Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2025 10:17 Verg landsframleiðsla dróst saman um 0,7% á síðasta ári. Vísir/Lýður Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur fyrir árið 2025 verði 2,2% og aukist svo lítillega næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem tekur til áranna 2025 til 2030. Í síðustu spá í mars var reiknað með 1,8% hagvexti á næsta ári. Þar segir að verg landsframleiðsla hafi dregist saman um 0,7% á síðasta ári. Í ár séu horfur á að hagvöxtur verði 2,2% og að hann verði drifinn áfram af innlendri eftirspurn. Árið 2026 er reiknað með að verg landsframleiðsla aukist um 2,5% sem má að mestu rekja til bata í utanríkisviðskiptum en einnig aukningu í neyslu. Árið 2027 er gert ráð fyrir 2,8% hagvexti þar sem aukning landsframleiðslunnar verður á breiðari grunni. Horfur eru á að einkaneysla aukist um 3,1% í ár. Hún jókst á fyrsta fjórðungi 2025 og vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt á árinu. Sterk fjárhagsstaða heimila, aukinn kaupmáttur og minnkandi fjármagnskostnaður munu styðja við einkaneyslu á spátímanum. Reiknað er með að samneysla vaxi um 1,6% í ár en næstu ár er gert ráð fyrir heldur hægari vexti eða 1,1% árið 2026. Reiknað er með 5% aukningu fjárfestingar í ár. Aukningin skýrist að miklu leyti af fjárfestingu í tölvubúnaði fyrir gagnaver. Á næsta ári er gert ráð fyrir 4,5% samdrætti sem skýrist af grunnáhrifum vegna tölvubúnaðar en gert er ráð fyrir að önnur fjárfesting aukist lítillega, m.a. vegna batnandi fjármögnunarskilyrða og að framkvæmdir tengdar orkuöflun verði þá komnar á fullt skrið. Áætlað er að útflutningur aukist um 2,9% í ár og um 2,5% á næsta ári. Búist er við að útflutningur vegna þjónustu erlendra ferðamanna hérlendis verði álíka og á síðasta ári. Útlit er fyrir halla í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd í ár sem nemur 1,4% af vergri landsframleiðslu en að þau skili afgangi á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verðbólga hjaðni áfram á spátímanum. Aðhaldssöm peningastefna, gengisstyrking krónunnar og langtímakjarasamningar styðja við hjöðnun verðbólgunnar þó á móti vegi að enn er þróttur í hagkerfinu. Reiknað er með að vísitala neysluverðs hækki um 3,8% að meðaltali í ár og nálgist verðbólgumarkmið árið 2027. Reiknað er með að launavísitala að raunvirði hækki um 2,8% á árinu. Hægst hefur á fólksfjölgun á vinnumarkaði og eftirspurn eftir vinnuafli minnkað sem bendir til þess að vinnumarkaðurinn sé að færast nær jafnvægi eftir tímabil mikillar spennu. Í spánni segir að óvissa hafi aukist um horfur vegna viðskiptastríðs og ófriðar í Mið-Austurlöndum. Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 25. mars og er næsta útgáfa fyrirhuguð í nóvember nk. Efnahagsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Þar segir að verg landsframleiðsla hafi dregist saman um 0,7% á síðasta ári. Í ár séu horfur á að hagvöxtur verði 2,2% og að hann verði drifinn áfram af innlendri eftirspurn. Árið 2026 er reiknað með að verg landsframleiðsla aukist um 2,5% sem má að mestu rekja til bata í utanríkisviðskiptum en einnig aukningu í neyslu. Árið 2027 er gert ráð fyrir 2,8% hagvexti þar sem aukning landsframleiðslunnar verður á breiðari grunni. Horfur eru á að einkaneysla aukist um 3,1% í ár. Hún jókst á fyrsta fjórðungi 2025 og vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt á árinu. Sterk fjárhagsstaða heimila, aukinn kaupmáttur og minnkandi fjármagnskostnaður munu styðja við einkaneyslu á spátímanum. Reiknað er með að samneysla vaxi um 1,6% í ár en næstu ár er gert ráð fyrir heldur hægari vexti eða 1,1% árið 2026. Reiknað er með 5% aukningu fjárfestingar í ár. Aukningin skýrist að miklu leyti af fjárfestingu í tölvubúnaði fyrir gagnaver. Á næsta ári er gert ráð fyrir 4,5% samdrætti sem skýrist af grunnáhrifum vegna tölvubúnaðar en gert er ráð fyrir að önnur fjárfesting aukist lítillega, m.a. vegna batnandi fjármögnunarskilyrða og að framkvæmdir tengdar orkuöflun verði þá komnar á fullt skrið. Áætlað er að útflutningur aukist um 2,9% í ár og um 2,5% á næsta ári. Búist er við að útflutningur vegna þjónustu erlendra ferðamanna hérlendis verði álíka og á síðasta ári. Útlit er fyrir halla í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd í ár sem nemur 1,4% af vergri landsframleiðslu en að þau skili afgangi á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verðbólga hjaðni áfram á spátímanum. Aðhaldssöm peningastefna, gengisstyrking krónunnar og langtímakjarasamningar styðja við hjöðnun verðbólgunnar þó á móti vegi að enn er þróttur í hagkerfinu. Reiknað er með að vísitala neysluverðs hækki um 3,8% að meðaltali í ár og nálgist verðbólgumarkmið árið 2027. Reiknað er með að launavísitala að raunvirði hækki um 2,8% á árinu. Hægst hefur á fólksfjölgun á vinnumarkaði og eftirspurn eftir vinnuafli minnkað sem bendir til þess að vinnumarkaðurinn sé að færast nær jafnvægi eftir tímabil mikillar spennu. Í spánni segir að óvissa hafi aukist um horfur vegna viðskiptastríðs og ófriðar í Mið-Austurlöndum. Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 25. mars og er næsta útgáfa fyrirhuguð í nóvember nk.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent