Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 30. júní 2025 08:33 Iðnaðarsvæðið á Bakka er eitt mikilvægasta svæði Íslendinga til uppbyggingar á sviði iðnaðar og orkunýtingar. Á svæðinu eru einstakar auðlindir sem skapa tækifæri til tekjuöflunar, fjölgun starfa og gjaldeyristekjur fyrir land og þjóð. Jarðvarmi frá Þeistareykjum þar sem Landsvirkjun hugar að stækkun en sömuleiðis er vindorkuver í vinnslu austan Húsavíkurfjalls sem gæti framleitt um 50 MW. Græn orka sem styður sterka uppbyggingu á Bakka með loftslagsmarkmið í huga. Stutt í höfn, stutt í orku og stutt í auðlindir. Alltaf að byggja upp á Bakka Það er vinna í fullum gangi að koma kísilveri PCC aftur í gang sem fyrst. Það er samstarfsverkefni margra aðila. Fyrst og fremst þarf að styrkja það sem fyrir er á Bakka, fyrirtækið sjálft í ljósi aðstæðna og markaðsverðs á kísilmálmi. Kísilverið er ekki aðeins grundvöllur fyrir staðbundna atvinnu heldur einnig lykilþáttur í alþjóðlegri tækniþróun, þar sem kísilmálmur er mikilvægt hráefni í framleiðslu á sólarsellum og annarri framleiðslu og tækni. Fyrsti áfangi verkefnisins hófst árið 2011 og upphafleg fjárfesting árið 2013. Alla tíð hefur verið gert ráð fyrir stækkun verksmiðjunnar auk annars fyrirtækis til að nýta þá innviðafjárfestingu sem ríkið og samfélagið hefur farið í. Við höfum verið að setja aukinn þunga í það verkefni. Sérstaklega þegar tímabundin rekstrarstöðvun PCC á Bakka lá fyrir. Við erum í samtali við Landsvirkjun um nýtingu á heitu vatni inn á svæðið sem styður enn frekari sjálfbærni og græna orkuframleiðslu á Bakka. Að huga að varmasæknum verkefnum sem eykur hagkvæmni og treystir atvinnuuppbyggingu alla á iðnaðarsvæðinu; ylrækt, landbúnaður, fiskeldi á landi eða frekari málmvinnsla svo dæmi séu tekin. Nýtt á Bakka Þegar liggur fyrir viljayfirlýsing við Carbfix hf. um móttökustöð fyrir koldíoxíð (CO2) sem felur í sér uppbyggingu á CODA-stöð hvar koldíoxíð/kolefni úr iðnaðarútblæstri er fangað, dælt niður í gljúft bergið þar sem það steingerist og verður þar eftir. Sömuleiðis erum við í samtali við Heidelberg Materials um mölunarverksmiðju á Bakka sem felur í sér vinnslu á móbergi sem íblöndunarefni í sement. Á svæðinu má finna móberg sem gæti hentað í framleiðsluna. Fyrirtækið er einn stærsti framleiðandi byggingarefna á Jörðinni og eru vörur fyrirtækisins notaðar við byggingu húsa, vega og verslunar- og iðnaðarmannvirkja. Það má gera ráð fyrir að fyrirtækið kanni mögulegar móbergsnámur og efnistökusvæði á næstu mánuðum. Bæði þessi fyrirtæki útheimta ýmis iðnaðarstörf og tæknimenntað fólk; rafvirkja, vélfræðinga og verkfræðinga o.fl. Þess vegna höfum við átt samtöl við Samtök iðnaðarins um mikilvægi iðn-, tækni- og verkmenntunar í tengslum við iðnaðarsvæðið á Bakka. Þá hefur einni lóð verið úthlutað fyrir rafeldsneytisframleiðslu til E-Valor enda stór hluti svæðisins þegar skipulagt sem er mikið forskot fyrir svæðið. Uppbygging gagnavera hefur verið mikil bæði hérlendis og víða erlendis. En Ísland býður upp á góðar tengingar þegar horft er til gagnaflutnings í gegnum sæstreng milli Íslands og Írlands. Hér er græn orka á samkeppnishæfu verði í köldu loftslagi með stöðugu og traustu flutningskerfi raforku. Gagnaver eða netþjónabú sinna hýsingu, tengi- og afritunarþjónustu, gagnavistun og - flutningi og ýmis konar annarri sérhæfðri þjónustu. Gagnaversiðnaðurinn er sá orkuháði iðnaður sem vex einna örast á Jörðinni. Eftirspurn eftir reikniafli ofurtölva fer sívaxandi. Það eru miklir möguleikar að reisa slík ver eða netþjónabú á Bakka. Miðpunkturinn er Bakki Það er mikilvægt að gera Bakka aftur að miðpunkti athafna og uppbyggingar á Norðurlandi og í raun á Íslandi. Grípa tækifærin sem felast í auðlindum svæðisins til að skapa tekjur og störf, stuðla að vexti í samfélaginu. Á Bakka blómstra tækifæri fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Með nýsköpun, sjálfbærri orkunýtingu og sterkum auðlindum getur þetta svæði orðið leiðandi fyrir tækni- og iðnaðarframleiðslu á Íslandi. Með samstarfi fyrirtækja, hins opinbera og fræðasamfélags, er hægt að byggja upp öfluga atvinnu og bæta lífsgæði fyrir komandi kynslóðir. Bakki getur verið hjarta atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi, þar sem nýir atvinnuvegir verða til, auk þess sem þjóðin nýtur góðs af aukinni orkuöflun. Sveitarfélagið Norðurþing stendur á mikilvægu tímamótum þar sem framtíðin er full af möguleikum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Stóriðja Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnaðarsvæðið á Bakka er eitt mikilvægasta svæði Íslendinga til uppbyggingar á sviði iðnaðar og orkunýtingar. Á svæðinu eru einstakar auðlindir sem skapa tækifæri til tekjuöflunar, fjölgun starfa og gjaldeyristekjur fyrir land og þjóð. Jarðvarmi frá Þeistareykjum þar sem Landsvirkjun hugar að stækkun en sömuleiðis er vindorkuver í vinnslu austan Húsavíkurfjalls sem gæti framleitt um 50 MW. Græn orka sem styður sterka uppbyggingu á Bakka með loftslagsmarkmið í huga. Stutt í höfn, stutt í orku og stutt í auðlindir. Alltaf að byggja upp á Bakka Það er vinna í fullum gangi að koma kísilveri PCC aftur í gang sem fyrst. Það er samstarfsverkefni margra aðila. Fyrst og fremst þarf að styrkja það sem fyrir er á Bakka, fyrirtækið sjálft í ljósi aðstæðna og markaðsverðs á kísilmálmi. Kísilverið er ekki aðeins grundvöllur fyrir staðbundna atvinnu heldur einnig lykilþáttur í alþjóðlegri tækniþróun, þar sem kísilmálmur er mikilvægt hráefni í framleiðslu á sólarsellum og annarri framleiðslu og tækni. Fyrsti áfangi verkefnisins hófst árið 2011 og upphafleg fjárfesting árið 2013. Alla tíð hefur verið gert ráð fyrir stækkun verksmiðjunnar auk annars fyrirtækis til að nýta þá innviðafjárfestingu sem ríkið og samfélagið hefur farið í. Við höfum verið að setja aukinn þunga í það verkefni. Sérstaklega þegar tímabundin rekstrarstöðvun PCC á Bakka lá fyrir. Við erum í samtali við Landsvirkjun um nýtingu á heitu vatni inn á svæðið sem styður enn frekari sjálfbærni og græna orkuframleiðslu á Bakka. Að huga að varmasæknum verkefnum sem eykur hagkvæmni og treystir atvinnuuppbyggingu alla á iðnaðarsvæðinu; ylrækt, landbúnaður, fiskeldi á landi eða frekari málmvinnsla svo dæmi séu tekin. Nýtt á Bakka Þegar liggur fyrir viljayfirlýsing við Carbfix hf. um móttökustöð fyrir koldíoxíð (CO2) sem felur í sér uppbyggingu á CODA-stöð hvar koldíoxíð/kolefni úr iðnaðarútblæstri er fangað, dælt niður í gljúft bergið þar sem það steingerist og verður þar eftir. Sömuleiðis erum við í samtali við Heidelberg Materials um mölunarverksmiðju á Bakka sem felur í sér vinnslu á móbergi sem íblöndunarefni í sement. Á svæðinu má finna móberg sem gæti hentað í framleiðsluna. Fyrirtækið er einn stærsti framleiðandi byggingarefna á Jörðinni og eru vörur fyrirtækisins notaðar við byggingu húsa, vega og verslunar- og iðnaðarmannvirkja. Það má gera ráð fyrir að fyrirtækið kanni mögulegar móbergsnámur og efnistökusvæði á næstu mánuðum. Bæði þessi fyrirtæki útheimta ýmis iðnaðarstörf og tæknimenntað fólk; rafvirkja, vélfræðinga og verkfræðinga o.fl. Þess vegna höfum við átt samtöl við Samtök iðnaðarins um mikilvægi iðn-, tækni- og verkmenntunar í tengslum við iðnaðarsvæðið á Bakka. Þá hefur einni lóð verið úthlutað fyrir rafeldsneytisframleiðslu til E-Valor enda stór hluti svæðisins þegar skipulagt sem er mikið forskot fyrir svæðið. Uppbygging gagnavera hefur verið mikil bæði hérlendis og víða erlendis. En Ísland býður upp á góðar tengingar þegar horft er til gagnaflutnings í gegnum sæstreng milli Íslands og Írlands. Hér er græn orka á samkeppnishæfu verði í köldu loftslagi með stöðugu og traustu flutningskerfi raforku. Gagnaver eða netþjónabú sinna hýsingu, tengi- og afritunarþjónustu, gagnavistun og - flutningi og ýmis konar annarri sérhæfðri þjónustu. Gagnaversiðnaðurinn er sá orkuháði iðnaður sem vex einna örast á Jörðinni. Eftirspurn eftir reikniafli ofurtölva fer sívaxandi. Það eru miklir möguleikar að reisa slík ver eða netþjónabú á Bakka. Miðpunkturinn er Bakki Það er mikilvægt að gera Bakka aftur að miðpunkti athafna og uppbyggingar á Norðurlandi og í raun á Íslandi. Grípa tækifærin sem felast í auðlindum svæðisins til að skapa tekjur og störf, stuðla að vexti í samfélaginu. Á Bakka blómstra tækifæri fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Með nýsköpun, sjálfbærri orkunýtingu og sterkum auðlindum getur þetta svæði orðið leiðandi fyrir tækni- og iðnaðarframleiðslu á Íslandi. Með samstarfi fyrirtækja, hins opinbera og fræðasamfélags, er hægt að byggja upp öfluga atvinnu og bæta lífsgæði fyrir komandi kynslóðir. Bakki getur verið hjarta atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi, þar sem nýir atvinnuvegir verða til, auk þess sem þjóðin nýtur góðs af aukinni orkuöflun. Sveitarfélagið Norðurþing stendur á mikilvægu tímamótum þar sem framtíðin er full af möguleikum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar