Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2025 11:28 John Mew bardúsaði ýmislegt á lífsleið sinni, tannleiðréttingar, mew, mótorhjólakappakstur og kastalabyggingu. Tannréttingarlæknirinn John Mew, sem taldi að hægt væri að stýra vexti kjálka með andlitsæfingum sem kallast að mew-a, er látinn 96 ára að aldri. Mew var umdeildur meðal kollega sinna en aðferðir hans náðu vinsældum á samfélagsmiðlum upp úr 2019. Greint er frá andliti Mew á heimasíðu IAFGG (Orthotropics), alþjóðlegra samtaka um stýringu andlitsvaxtar sem Mew stofnaði. Mew hafi látist friðsællega á heimili sínu. Mew fæddist árið 1928 í Kent, lærði tannlækningar í University College í Lundúnum og kjálkaskurðlækningar við Queen Victoria-spítala í East Grinstead. Vexti andlitsins stýrt með mew-i Mew var brautryðjandi í tannleiðréttingaraðferð sem hann kallaði orthotropics. Aðferðin byggðist á því að stýra andlitsvexti sjúklings með því að láta hann nota góm, breyta mataræði sínu og leggja tungu sína upp að efri góm, sem gerir að verkum að kjálkinn verður meira áberandi, sem hefur verið kallað að mew-a. John Mew keppti í formúluakstri um tíu ára bil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Mew taldi gen ekki valda því að fólk var með skakkar tennur heldur væru það umhverfisaðstæður. Hann taldi sömuleiðis að tannleiðréttingar á borð við spangir ekki leysa undirliggjandi ástæður skekkjunnar og því jafnvel valda andliti viðkomandi skaða. Tannleiðréttingarlæknasamfélagið tók ekki vel í kenningar og aðferðir Mew. Tannlæknaráðið GDC (General Dental Council), stofnun sem vaktar störf breskra tannlækna, áminnti Mew fyrir auglýsingar sem innihéldu villandi upplýsingar. Stofnunin hélt því fram að Mew græfi undan tannleiðréttingum og hefði logið til um hve viðurkenndar aðferðir hans væru. Mew vann með orthotropics-aðferð sína í meira en þrjátíu ár og stofnaði samtökin IAFGG í kringum hana. Michael Mew, sonur Johns, hefur viðhaldið orthotropics-aðferðinni en var árið 2019 rekinn úr Félagi breskra tannleiðréttingarlækna (BOS). Þrátt fyrir vinsældir mew-sins hafa engar rannsóknir sýnt fram á að aðferðir Mew virki. Mew-ið fer á flug Helsta einkenni aðferðafræði Mew er munnþjálfun sem kallast að mew-a. Sjálfur sagði Mew að hún byggðist fyrst og fremst á því að „standa uppréttur og halda kjafti“ en mew-ið felst í að þrýsta tungunni upp í efri góm. @jawhacks Replying to @lilwallywalrus #mewing #howtomew ♬ original sound - jawhacks Mew-ið varð frægt á samfélagmiðlum meðal áhrifavalda og netverja árið 2019. Í kjölfarið tók gula pressan að fjalla um mew-ið og Mew-feðgarnir fóru meira að segja í breska sjónvarpið til að bera út boðskap mew-sins. Samfélagsmiðlar á borð við Reddit og TikTok áttu stóran þátt í að dreifa vinsældum mew-sins. Æðið náði meira að segja til Íslands þó það hefði verið mun seinna en annars staðar. Tannlæknirinn Hrönn Róbertsdóttir ræddi við Bylgjuna um mew-ið í fyrra en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Kastali og kappakstur Mew var meira til lista lagt en það að mew-a. Frá 1957 til 1967 keppti Mew í mótorhjólakappakstri, fyrst í Formúlu 3 og síðan í Formúlu 1. Hann var árið 1958 valinn í breska landsliðið fyrir keppni í Ameríkubikarnum en gat hins vegar ekki tekið þátt. Þá braut Mew brautarmetið í Brands Hatch tvívegis árið 1963 og bætti þar met tveggja fyrrum heimsmeistara. Mew byggði sér stóran kastala með síki í Sussex á árunum 1993 til 2001 og bjó síðan þar til æviloka. Kastalinn var sýndur í sjónvarpsþættinum Britain's Best Home. Braylsham-kastali sem Mew byggði árið 2001. Andlát Bretland Tannheilsa TikTok Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Greint er frá andliti Mew á heimasíðu IAFGG (Orthotropics), alþjóðlegra samtaka um stýringu andlitsvaxtar sem Mew stofnaði. Mew hafi látist friðsællega á heimili sínu. Mew fæddist árið 1928 í Kent, lærði tannlækningar í University College í Lundúnum og kjálkaskurðlækningar við Queen Victoria-spítala í East Grinstead. Vexti andlitsins stýrt með mew-i Mew var brautryðjandi í tannleiðréttingaraðferð sem hann kallaði orthotropics. Aðferðin byggðist á því að stýra andlitsvexti sjúklings með því að láta hann nota góm, breyta mataræði sínu og leggja tungu sína upp að efri góm, sem gerir að verkum að kjálkinn verður meira áberandi, sem hefur verið kallað að mew-a. John Mew keppti í formúluakstri um tíu ára bil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Mew taldi gen ekki valda því að fólk var með skakkar tennur heldur væru það umhverfisaðstæður. Hann taldi sömuleiðis að tannleiðréttingar á borð við spangir ekki leysa undirliggjandi ástæður skekkjunnar og því jafnvel valda andliti viðkomandi skaða. Tannleiðréttingarlæknasamfélagið tók ekki vel í kenningar og aðferðir Mew. Tannlæknaráðið GDC (General Dental Council), stofnun sem vaktar störf breskra tannlækna, áminnti Mew fyrir auglýsingar sem innihéldu villandi upplýsingar. Stofnunin hélt því fram að Mew græfi undan tannleiðréttingum og hefði logið til um hve viðurkenndar aðferðir hans væru. Mew vann með orthotropics-aðferð sína í meira en þrjátíu ár og stofnaði samtökin IAFGG í kringum hana. Michael Mew, sonur Johns, hefur viðhaldið orthotropics-aðferðinni en var árið 2019 rekinn úr Félagi breskra tannleiðréttingarlækna (BOS). Þrátt fyrir vinsældir mew-sins hafa engar rannsóknir sýnt fram á að aðferðir Mew virki. Mew-ið fer á flug Helsta einkenni aðferðafræði Mew er munnþjálfun sem kallast að mew-a. Sjálfur sagði Mew að hún byggðist fyrst og fremst á því að „standa uppréttur og halda kjafti“ en mew-ið felst í að þrýsta tungunni upp í efri góm. @jawhacks Replying to @lilwallywalrus #mewing #howtomew ♬ original sound - jawhacks Mew-ið varð frægt á samfélagmiðlum meðal áhrifavalda og netverja árið 2019. Í kjölfarið tók gula pressan að fjalla um mew-ið og Mew-feðgarnir fóru meira að segja í breska sjónvarpið til að bera út boðskap mew-sins. Samfélagsmiðlar á borð við Reddit og TikTok áttu stóran þátt í að dreifa vinsældum mew-sins. Æðið náði meira að segja til Íslands þó það hefði verið mun seinna en annars staðar. Tannlæknirinn Hrönn Róbertsdóttir ræddi við Bylgjuna um mew-ið í fyrra en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Kastali og kappakstur Mew var meira til lista lagt en það að mew-a. Frá 1957 til 1967 keppti Mew í mótorhjólakappakstri, fyrst í Formúlu 3 og síðan í Formúlu 1. Hann var árið 1958 valinn í breska landsliðið fyrir keppni í Ameríkubikarnum en gat hins vegar ekki tekið þátt. Þá braut Mew brautarmetið í Brands Hatch tvívegis árið 1963 og bætti þar met tveggja fyrrum heimsmeistara. Mew byggði sér stóran kastala með síki í Sussex á árunum 1993 til 2001 og bjó síðan þar til æviloka. Kastalinn var sýndur í sjónvarpsþættinum Britain's Best Home. Braylsham-kastali sem Mew byggði árið 2001.
Andlát Bretland Tannheilsa TikTok Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira