar ábendingar minnihlutans sem kallaði eftir gögnum og mótmælti auðsýnilegum rangfærslum sem finna mátti í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessar veigamiklu uppgötvanir var eðlilegum beiðnum minnihlutans um gestakomur fyrir atvinnuveganefnd í tengslum við vinnslu málsins hafnað. Þetta eru með öllu ótæk vinnubrögð að hálfu meirihlutans. Að ofangreindu má vera ljóst að frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda sem lagt var fyrir Alþingi er óvandað, lagt fram án viðhlítandi samráðs og byggt á röngum forsendum. Þingleg meðferð málsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska en slegið hefur verið af kröfum um faglega og málefnalega umræðu fyrir nefnd, að því er virðist, í þágu aukins afgreiðsluhraða. Engu að síður býsnast stjórnarmeirihlutinn yfir því að minnihlutinn sinni lögbundinni skyldu sinni, krefjist þess að málið sé skoðað til hlítar, bendi á rangfærslur og fari fram á eðlilega málsmeðferð fyrir þinginu. Það þarf engan að unda að þingmönnum stjórnarandstöðunnar hugnist ekki að gerast samsekir með lélegum vinnubrögðum meirihlutans, heldur renni blóðið til skyldunnar og standi vörð um fagleg vinnubrögð og málefnalega umræðu um þýðingarmikil mál. Alþingi er ekki og hefur aldrei verið stimpilpúði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar