Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júlí 2025 22:32 Guðrún Valdís Jónsdóttir er forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Vísir/Lýður Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. Netþrjótahópurinn Scattered Spider hefur valdið usla víða um heim síðustu ár. Hópurinn er þekktur fyrir að hafa ráðist á spilavíti í Bandaríkjunum, en nýlega hefur hann færst sig yfir í aðra geira. Á þremur vikum tókst meðlimum að ráðast á þrjú flugfélög, WestJet í Kanada, Qantas Airlines í Ástralíu og Hawaiian Airlines í Bandaríkjunum. Meðlimir hópsins notast við ansi frumstæðar, en á sama tíma nýstárlegar aðferðir, til að komast inn í kerfi fyrirtækja. „Þeir herja mjög mikið á þjónustuver og framlínustarfsfólk. Eru þá að hringja inn, villa á sér heimildir, þykjast vera starfsfólk eða verktakar og komast þannig yfir viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis notendanöfn og lykilorð. Þeir geta þannig bara labbað beint inn í kerfi,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Alþjóðleg netöryggisfyrirtæki og Alríkislögregla Bandaríkjanna hafa gefið út viðvaranir vegna hópsins. Syndis hefur einnig unnið greiningu á honum, og segir Guðrún mikilvægt að fyrirtæki í flugi og samgöngum endurskoði öryggisferla sína, sérstaklega þegar kemur að framlínustarfsfólki. „Þessi hópur, sem er áhugavert, samanstendur að mestu leyti af ungu fólki frá enskumælandi, vestrænum löndum. Þetta eru krakkar frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Oft erum við að sjá þessa hópa frá eins og Austur-Evrópu og Rússlandi, en það eykur trúverðugleika þeirra að geta hringt inn og þekkja menninguna. Hvernig félögin virka og svo hljóma þeir mjög sannfærandi,“ segir Guðrún. Þú tryggir þig ekki eftir á. „Það er mikilvægt að vera að vakta tækniumhverfi og vera með góðar og vel æfðar viðbragðsáætlanir til staðar. Ef allt fer í skrúfuna, að geta þá brugðist hratt og rétt við,“ segir Guðrún. Netöryggi Netglæpir Tækni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Netþrjótahópurinn Scattered Spider hefur valdið usla víða um heim síðustu ár. Hópurinn er þekktur fyrir að hafa ráðist á spilavíti í Bandaríkjunum, en nýlega hefur hann færst sig yfir í aðra geira. Á þremur vikum tókst meðlimum að ráðast á þrjú flugfélög, WestJet í Kanada, Qantas Airlines í Ástralíu og Hawaiian Airlines í Bandaríkjunum. Meðlimir hópsins notast við ansi frumstæðar, en á sama tíma nýstárlegar aðferðir, til að komast inn í kerfi fyrirtækja. „Þeir herja mjög mikið á þjónustuver og framlínustarfsfólk. Eru þá að hringja inn, villa á sér heimildir, þykjast vera starfsfólk eða verktakar og komast þannig yfir viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis notendanöfn og lykilorð. Þeir geta þannig bara labbað beint inn í kerfi,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Alþjóðleg netöryggisfyrirtæki og Alríkislögregla Bandaríkjanna hafa gefið út viðvaranir vegna hópsins. Syndis hefur einnig unnið greiningu á honum, og segir Guðrún mikilvægt að fyrirtæki í flugi og samgöngum endurskoði öryggisferla sína, sérstaklega þegar kemur að framlínustarfsfólki. „Þessi hópur, sem er áhugavert, samanstendur að mestu leyti af ungu fólki frá enskumælandi, vestrænum löndum. Þetta eru krakkar frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Oft erum við að sjá þessa hópa frá eins og Austur-Evrópu og Rússlandi, en það eykur trúverðugleika þeirra að geta hringt inn og þekkja menninguna. Hvernig félögin virka og svo hljóma þeir mjög sannfærandi,“ segir Guðrún. Þú tryggir þig ekki eftir á. „Það er mikilvægt að vera að vakta tækniumhverfi og vera með góðar og vel æfðar viðbragðsáætlanir til staðar. Ef allt fer í skrúfuna, að geta þá brugðist hratt og rétt við,“ segir Guðrún.
Netöryggi Netglæpir Tækni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50
Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42
Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31