Tugir missa vinnuna í sumar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2025 21:00 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Sýn Forstjóri PCC á Bakka vonar að þeir tugir starfsmanna verksmiðjunnar sem missa vinnuna í sumar þreyi þorrann þar til hægt verði að hefja rekstur að nýju og ráði sig aftur til PCC. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um mál PCC. Forstjórinn segir nauðsynlegt að stemma stigu við ríkisstyrktum innflutningi á kínverskum málmi. „Það er bara ákaflega þungbært og svo vitum við í rauninni ekki hvað stöðvunin mun vara lengi. Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg fyrir samfélagið allt, Húsavík og Norðurþing ekki síst en líka bara fyrir ísland, land og þjóð,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Þegar tilkynnt var um hina tímabundnu rekstrarstöðvun í maí síðastliðnum var vísað til erfiðleika á mörkuðum með kísilmálma og raskana vegna tollastríðs. Ódýr innflutningur á ríkisstyrktum kísilmálmi frá Kína skekki verulega samkepnni. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um málefni PCC. „Fyrst og fremst að markaðirnir batni en til þess að það gerist þá þurfa stjórnvöld bæði a íslandi og ekki síður í Evrópusambandinu að stíga inn i og koma í veg fyrir, að við teljum, þennan ólöglega innflutning frá Kína, sem er kominn til vegna gríðarlegra ríkisstyrkja þar i landi. Þetta er bara ójöfn samkeppni, við viljum bara keppa á eðlilegum forsendum við samkeppnisaðila í Evrópu og annars staðar í heminum en ekki óeðlilega samkeppni, það gengur ekki til lengdar. Þetta mun hafa áhrif á fleiri í Evrópu ef ekki verður brugðist við og stigið fast niður.“ Kæra innflutning kínverskra málma Forsvarsmenn PCC hafa kært innflutning á ríkisstyrktum kínverskum málmi til fjármálaráðuneytisins en Kári kveðst bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Þá hafi nýliðinn NATO fundur einnig verið gott innlegg. „Fólk verður að skilja að þessi málmar sem við erum að framleiða og fleiri, þetta er bara mjög mikilvægt í stratigískum tilgangi fyrir álfuna sjálfa að geta verið sjálfbær, þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við fáum jákvæða niðurstöðu í þessu og getum farið að keppa á eðlilegum samkeppnisgrundvelli við aðra … ég er ákaflega bjartsýnn að þetta muni fara allt saman af stað áður en langt um líður þó það sé ólíklegt að það verði fyrr en í byrjun næsta árs.“ PCC er gríðarlega mikilvægur vinnuveitandi í öllu Norðurþingi. „Stærsti útsvarsgreiðandi á svæðinu og ákaflega stoltir af því að allir starfsmennirnir hérna eru búnir að vera hjá okkur lengi, vilja koma og starfa hjá okkur aftur og ég hef mikla trú á því að megnið af starfsmönnunum muni þreyja þorrann yfir nokkra mánuði yfir vetrartímann um leið og það er hægt.“ Norðurþing Kína Vinnumarkaður Tengdar fréttir 134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Það er bara ákaflega þungbært og svo vitum við í rauninni ekki hvað stöðvunin mun vara lengi. Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg fyrir samfélagið allt, Húsavík og Norðurþing ekki síst en líka bara fyrir ísland, land og þjóð,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Þegar tilkynnt var um hina tímabundnu rekstrarstöðvun í maí síðastliðnum var vísað til erfiðleika á mörkuðum með kísilmálma og raskana vegna tollastríðs. Ódýr innflutningur á ríkisstyrktum kísilmálmi frá Kína skekki verulega samkepnni. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um málefni PCC. „Fyrst og fremst að markaðirnir batni en til þess að það gerist þá þurfa stjórnvöld bæði a íslandi og ekki síður í Evrópusambandinu að stíga inn i og koma í veg fyrir, að við teljum, þennan ólöglega innflutning frá Kína, sem er kominn til vegna gríðarlegra ríkisstyrkja þar i landi. Þetta er bara ójöfn samkeppni, við viljum bara keppa á eðlilegum forsendum við samkeppnisaðila í Evrópu og annars staðar í heminum en ekki óeðlilega samkeppni, það gengur ekki til lengdar. Þetta mun hafa áhrif á fleiri í Evrópu ef ekki verður brugðist við og stigið fast niður.“ Kæra innflutning kínverskra málma Forsvarsmenn PCC hafa kært innflutning á ríkisstyrktum kínverskum málmi til fjármálaráðuneytisins en Kári kveðst bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Þá hafi nýliðinn NATO fundur einnig verið gott innlegg. „Fólk verður að skilja að þessi málmar sem við erum að framleiða og fleiri, þetta er bara mjög mikilvægt í stratigískum tilgangi fyrir álfuna sjálfa að geta verið sjálfbær, þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við fáum jákvæða niðurstöðu í þessu og getum farið að keppa á eðlilegum samkeppnisgrundvelli við aðra … ég er ákaflega bjartsýnn að þetta muni fara allt saman af stað áður en langt um líður þó það sé ólíklegt að það verði fyrr en í byrjun næsta árs.“ PCC er gríðarlega mikilvægur vinnuveitandi í öllu Norðurþingi. „Stærsti útsvarsgreiðandi á svæðinu og ákaflega stoltir af því að allir starfsmennirnir hérna eru búnir að vera hjá okkur lengi, vilja koma og starfa hjá okkur aftur og ég hef mikla trú á því að megnið af starfsmönnunum muni þreyja þorrann yfir nokkra mánuði yfir vetrartímann um leið og það er hægt.“
Norðurþing Kína Vinnumarkaður Tengdar fréttir 134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33
Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02
Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11