Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2025 21:32 Kohhberger í dómsal í dag. Vísir/AP Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hve hrottafengin morðin voru en einnig vegna aldurs fórnarlambanna og bakgrunns Kohberger en á þessum tíma var hann doktorsnemi í afbrotafræði. Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, Xana Kernodle og Madison Mogen voru öll myrt á sameiginlegu heimili sínu í bænum Moskvu í nóvember 2022. Heimili þeirra var ekki hluti af háskólasvæðinu. Í frétt BBC segir að við áheyrn málsins í dag hafi dómarinn greint frá samkomulagi sem Kohberger hefur komist að við ákæruvaldið og að hann hafi samþykkt að áfrýja málinu ekki og að biðja ekki um vægari refsingu. Þar kemur einnig fram að dómarinn greindi frá því í dag að fjöldi hafi hringt í hann og skilið eftir skilaboð til hans og reynt að hafa áhrif á hann. Hann sagðist ekki hafa lesið eða hlustað á skilaboðin og hvatti fólk til þess að hætta að hafa samband. Kohburger var ákærður fyrir innbrot sem getur varðað tíu ára fangelsi og fjögur manndráp en hvert brot getur varðað lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt BBC að hann hafi játað öll brotin. Hann var ákærður fyrir brotin í 2023 og hefur þar til í dag alltaf fullyrt að hann sé saklaus. Ekki hafa fundist nein tengsl við fórnarlömbin eða ástæða fyrir morðunum. Hann var handtekinn nokkrum vikum eftir morðin o svo ákærður í maí 2023. Í frétt BBC segir að í gögnum lögreglunnar hafi komið fram að á heimili fjölskyldu Kohberger hafi fundist hnífur, byssa, svartir hanskar, svartur hattur og svört gríma. Samkomulagið vonbrigði Fjölskyldur fórnarlambanna eru ekki allar sáttar við samkomulagið sem ákæruvaldið hefur gert við Kohberger og segja ríkið hafa brugðist sér. Fjölskyldur hinna látnu við dómhúsið í dag. Vísir/AP Fjölskylda Kaylee Goncalves sagði til dæmis í yfirlýsingu að þau væru mjög reið og að þessi niðurstaða hafi verið óvænt. Þau hafi viljað fulla játningu um hvar hann hafi myrt þau, hvaða vopn hann hafi notað og staðfestingu á því að hann hafi verið einn að verki. Faðir Madison Mogen sagði í viðtali við CBS að hann væri feginn að þetta væri niðurstaðan. Honum þætti betra að hann fengi allan þennan tíma í fangelsi til að hugsa um hvað hann gerði í stað skjóts dauðdaga með dauðarefsingunni. Idaho er eitt af 27 ríkjum Bandaríkjanna sem heimila dauðarefsinguna en engin aftaka hefur farið fram þar síðan 2012. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hve hrottafengin morðin voru en einnig vegna aldurs fórnarlambanna og bakgrunns Kohberger en á þessum tíma var hann doktorsnemi í afbrotafræði. Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, Xana Kernodle og Madison Mogen voru öll myrt á sameiginlegu heimili sínu í bænum Moskvu í nóvember 2022. Heimili þeirra var ekki hluti af háskólasvæðinu. Í frétt BBC segir að við áheyrn málsins í dag hafi dómarinn greint frá samkomulagi sem Kohberger hefur komist að við ákæruvaldið og að hann hafi samþykkt að áfrýja málinu ekki og að biðja ekki um vægari refsingu. Þar kemur einnig fram að dómarinn greindi frá því í dag að fjöldi hafi hringt í hann og skilið eftir skilaboð til hans og reynt að hafa áhrif á hann. Hann sagðist ekki hafa lesið eða hlustað á skilaboðin og hvatti fólk til þess að hætta að hafa samband. Kohburger var ákærður fyrir innbrot sem getur varðað tíu ára fangelsi og fjögur manndráp en hvert brot getur varðað lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt BBC að hann hafi játað öll brotin. Hann var ákærður fyrir brotin í 2023 og hefur þar til í dag alltaf fullyrt að hann sé saklaus. Ekki hafa fundist nein tengsl við fórnarlömbin eða ástæða fyrir morðunum. Hann var handtekinn nokkrum vikum eftir morðin o svo ákærður í maí 2023. Í frétt BBC segir að í gögnum lögreglunnar hafi komið fram að á heimili fjölskyldu Kohberger hafi fundist hnífur, byssa, svartir hanskar, svartur hattur og svört gríma. Samkomulagið vonbrigði Fjölskyldur fórnarlambanna eru ekki allar sáttar við samkomulagið sem ákæruvaldið hefur gert við Kohberger og segja ríkið hafa brugðist sér. Fjölskyldur hinna látnu við dómhúsið í dag. Vísir/AP Fjölskylda Kaylee Goncalves sagði til dæmis í yfirlýsingu að þau væru mjög reið og að þessi niðurstaða hafi verið óvænt. Þau hafi viljað fulla játningu um hvar hann hafi myrt þau, hvaða vopn hann hafi notað og staðfestingu á því að hann hafi verið einn að verki. Faðir Madison Mogen sagði í viðtali við CBS að hann væri feginn að þetta væri niðurstaðan. Honum þætti betra að hann fengi allan þennan tíma í fangelsi til að hugsa um hvað hann gerði í stað skjóts dauðdaga með dauðarefsingunni. Idaho er eitt af 27 ríkjum Bandaríkjanna sem heimila dauðarefsinguna en engin aftaka hefur farið fram þar síðan 2012.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44