Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 14:56 Starovoit var samgönguráðherra Rússlands þangað til í morgun. Gavriil Grigorov/AP Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. Tilkynnt var um brottrekstur Romans Starovoit, samgönguráðherra, í tilskipun frá Pútín í morgun. Starovoit hafði aðeins gegnt embættinu frá því í fyrra. Hann var áður héraðsstjóri landamærahéraðsins Kúrsk þar sem Úkraínumenn gerðu óvænta innrás í fyrra. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. Í tilkynningu alríkislögreglunnar í Rússlandi, sem CNN fjallar um, segir að lík Starovoits hafi fundist í bifreið í úthverfi Moskvu. Skotsár hafi verið á líkinu og unnið sé út frá þeirri kenningu að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Andlát hans sé þó enn til rannsóknar. AP fréttaveitan hefur eftir rússneskum miðlum brottrekstur hans í morgun gæti hafa tengst rannsókn á meintum fjárdrætti úr opinberum sjóðum, sem ætlaðir hafi verið vörnum Kúrsk. Fjárdrátturinn meinti hafi verið sagður ein af ástæðum þess að Úkraínu tókst að ráðast inn í Kúrsk í ágúst í fyrra. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Andlát Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Tilkynnt var um brottrekstur Romans Starovoit, samgönguráðherra, í tilskipun frá Pútín í morgun. Starovoit hafði aðeins gegnt embættinu frá því í fyrra. Hann var áður héraðsstjóri landamærahéraðsins Kúrsk þar sem Úkraínumenn gerðu óvænta innrás í fyrra. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. Í tilkynningu alríkislögreglunnar í Rússlandi, sem CNN fjallar um, segir að lík Starovoits hafi fundist í bifreið í úthverfi Moskvu. Skotsár hafi verið á líkinu og unnið sé út frá þeirri kenningu að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Andlát hans sé þó enn til rannsóknar. AP fréttaveitan hefur eftir rússneskum miðlum brottrekstur hans í morgun gæti hafa tengst rannsókn á meintum fjárdrætti úr opinberum sjóðum, sem ætlaðir hafi verið vörnum Kúrsk. Fjárdrátturinn meinti hafi verið sagður ein af ástæðum þess að Úkraínu tókst að ráðast inn í Kúrsk í ágúst í fyrra.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Andlát Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira