Tugir missa vinnuna í sumar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2025 21:00 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Sýn Forstjóri PCC á Bakka vonar að þeir tugir starfsmanna verksmiðjunnar sem missa vinnuna í sumar þreyi þorrann þar til hægt verði að hefja rekstur að nýju og ráði sig aftur til PCC. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um mál PCC. Forstjórinn segir nauðsynlegt að stemma stigu við ríkisstyrktum innflutningi á kínverskum málmi. „Það er bara ákaflega þungbært og svo vitum við í rauninni ekki hvað stöðvunin mun vara lengi. Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg fyrir samfélagið allt, Húsavík og Norðurþing ekki síst en líka bara fyrir ísland, land og þjóð,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Þegar tilkynnt var um hina tímabundnu rekstrarstöðvun í maí síðastliðnum var vísað til erfiðleika á mörkuðum með kísilmálma og raskana vegna tollastríðs. Ódýr innflutningur á ríkisstyrktum kísilmálmi frá Kína skekki verulega samkepnni. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um málefni PCC. „Fyrst og fremst að markaðirnir batni en til þess að það gerist þá þurfa stjórnvöld bæði a íslandi og ekki síður í Evrópusambandinu að stíga inn i og koma í veg fyrir, að við teljum, þennan ólöglega innflutning frá Kína, sem er kominn til vegna gríðarlegra ríkisstyrkja þar i landi. Þetta er bara ójöfn samkeppni, við viljum bara keppa á eðlilegum forsendum við samkeppnisaðila í Evrópu og annars staðar í heminum en ekki óeðlilega samkeppni, það gengur ekki til lengdar. Þetta mun hafa áhrif á fleiri í Evrópu ef ekki verður brugðist við og stigið fast niður.“ Kæra innflutning kínverskra málma Forsvarsmenn PCC hafa kært innflutning á ríkisstyrktum kínverskum málmi til fjármálaráðuneytisins en Kári kveðst bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Þá hafi nýliðinn NATO fundur einnig verið gott innlegg. „Fólk verður að skilja að þessi málmar sem við erum að framleiða og fleiri, þetta er bara mjög mikilvægt í stratigískum tilgangi fyrir álfuna sjálfa að geta verið sjálfbær, þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við fáum jákvæða niðurstöðu í þessu og getum farið að keppa á eðlilegum samkeppnisgrundvelli við aðra … ég er ákaflega bjartsýnn að þetta muni fara allt saman af stað áður en langt um líður þó það sé ólíklegt að það verði fyrr en í byrjun næsta árs.“ PCC er gríðarlega mikilvægur vinnuveitandi í öllu Norðurþingi. „Stærsti útsvarsgreiðandi á svæðinu og ákaflega stoltir af því að allir starfsmennirnir hérna eru búnir að vera hjá okkur lengi, vilja koma og starfa hjá okkur aftur og ég hef mikla trú á því að megnið af starfsmönnunum muni þreyja þorrann yfir nokkra mánuði yfir vetrartímann um leið og það er hægt.“ Norðurþing Kína Vinnumarkaður Tengdar fréttir 134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
„Það er bara ákaflega þungbært og svo vitum við í rauninni ekki hvað stöðvunin mun vara lengi. Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg fyrir samfélagið allt, Húsavík og Norðurþing ekki síst en líka bara fyrir ísland, land og þjóð,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Þegar tilkynnt var um hina tímabundnu rekstrarstöðvun í maí síðastliðnum var vísað til erfiðleika á mörkuðum með kísilmálma og raskana vegna tollastríðs. Ódýr innflutningur á ríkisstyrktum kísilmálmi frá Kína skekki verulega samkepnni. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um málefni PCC. „Fyrst og fremst að markaðirnir batni en til þess að það gerist þá þurfa stjórnvöld bæði a íslandi og ekki síður í Evrópusambandinu að stíga inn i og koma í veg fyrir, að við teljum, þennan ólöglega innflutning frá Kína, sem er kominn til vegna gríðarlegra ríkisstyrkja þar i landi. Þetta er bara ójöfn samkeppni, við viljum bara keppa á eðlilegum forsendum við samkeppnisaðila í Evrópu og annars staðar í heminum en ekki óeðlilega samkeppni, það gengur ekki til lengdar. Þetta mun hafa áhrif á fleiri í Evrópu ef ekki verður brugðist við og stigið fast niður.“ Kæra innflutning kínverskra málma Forsvarsmenn PCC hafa kært innflutning á ríkisstyrktum kínverskum málmi til fjármálaráðuneytisins en Kári kveðst bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Þá hafi nýliðinn NATO fundur einnig verið gott innlegg. „Fólk verður að skilja að þessi málmar sem við erum að framleiða og fleiri, þetta er bara mjög mikilvægt í stratigískum tilgangi fyrir álfuna sjálfa að geta verið sjálfbær, þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við fáum jákvæða niðurstöðu í þessu og getum farið að keppa á eðlilegum samkeppnisgrundvelli við aðra … ég er ákaflega bjartsýnn að þetta muni fara allt saman af stað áður en langt um líður þó það sé ólíklegt að það verði fyrr en í byrjun næsta árs.“ PCC er gríðarlega mikilvægur vinnuveitandi í öllu Norðurþingi. „Stærsti útsvarsgreiðandi á svæðinu og ákaflega stoltir af því að allir starfsmennirnir hérna eru búnir að vera hjá okkur lengi, vilja koma og starfa hjá okkur aftur og ég hef mikla trú á því að megnið af starfsmönnunum muni þreyja þorrann yfir nokkra mánuði yfir vetrartímann um leið og það er hægt.“
Norðurþing Kína Vinnumarkaður Tengdar fréttir 134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33
Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02
Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11