Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 30. júní 2025 08:33 Iðnaðarsvæðið á Bakka er eitt mikilvægasta svæði Íslendinga til uppbyggingar á sviði iðnaðar og orkunýtingar. Á svæðinu eru einstakar auðlindir sem skapa tækifæri til tekjuöflunar, fjölgun starfa og gjaldeyristekjur fyrir land og þjóð. Jarðvarmi frá Þeistareykjum þar sem Landsvirkjun hugar að stækkun en sömuleiðis er vindorkuver í vinnslu austan Húsavíkurfjalls sem gæti framleitt um 50 MW. Græn orka sem styður sterka uppbyggingu á Bakka með loftslagsmarkmið í huga. Stutt í höfn, stutt í orku og stutt í auðlindir. Alltaf að byggja upp á Bakka Það er vinna í fullum gangi að koma kísilveri PCC aftur í gang sem fyrst. Það er samstarfsverkefni margra aðila. Fyrst og fremst þarf að styrkja það sem fyrir er á Bakka, fyrirtækið sjálft í ljósi aðstæðna og markaðsverðs á kísilmálmi. Kísilverið er ekki aðeins grundvöllur fyrir staðbundna atvinnu heldur einnig lykilþáttur í alþjóðlegri tækniþróun, þar sem kísilmálmur er mikilvægt hráefni í framleiðslu á sólarsellum og annarri framleiðslu og tækni. Fyrsti áfangi verkefnisins hófst árið 2011 og upphafleg fjárfesting árið 2013. Alla tíð hefur verið gert ráð fyrir stækkun verksmiðjunnar auk annars fyrirtækis til að nýta þá innviðafjárfestingu sem ríkið og samfélagið hefur farið í. Við höfum verið að setja aukinn þunga í það verkefni. Sérstaklega þegar tímabundin rekstrarstöðvun PCC á Bakka lá fyrir. Við erum í samtali við Landsvirkjun um nýtingu á heitu vatni inn á svæðið sem styður enn frekari sjálfbærni og græna orkuframleiðslu á Bakka. Að huga að varmasæknum verkefnum sem eykur hagkvæmni og treystir atvinnuuppbyggingu alla á iðnaðarsvæðinu; ylrækt, landbúnaður, fiskeldi á landi eða frekari málmvinnsla svo dæmi séu tekin. Nýtt á Bakka Þegar liggur fyrir viljayfirlýsing við Carbfix hf. um móttökustöð fyrir koldíoxíð (CO2) sem felur í sér uppbyggingu á CODA-stöð hvar koldíoxíð/kolefni úr iðnaðarútblæstri er fangað, dælt niður í gljúft bergið þar sem það steingerist og verður þar eftir. Sömuleiðis erum við í samtali við Heidelberg Materials um mölunarverksmiðju á Bakka sem felur í sér vinnslu á móbergi sem íblöndunarefni í sement. Á svæðinu má finna móberg sem gæti hentað í framleiðsluna. Fyrirtækið er einn stærsti framleiðandi byggingarefna á Jörðinni og eru vörur fyrirtækisins notaðar við byggingu húsa, vega og verslunar- og iðnaðarmannvirkja. Það má gera ráð fyrir að fyrirtækið kanni mögulegar móbergsnámur og efnistökusvæði á næstu mánuðum. Bæði þessi fyrirtæki útheimta ýmis iðnaðarstörf og tæknimenntað fólk; rafvirkja, vélfræðinga og verkfræðinga o.fl. Þess vegna höfum við átt samtöl við Samtök iðnaðarins um mikilvægi iðn-, tækni- og verkmenntunar í tengslum við iðnaðarsvæðið á Bakka. Þá hefur einni lóð verið úthlutað fyrir rafeldsneytisframleiðslu til E-Valor enda stór hluti svæðisins þegar skipulagt sem er mikið forskot fyrir svæðið. Uppbygging gagnavera hefur verið mikil bæði hérlendis og víða erlendis. En Ísland býður upp á góðar tengingar þegar horft er til gagnaflutnings í gegnum sæstreng milli Íslands og Írlands. Hér er græn orka á samkeppnishæfu verði í köldu loftslagi með stöðugu og traustu flutningskerfi raforku. Gagnaver eða netþjónabú sinna hýsingu, tengi- og afritunarþjónustu, gagnavistun og - flutningi og ýmis konar annarri sérhæfðri þjónustu. Gagnaversiðnaðurinn er sá orkuháði iðnaður sem vex einna örast á Jörðinni. Eftirspurn eftir reikniafli ofurtölva fer sívaxandi. Það eru miklir möguleikar að reisa slík ver eða netþjónabú á Bakka. Miðpunkturinn er Bakki Það er mikilvægt að gera Bakka aftur að miðpunkti athafna og uppbyggingar á Norðurlandi og í raun á Íslandi. Grípa tækifærin sem felast í auðlindum svæðisins til að skapa tekjur og störf, stuðla að vexti í samfélaginu. Á Bakka blómstra tækifæri fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Með nýsköpun, sjálfbærri orkunýtingu og sterkum auðlindum getur þetta svæði orðið leiðandi fyrir tækni- og iðnaðarframleiðslu á Íslandi. Með samstarfi fyrirtækja, hins opinbera og fræðasamfélags, er hægt að byggja upp öfluga atvinnu og bæta lífsgæði fyrir komandi kynslóðir. Bakki getur verið hjarta atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi, þar sem nýir atvinnuvegir verða til, auk þess sem þjóðin nýtur góðs af aukinni orkuöflun. Sveitarfélagið Norðurþing stendur á mikilvægu tímamótum þar sem framtíðin er full af möguleikum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Stóriðja Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Iðnaðarsvæðið á Bakka er eitt mikilvægasta svæði Íslendinga til uppbyggingar á sviði iðnaðar og orkunýtingar. Á svæðinu eru einstakar auðlindir sem skapa tækifæri til tekjuöflunar, fjölgun starfa og gjaldeyristekjur fyrir land og þjóð. Jarðvarmi frá Þeistareykjum þar sem Landsvirkjun hugar að stækkun en sömuleiðis er vindorkuver í vinnslu austan Húsavíkurfjalls sem gæti framleitt um 50 MW. Græn orka sem styður sterka uppbyggingu á Bakka með loftslagsmarkmið í huga. Stutt í höfn, stutt í orku og stutt í auðlindir. Alltaf að byggja upp á Bakka Það er vinna í fullum gangi að koma kísilveri PCC aftur í gang sem fyrst. Það er samstarfsverkefni margra aðila. Fyrst og fremst þarf að styrkja það sem fyrir er á Bakka, fyrirtækið sjálft í ljósi aðstæðna og markaðsverðs á kísilmálmi. Kísilverið er ekki aðeins grundvöllur fyrir staðbundna atvinnu heldur einnig lykilþáttur í alþjóðlegri tækniþróun, þar sem kísilmálmur er mikilvægt hráefni í framleiðslu á sólarsellum og annarri framleiðslu og tækni. Fyrsti áfangi verkefnisins hófst árið 2011 og upphafleg fjárfesting árið 2013. Alla tíð hefur verið gert ráð fyrir stækkun verksmiðjunnar auk annars fyrirtækis til að nýta þá innviðafjárfestingu sem ríkið og samfélagið hefur farið í. Við höfum verið að setja aukinn þunga í það verkefni. Sérstaklega þegar tímabundin rekstrarstöðvun PCC á Bakka lá fyrir. Við erum í samtali við Landsvirkjun um nýtingu á heitu vatni inn á svæðið sem styður enn frekari sjálfbærni og græna orkuframleiðslu á Bakka. Að huga að varmasæknum verkefnum sem eykur hagkvæmni og treystir atvinnuuppbyggingu alla á iðnaðarsvæðinu; ylrækt, landbúnaður, fiskeldi á landi eða frekari málmvinnsla svo dæmi séu tekin. Nýtt á Bakka Þegar liggur fyrir viljayfirlýsing við Carbfix hf. um móttökustöð fyrir koldíoxíð (CO2) sem felur í sér uppbyggingu á CODA-stöð hvar koldíoxíð/kolefni úr iðnaðarútblæstri er fangað, dælt niður í gljúft bergið þar sem það steingerist og verður þar eftir. Sömuleiðis erum við í samtali við Heidelberg Materials um mölunarverksmiðju á Bakka sem felur í sér vinnslu á móbergi sem íblöndunarefni í sement. Á svæðinu má finna móberg sem gæti hentað í framleiðsluna. Fyrirtækið er einn stærsti framleiðandi byggingarefna á Jörðinni og eru vörur fyrirtækisins notaðar við byggingu húsa, vega og verslunar- og iðnaðarmannvirkja. Það má gera ráð fyrir að fyrirtækið kanni mögulegar móbergsnámur og efnistökusvæði á næstu mánuðum. Bæði þessi fyrirtæki útheimta ýmis iðnaðarstörf og tæknimenntað fólk; rafvirkja, vélfræðinga og verkfræðinga o.fl. Þess vegna höfum við átt samtöl við Samtök iðnaðarins um mikilvægi iðn-, tækni- og verkmenntunar í tengslum við iðnaðarsvæðið á Bakka. Þá hefur einni lóð verið úthlutað fyrir rafeldsneytisframleiðslu til E-Valor enda stór hluti svæðisins þegar skipulagt sem er mikið forskot fyrir svæðið. Uppbygging gagnavera hefur verið mikil bæði hérlendis og víða erlendis. En Ísland býður upp á góðar tengingar þegar horft er til gagnaflutnings í gegnum sæstreng milli Íslands og Írlands. Hér er græn orka á samkeppnishæfu verði í köldu loftslagi með stöðugu og traustu flutningskerfi raforku. Gagnaver eða netþjónabú sinna hýsingu, tengi- og afritunarþjónustu, gagnavistun og - flutningi og ýmis konar annarri sérhæfðri þjónustu. Gagnaversiðnaðurinn er sá orkuháði iðnaður sem vex einna örast á Jörðinni. Eftirspurn eftir reikniafli ofurtölva fer sívaxandi. Það eru miklir möguleikar að reisa slík ver eða netþjónabú á Bakka. Miðpunkturinn er Bakki Það er mikilvægt að gera Bakka aftur að miðpunkti athafna og uppbyggingar á Norðurlandi og í raun á Íslandi. Grípa tækifærin sem felast í auðlindum svæðisins til að skapa tekjur og störf, stuðla að vexti í samfélaginu. Á Bakka blómstra tækifæri fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Með nýsköpun, sjálfbærri orkunýtingu og sterkum auðlindum getur þetta svæði orðið leiðandi fyrir tækni- og iðnaðarframleiðslu á Íslandi. Með samstarfi fyrirtækja, hins opinbera og fræðasamfélags, er hægt að byggja upp öfluga atvinnu og bæta lífsgæði fyrir komandi kynslóðir. Bakki getur verið hjarta atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi, þar sem nýir atvinnuvegir verða til, auk þess sem þjóðin nýtur góðs af aukinni orkuöflun. Sveitarfélagið Norðurþing stendur á mikilvægu tímamótum þar sem framtíðin er full af möguleikum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun