Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 5. júlí 2025 08:34 Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri. Menntastefna til ársins 2030 var samþykkt á alþingi árið 2021 og hefur ráðuneytið unnið samkvæmt henni allar götur síðan. Mikil umræða hefur verið um menntakerfið á liðnum misserum og ýmis sjónarhorn komið fram í umræðunni, bæði hér innanlands en einnig frá erlendum aðilum. Ríkur samhljómur er með þeim aðgerðum sem boðaðar eru í nýrri aðgerðaáætlun og þeim mikilvægu ábendingum sem hafa komið fram um menntakerfið m.a. frá OECD. Vissulega er snert á mörgu í aðgerðaáætluninni, enda allt starf í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, frístundastarfi og listnámi undir en ég leyfi mér að tiltaka nokkur atriði: Bættur námsárangur og samræmdar mælingar. Markvisst samstarf heimila og skóla um menntun barna og farsæld barna og ungmenna. Aukin gæði kennslu á öllum skólastigum. Farsæl menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í inngildandi skólastarfi. Betri stuðningur við kennara og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Áhersla félags- og tilfinningafærni barna og aukinn árangur þeirra í námi. Hagnýting rannsókna og gagna til þess að efla menntakerfið okkar. Bætt mat og eftirlit með skólastarfi. Þetta eru allt atriði sem við getum sammælst um að séu mikilvæg en sannarlega eru ólík sjónarhorn á lofti um forgangsröðun og hversu mikil áhersla eigi að vera á hverja aðgerð. Næst er að kynna áætlunina vel, stilla upp framkvæmdaröð og fylkja fólki saman. Það er kominn tími til að ganga til verka. Við vitum hvað verkefnið er og ætlum að vinna það saman. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri. Menntastefna til ársins 2030 var samþykkt á alþingi árið 2021 og hefur ráðuneytið unnið samkvæmt henni allar götur síðan. Mikil umræða hefur verið um menntakerfið á liðnum misserum og ýmis sjónarhorn komið fram í umræðunni, bæði hér innanlands en einnig frá erlendum aðilum. Ríkur samhljómur er með þeim aðgerðum sem boðaðar eru í nýrri aðgerðaáætlun og þeim mikilvægu ábendingum sem hafa komið fram um menntakerfið m.a. frá OECD. Vissulega er snert á mörgu í aðgerðaáætluninni, enda allt starf í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, frístundastarfi og listnámi undir en ég leyfi mér að tiltaka nokkur atriði: Bættur námsárangur og samræmdar mælingar. Markvisst samstarf heimila og skóla um menntun barna og farsæld barna og ungmenna. Aukin gæði kennslu á öllum skólastigum. Farsæl menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í inngildandi skólastarfi. Betri stuðningur við kennara og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Áhersla félags- og tilfinningafærni barna og aukinn árangur þeirra í námi. Hagnýting rannsókna og gagna til þess að efla menntakerfið okkar. Bætt mat og eftirlit með skólastarfi. Þetta eru allt atriði sem við getum sammælst um að séu mikilvæg en sannarlega eru ólík sjónarhorn á lofti um forgangsröðun og hversu mikil áhersla eigi að vera á hverja aðgerð. Næst er að kynna áætlunina vel, stilla upp framkvæmdaröð og fylkja fólki saman. Það er kominn tími til að ganga til verka. Við vitum hvað verkefnið er og ætlum að vinna það saman. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar