Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 7. júlí 2025 21:43 Heimir Guðjónsson var ánægður með sitt lið en ekki dómarann. Ernir Eyjólfsson/Vísir FH tók á móti Stjörnunni í dag en leikurinn endaði í 1-1 jafntefli. Heimir Guðjónsson var ánægður með leik sinna manna, en alls ekki ánægður með frammistöðu dómarans eins og má sjá neðar í fréttinni. „Ég held það miðað við færin sem þeir fengu í lokin. Mér fannst við frábærir í seinni hálfleik, og komum út af gríðarlegum krafti, við pressuðum þá og sköpuðum okkur góð færi. Jöfnuðum leikinn svo voru forsendur til þess að skora eitt í viðbót. Björn Daníel fékk náttúrulega algjört dauðafæri. Í uppbótatímanum gáfum við aðeins eftir, vorum búnir að hlaupa mikið. Við vorum líka góðir fyrstu 25 mínúturnar, en eftir 25 mínútur í fyrri hálfleik forum við að hætta að gera þessa hluti sem voru að virka fyrir okkur. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, og á stöðum þar sem Stjarnan eru góðir að komast upp, sem þeir hafa sýnt í sumar. Ef við tökum bara færin þá held ég að við getum sagt að þetta hafi verið sanngjarnt, en mér fannst við betri út á vellinum,“ sagði Heimir. Heimir var allt annað en sáttur við dómarann Heimir var spurður út í vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk, og fékk að horfa á atvikið þegar hann svaraði. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. Tómas kemst fyrir Andra Rúnar sem ætlar að skjóta og við það sparkar Andri í Tómas. Heimir vill meina að Tómas hafi verið búinn að vinna sér inn stöðuna þarna. Andri Rúnar skoraði úr vítinu sem Heimir segir að hafi verið dýfa.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Algjörlega, þetta er bara dýfa, það sáu það allir á vellinum. Tommi fær svo gult fyrir þetta. Fyrst við erum byrjaðir að tala um dómgæsluna, þá get ég alveg tjáð mig núna. Þetta byrjaði þannig að við spiluðum fyrsta leikinn á móti Stjörnunni í deildinni. Þar áttum við að fá víti og það var eitthvað draugamark. Svo er þetta bara búið að halda áfram, mér finnst dómgæslan búin að vera léleg í sumar. Mér finnst dómgæslan gagnvart FH mjög slök, við fáum ekki víti, Siggi (Sigurður Bjartur) fær aldrei aukaspyrnu út á vellinum. Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir alveg greinilega verulega pirraður út í dómgæsluna. Fótbolti Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira
„Ég held það miðað við færin sem þeir fengu í lokin. Mér fannst við frábærir í seinni hálfleik, og komum út af gríðarlegum krafti, við pressuðum þá og sköpuðum okkur góð færi. Jöfnuðum leikinn svo voru forsendur til þess að skora eitt í viðbót. Björn Daníel fékk náttúrulega algjört dauðafæri. Í uppbótatímanum gáfum við aðeins eftir, vorum búnir að hlaupa mikið. Við vorum líka góðir fyrstu 25 mínúturnar, en eftir 25 mínútur í fyrri hálfleik forum við að hætta að gera þessa hluti sem voru að virka fyrir okkur. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, og á stöðum þar sem Stjarnan eru góðir að komast upp, sem þeir hafa sýnt í sumar. Ef við tökum bara færin þá held ég að við getum sagt að þetta hafi verið sanngjarnt, en mér fannst við betri út á vellinum,“ sagði Heimir. Heimir var allt annað en sáttur við dómarann Heimir var spurður út í vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk, og fékk að horfa á atvikið þegar hann svaraði. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. Tómas kemst fyrir Andra Rúnar sem ætlar að skjóta og við það sparkar Andri í Tómas. Heimir vill meina að Tómas hafi verið búinn að vinna sér inn stöðuna þarna. Andri Rúnar skoraði úr vítinu sem Heimir segir að hafi verið dýfa.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Algjörlega, þetta er bara dýfa, það sáu það allir á vellinum. Tommi fær svo gult fyrir þetta. Fyrst við erum byrjaðir að tala um dómgæsluna, þá get ég alveg tjáð mig núna. Þetta byrjaði þannig að við spiluðum fyrsta leikinn á móti Stjörnunni í deildinni. Þar áttum við að fá víti og það var eitthvað draugamark. Svo er þetta bara búið að halda áfram, mér finnst dómgæslan búin að vera léleg í sumar. Mér finnst dómgæslan gagnvart FH mjög slök, við fáum ekki víti, Siggi (Sigurður Bjartur) fær aldrei aukaspyrnu út á vellinum. Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir alveg greinilega verulega pirraður út í dómgæsluna.
Fótbolti Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira