Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2025 23:00 Örlygur Hnefill, markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi, segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun að reyna að lokka til hafna sveitarfélagsins þau skipafélög sem eru innan vébanda AECO. Vísir/Stefán Norðurþing hefur með sérstöku markaðsátaki náð að fjölga umtalsvert komum minni skemmtiferðaskipa sem hafa samfélagsábyrgð og umhverfisvernd að leiðarljósi. Markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi segir komur leiðangursskipanna skipta sköpum fyrir samfélögin vítt og breitt um landið. Norðurþing fór í sérstakt átak til að lokka til sinna hafna á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri skipafélög sem starfa innan vébanda AECO sem eru samtök minni leiðangursskipa á Norðurslóðum en til að vera meðlimur í samtökunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Félögin gera út á öðruvísi ferðamennsku og vilja taka þátt í þeim samfélögum sem heimsótt eru. Örlygur Hnefill Örlygsson er markaðsstjóri hafna Norðurþings. „Farþegar þessara skipa eru líka að sækjast eftir annars konar upplifun, þetta er ekki þessi risastóru 3-4 þúsund manna skip. Þetta eru minni hópar, þau eru að sækjast eftir því að koma á minni staði fyrir vikið og þetta hefur bara gengið rosalega vel, við höfum verið að bæta við okkur og erum ein af fáum höfnum sem erum að bæta við okkur á milli ára.“ Sem sé mikið afrek í ljósi breytinga á greininni. „Það er búið að koma mikið af nýjum gjöldum og nýjum reglum með stuttum fyrirvara sem hefur gert það að verkum að margar hafnir eru að tapa töluvert núna. Við erum að bæta við okkur fimm skipum hér á Húsavík á milli ára og erum að bæta við okkur fimm skipum á Raufarhöfn þar sem var ekkert skip áður sem gleður okkur mikið og samfélagið hérna er ánægt með þetta. Fólk er ánægt með að fá litlu skipin. Þetta er annars konar ferðamennska, ekki þessi massi og þetta er það sem við erum að sækjast eftir.“ Þessi minni skip hafi gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið og lífgi upp á efnahaginn. „Við finnum það bara hjá söfnum, verslunum og upp að vissu marki veitingahúsunum líka að þetta er ferðamennska sem skiptir máli. Það sem þetta gerir líka svo gott er að fólk sem kemur í svona stutt stopp, einn dag eða yfir nótt, það langar að koma aftur. Við sjáum á mælingum hér að fólk kemur aftur til Húsavíkur sem hefur haft snertingu við bæinn í gegnum skip áður.“ Örlygur varar við því að stjórnvöld geri miklar og skyndilegar breytingar á umgjörð ferðaþjónustu. „Þessi skip, sérstaklega sem eru á hringsiglingunni skipta bara landsbyggðirnar bara mjög miklu máli. Þetta er stór hluti af okkar ferðaþjónustu og sérstaklega á stöðum eins og Húsavík sem er ekki á hringveginum. Það eflir okkur enn frekar að fá þessi litlu skip til okkar.“ Ferðaþjónusta Norðurþing Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Norðurþing fór í sérstakt átak til að lokka til sinna hafna á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri skipafélög sem starfa innan vébanda AECO sem eru samtök minni leiðangursskipa á Norðurslóðum en til að vera meðlimur í samtökunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Félögin gera út á öðruvísi ferðamennsku og vilja taka þátt í þeim samfélögum sem heimsótt eru. Örlygur Hnefill Örlygsson er markaðsstjóri hafna Norðurþings. „Farþegar þessara skipa eru líka að sækjast eftir annars konar upplifun, þetta er ekki þessi risastóru 3-4 þúsund manna skip. Þetta eru minni hópar, þau eru að sækjast eftir því að koma á minni staði fyrir vikið og þetta hefur bara gengið rosalega vel, við höfum verið að bæta við okkur og erum ein af fáum höfnum sem erum að bæta við okkur á milli ára.“ Sem sé mikið afrek í ljósi breytinga á greininni. „Það er búið að koma mikið af nýjum gjöldum og nýjum reglum með stuttum fyrirvara sem hefur gert það að verkum að margar hafnir eru að tapa töluvert núna. Við erum að bæta við okkur fimm skipum hér á Húsavík á milli ára og erum að bæta við okkur fimm skipum á Raufarhöfn þar sem var ekkert skip áður sem gleður okkur mikið og samfélagið hérna er ánægt með þetta. Fólk er ánægt með að fá litlu skipin. Þetta er annars konar ferðamennska, ekki þessi massi og þetta er það sem við erum að sækjast eftir.“ Þessi minni skip hafi gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið og lífgi upp á efnahaginn. „Við finnum það bara hjá söfnum, verslunum og upp að vissu marki veitingahúsunum líka að þetta er ferðamennska sem skiptir máli. Það sem þetta gerir líka svo gott er að fólk sem kemur í svona stutt stopp, einn dag eða yfir nótt, það langar að koma aftur. Við sjáum á mælingum hér að fólk kemur aftur til Húsavíkur sem hefur haft snertingu við bæinn í gegnum skip áður.“ Örlygur varar við því að stjórnvöld geri miklar og skyndilegar breytingar á umgjörð ferðaþjónustu. „Þessi skip, sérstaklega sem eru á hringsiglingunni skipta bara landsbyggðirnar bara mjög miklu máli. Þetta er stór hluti af okkar ferðaþjónustu og sérstaklega á stöðum eins og Húsavík sem er ekki á hringveginum. Það eflir okkur enn frekar að fá þessi litlu skip til okkar.“
Ferðaþjónusta Norðurþing Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20