Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2025 22:05 Arnar Pétursson sýndi staðinn þar sem hann tók þrjú skref utan brautar í tíu kílómetra hlaupi og var dæmdur úr leik. @arnarpeturs Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. Arnar tjáir sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir staðinn þar sem hann braut af sér. „Ég hélt í alvörunni að ég væri búin að lenda í öllu sem væri hægt að lenda í frjálsum,“ sagði Arnar í upphafi. Hann segist hafa verið dæmdur úr leik í hlaupinu fyrir að taka þrjú skref á grasi þegar það voru rúmir þrír kílómetrar eftir af hlaupinu. Hann fór af malbikinu og var þar sem dæmdur úr leik fyrir að hlaupa utan brautar. Vann hlaupið en dæmdur úr leik Arnar vann hlaupið en missti strax Íslandsmeistaratitilinn. Hann gagnrýnir Ármenninga sérstaklega fyrir framkvæmd hlaupa. „Ég tek þrjú skref og held svo áfram að hlaupa og þetta endar með endaspretti sem ég vinn. Ég kem í mark, gaman, gaman,“ sagði Arnar en fékk þá að vita að hann væri dæmdur úr leik. „Stefán eða Þorsteinn kærðu mig ekki fyrir að taka þessi þrjú skref þegar það voru sjö kílómetrar búnir heldur var það dómari hlaupsins sem sagði að ég hefði verið dæmdur úr leik fyrir að taka þrjú skref í þessari hérna beygju,“ sagði Arnar og sýndi beygjuna umræddu. Kunna eiginlega ekki að halda hlaup Arnar ætlar að áfrýja þessum dómi en hér fyrir neðan má sjá hann tjá sig um þetta. „Guð forði ykkur frá því að taka tvö, þrjú skref á grasi þegar þið eruð að hlaupa í tíu kílómetra hlaupi. Guð forði Ármannshlaupinu fyrir að girða kannski brautina betur af. Þau kunna eiginlega ekki að halda hlaup því þeir voru á síðasta ári með of stutt hlaup í þrívottuðu hlaupi. Gátu ekki samt mælt brautina rétt,“ sagði Arnar Æðislegur heimur að vera partur af „Ég treysti þeim eiginlega ekki heldur til að dæma rétt. Núna er maður dæmdur úr leik fyrir að taka eitt, tvö, þrjú skref á grasi,“ sagði Arnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Bara flott. Til hamingju dómarar og frjálsíþróttasambandið. Þetta er æðislegur heimur að vera partur af,“ sagði Arnar í kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Arnar tjáir sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir staðinn þar sem hann braut af sér. „Ég hélt í alvörunni að ég væri búin að lenda í öllu sem væri hægt að lenda í frjálsum,“ sagði Arnar í upphafi. Hann segist hafa verið dæmdur úr leik í hlaupinu fyrir að taka þrjú skref á grasi þegar það voru rúmir þrír kílómetrar eftir af hlaupinu. Hann fór af malbikinu og var þar sem dæmdur úr leik fyrir að hlaupa utan brautar. Vann hlaupið en dæmdur úr leik Arnar vann hlaupið en missti strax Íslandsmeistaratitilinn. Hann gagnrýnir Ármenninga sérstaklega fyrir framkvæmd hlaupa. „Ég tek þrjú skref og held svo áfram að hlaupa og þetta endar með endaspretti sem ég vinn. Ég kem í mark, gaman, gaman,“ sagði Arnar en fékk þá að vita að hann væri dæmdur úr leik. „Stefán eða Þorsteinn kærðu mig ekki fyrir að taka þessi þrjú skref þegar það voru sjö kílómetrar búnir heldur var það dómari hlaupsins sem sagði að ég hefði verið dæmdur úr leik fyrir að taka þrjú skref í þessari hérna beygju,“ sagði Arnar og sýndi beygjuna umræddu. Kunna eiginlega ekki að halda hlaup Arnar ætlar að áfrýja þessum dómi en hér fyrir neðan má sjá hann tjá sig um þetta. „Guð forði ykkur frá því að taka tvö, þrjú skref á grasi þegar þið eruð að hlaupa í tíu kílómetra hlaupi. Guð forði Ármannshlaupinu fyrir að girða kannski brautina betur af. Þau kunna eiginlega ekki að halda hlaup því þeir voru á síðasta ári með of stutt hlaup í þrívottuðu hlaupi. Gátu ekki samt mælt brautina rétt,“ sagði Arnar Æðislegur heimur að vera partur af „Ég treysti þeim eiginlega ekki heldur til að dæma rétt. Núna er maður dæmdur úr leik fyrir að taka eitt, tvö, þrjú skref á grasi,“ sagði Arnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Bara flott. Til hamingju dómarar og frjálsíþróttasambandið. Þetta er æðislegur heimur að vera partur af,“ sagði Arnar í kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira