Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2025 21:32 Kohhberger í dómsal í dag. Vísir/AP Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hve hrottafengin morðin voru en einnig vegna aldurs fórnarlambanna og bakgrunns Kohberger en á þessum tíma var hann doktorsnemi í afbrotafræði. Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, Xana Kernodle og Madison Mogen voru öll myrt á sameiginlegu heimili sínu í bænum Moskvu í nóvember 2022. Heimili þeirra var ekki hluti af háskólasvæðinu. Í frétt BBC segir að við áheyrn málsins í dag hafi dómarinn greint frá samkomulagi sem Kohberger hefur komist að við ákæruvaldið og að hann hafi samþykkt að áfrýja málinu ekki og að biðja ekki um vægari refsingu. Þar kemur einnig fram að dómarinn greindi frá því í dag að fjöldi hafi hringt í hann og skilið eftir skilaboð til hans og reynt að hafa áhrif á hann. Hann sagðist ekki hafa lesið eða hlustað á skilaboðin og hvatti fólk til þess að hætta að hafa samband. Kohburger var ákærður fyrir innbrot sem getur varðað tíu ára fangelsi og fjögur manndráp en hvert brot getur varðað lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt BBC að hann hafi játað öll brotin. Hann var ákærður fyrir brotin í 2023 og hefur þar til í dag alltaf fullyrt að hann sé saklaus. Ekki hafa fundist nein tengsl við fórnarlömbin eða ástæða fyrir morðunum. Hann var handtekinn nokkrum vikum eftir morðin o svo ákærður í maí 2023. Í frétt BBC segir að í gögnum lögreglunnar hafi komið fram að á heimili fjölskyldu Kohberger hafi fundist hnífur, byssa, svartir hanskar, svartur hattur og svört gríma. Samkomulagið vonbrigði Fjölskyldur fórnarlambanna eru ekki allar sáttar við samkomulagið sem ákæruvaldið hefur gert við Kohberger og segja ríkið hafa brugðist sér. Fjölskyldur hinna látnu við dómhúsið í dag. Vísir/AP Fjölskylda Kaylee Goncalves sagði til dæmis í yfirlýsingu að þau væru mjög reið og að þessi niðurstaða hafi verið óvænt. Þau hafi viljað fulla játningu um hvar hann hafi myrt þau, hvaða vopn hann hafi notað og staðfestingu á því að hann hafi verið einn að verki. Faðir Madison Mogen sagði í viðtali við CBS að hann væri feginn að þetta væri niðurstaðan. Honum þætti betra að hann fengi allan þennan tíma í fangelsi til að hugsa um hvað hann gerði í stað skjóts dauðdaga með dauðarefsingunni. Idaho er eitt af 27 ríkjum Bandaríkjanna sem heimila dauðarefsinguna en engin aftaka hefur farið fram þar síðan 2012. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hve hrottafengin morðin voru en einnig vegna aldurs fórnarlambanna og bakgrunns Kohberger en á þessum tíma var hann doktorsnemi í afbrotafræði. Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, Xana Kernodle og Madison Mogen voru öll myrt á sameiginlegu heimili sínu í bænum Moskvu í nóvember 2022. Heimili þeirra var ekki hluti af háskólasvæðinu. Í frétt BBC segir að við áheyrn málsins í dag hafi dómarinn greint frá samkomulagi sem Kohberger hefur komist að við ákæruvaldið og að hann hafi samþykkt að áfrýja málinu ekki og að biðja ekki um vægari refsingu. Þar kemur einnig fram að dómarinn greindi frá því í dag að fjöldi hafi hringt í hann og skilið eftir skilaboð til hans og reynt að hafa áhrif á hann. Hann sagðist ekki hafa lesið eða hlustað á skilaboðin og hvatti fólk til þess að hætta að hafa samband. Kohburger var ákærður fyrir innbrot sem getur varðað tíu ára fangelsi og fjögur manndráp en hvert brot getur varðað lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt BBC að hann hafi játað öll brotin. Hann var ákærður fyrir brotin í 2023 og hefur þar til í dag alltaf fullyrt að hann sé saklaus. Ekki hafa fundist nein tengsl við fórnarlömbin eða ástæða fyrir morðunum. Hann var handtekinn nokkrum vikum eftir morðin o svo ákærður í maí 2023. Í frétt BBC segir að í gögnum lögreglunnar hafi komið fram að á heimili fjölskyldu Kohberger hafi fundist hnífur, byssa, svartir hanskar, svartur hattur og svört gríma. Samkomulagið vonbrigði Fjölskyldur fórnarlambanna eru ekki allar sáttar við samkomulagið sem ákæruvaldið hefur gert við Kohberger og segja ríkið hafa brugðist sér. Fjölskyldur hinna látnu við dómhúsið í dag. Vísir/AP Fjölskylda Kaylee Goncalves sagði til dæmis í yfirlýsingu að þau væru mjög reið og að þessi niðurstaða hafi verið óvænt. Þau hafi viljað fulla játningu um hvar hann hafi myrt þau, hvaða vopn hann hafi notað og staðfestingu á því að hann hafi verið einn að verki. Faðir Madison Mogen sagði í viðtali við CBS að hann væri feginn að þetta væri niðurstaðan. Honum þætti betra að hann fengi allan þennan tíma í fangelsi til að hugsa um hvað hann gerði í stað skjóts dauðdaga með dauðarefsingunni. Idaho er eitt af 27 ríkjum Bandaríkjanna sem heimila dauðarefsinguna en engin aftaka hefur farið fram þar síðan 2012.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44