Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2025 23:00 Örlygur Hnefill, markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi, segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun að reyna að lokka til hafna sveitarfélagsins þau skipafélög sem eru innan vébanda AECO. Vísir/Stefán Norðurþing hefur með sérstöku markaðsátaki náð að fjölga umtalsvert komum minni skemmtiferðaskipa sem hafa samfélagsábyrgð og umhverfisvernd að leiðarljósi. Markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi segir komur leiðangursskipanna skipta sköpum fyrir samfélögin vítt og breitt um landið. Norðurþing fór í sérstakt átak til að lokka til sinna hafna á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri skipafélög sem starfa innan vébanda AECO sem eru samtök minni leiðangursskipa á Norðurslóðum en til að vera meðlimur í samtökunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Félögin gera út á öðruvísi ferðamennsku og vilja taka þátt í þeim samfélögum sem heimsótt eru. Örlygur Hnefill Örlygsson er markaðsstjóri hafna Norðurþings. „Farþegar þessara skipa eru líka að sækjast eftir annars konar upplifun, þetta er ekki þessi risastóru 3-4 þúsund manna skip. Þetta eru minni hópar, þau eru að sækjast eftir því að koma á minni staði fyrir vikið og þetta hefur bara gengið rosalega vel, við höfum verið að bæta við okkur og erum ein af fáum höfnum sem erum að bæta við okkur á milli ára.“ Sem sé mikið afrek í ljósi breytinga á greininni. „Það er búið að koma mikið af nýjum gjöldum og nýjum reglum með stuttum fyrirvara sem hefur gert það að verkum að margar hafnir eru að tapa töluvert núna. Við erum að bæta við okkur fimm skipum hér á Húsavík á milli ára og erum að bæta við okkur fimm skipum á Raufarhöfn þar sem var ekkert skip áður sem gleður okkur mikið og samfélagið hérna er ánægt með þetta. Fólk er ánægt með að fá litlu skipin. Þetta er annars konar ferðamennska, ekki þessi massi og þetta er það sem við erum að sækjast eftir.“ Þessi minni skip hafi gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið og lífgi upp á efnahaginn. „Við finnum það bara hjá söfnum, verslunum og upp að vissu marki veitingahúsunum líka að þetta er ferðamennska sem skiptir máli. Það sem þetta gerir líka svo gott er að fólk sem kemur í svona stutt stopp, einn dag eða yfir nótt, það langar að koma aftur. Við sjáum á mælingum hér að fólk kemur aftur til Húsavíkur sem hefur haft snertingu við bæinn í gegnum skip áður.“ Örlygur varar við því að stjórnvöld geri miklar og skyndilegar breytingar á umgjörð ferðaþjónustu. „Þessi skip, sérstaklega sem eru á hringsiglingunni skipta bara landsbyggðirnar bara mjög miklu máli. Þetta er stór hluti af okkar ferðaþjónustu og sérstaklega á stöðum eins og Húsavík sem er ekki á hringveginum. Það eflir okkur enn frekar að fá þessi litlu skip til okkar.“ Ferðaþjónusta Norðurþing Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Norðurþing fór í sérstakt átak til að lokka til sinna hafna á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri skipafélög sem starfa innan vébanda AECO sem eru samtök minni leiðangursskipa á Norðurslóðum en til að vera meðlimur í samtökunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Félögin gera út á öðruvísi ferðamennsku og vilja taka þátt í þeim samfélögum sem heimsótt eru. Örlygur Hnefill Örlygsson er markaðsstjóri hafna Norðurþings. „Farþegar þessara skipa eru líka að sækjast eftir annars konar upplifun, þetta er ekki þessi risastóru 3-4 þúsund manna skip. Þetta eru minni hópar, þau eru að sækjast eftir því að koma á minni staði fyrir vikið og þetta hefur bara gengið rosalega vel, við höfum verið að bæta við okkur og erum ein af fáum höfnum sem erum að bæta við okkur á milli ára.“ Sem sé mikið afrek í ljósi breytinga á greininni. „Það er búið að koma mikið af nýjum gjöldum og nýjum reglum með stuttum fyrirvara sem hefur gert það að verkum að margar hafnir eru að tapa töluvert núna. Við erum að bæta við okkur fimm skipum hér á Húsavík á milli ára og erum að bæta við okkur fimm skipum á Raufarhöfn þar sem var ekkert skip áður sem gleður okkur mikið og samfélagið hérna er ánægt með þetta. Fólk er ánægt með að fá litlu skipin. Þetta er annars konar ferðamennska, ekki þessi massi og þetta er það sem við erum að sækjast eftir.“ Þessi minni skip hafi gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið og lífgi upp á efnahaginn. „Við finnum það bara hjá söfnum, verslunum og upp að vissu marki veitingahúsunum líka að þetta er ferðamennska sem skiptir máli. Það sem þetta gerir líka svo gott er að fólk sem kemur í svona stutt stopp, einn dag eða yfir nótt, það langar að koma aftur. Við sjáum á mælingum hér að fólk kemur aftur til Húsavíkur sem hefur haft snertingu við bæinn í gegnum skip áður.“ Örlygur varar við því að stjórnvöld geri miklar og skyndilegar breytingar á umgjörð ferðaþjónustu. „Þessi skip, sérstaklega sem eru á hringsiglingunni skipta bara landsbyggðirnar bara mjög miklu máli. Þetta er stór hluti af okkar ferðaþjónustu og sérstaklega á stöðum eins og Húsavík sem er ekki á hringveginum. Það eflir okkur enn frekar að fá þessi litlu skip til okkar.“
Ferðaþjónusta Norðurþing Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20