Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar 28. júní 2025 15:01 Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum, sjá https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku. Í því samhengi er áhugavert að beina sjónum að þeim verðmuni sem er á raforkuverði til stórnotenda og til almenns markaðar. Raforkumarkaður á Íslandi skiptist í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almennan markað. Á þessum mörkuðum er bæði ólíkt verðlag og mismunandi viðskiptaumhverfi. Stórnotendur nota um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi, sem er um 16 TWst á ári. Samningar á þessum markaði eru tvíhliða og eru oftast langtímasamningar í erlendri mynt. Erlend fyrirtæki sækja hingað í samninga sem tryggir þeim raforku með ákveðnum fyrirsjáanleika á raforkuverði. Í einhverjum tilvikum er raforkuverð í samningum tengt verði á hrávörum eins og áli eða verði á raforkumörkuðum eins og Nord Pool. Oftast eru þessir samningar trúnaðarmál og raforkuverð ekki gefið upp. Almennur markaður, þ.e. heimili og önnur fyrirtæki en stórnotendur, notar um 4 TWst. Á þessum markaði hefur verið útbúinn viðskiptavettvangur með raforku frá árinu 2024, með tilkomu söluvettvanga Vonarskarðs og Elmu. Landsvirkjun, ON og HS-Orka framleiða stærsta hluta raforkunnar á þessum markaði. Síðan eru níu fyrirtæki sem selja raforkuna til almennings. Umræddar lagabreytingar tengjast viðskiptum á þessum markaði. Samningar á þessum markaði eru oftast innan ársins eða til nokkurra ára, t.d. áttu sér stað viðskipti á söluvettvangi Vonarskarðs nú í júní með raforku fyrir árið 2028. Verð á almennum markaði eru hærri en verð til stórnotenda. Þrátt fyrir það virðast vinnslufyrirtæki ekki endilega sjá hag sinn í því að sinna almennum markaði. Það hefur leitt til þess að rætt hefur verið um að breyta raforkulögum þannig að almenningi verði tryggð næg raforka á sanngjörnu verði. Í núverandi raforkulögum ber enginn ábyrgð á að tryggja nægjanlega raforku til að anna eftirspurn almenna markaðarins, það er að reisa nýjar virkjanir. EFLA hefur undanfarna áratugi safnað upplýsingum um raforkuverð og gefið þær út í skýrslu, „Raforkuverð á Íslandi“. Sú nýjasta kom út í byrjun maí, sjá https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi. Þar er birt verð raforku til stórnotenda og heildsöluverð til almenns markaðar frá árinu 1969 til 2024. Á mynd 1 má sjá hlutfallslegan verðmun á milli þessara markaða. Verðmunurinn var meiri á fyrstu árum stórnotenda, mestur var hlutfallslegi munurinn um 4,7 á árinu 1975. Það þýðir að verð í heildsölu til heimila og fyrirtækja var 4,7 sinnum hærra en verð til stórnotenda árið 1975. Það hefur dregið úr þessum verðmun á undanförnum áratugum og nú er hann um það bil 1,5, það er að heildsöluverð raforku á almennum markaði er 1,5 sinnum hærra en meðalraforkuverð til stórnotenda. Minnstur var verðmunurinn á árinu 2022, þegar meðalverð á þessum mörkuðum var nánast það sama. Það skýrist af háu raforkuverði í Evrópu sem hafði þau áhrif að meðalverð til stórnotenda hækkaði verulega. Aukin samkeppni um raforkuna, bæði frá stórnotendum og almennum markaði, og takmarkað framboð af raforku ætti að hafa þau áhrif að þessi verðmunur haldi áfram að dragast saman. Þá fer að skapast grundvöllur fyrir því að stórnotendamarkaður og almennur markaður sameinist að hluta, það er að stórnotendur kaupi hluta af sinni raforkuþörf á núverandi viðskiptavettvangi. Raforkumarkaðurinn hefur verið að breytast og mun halda áfram að þróast, bæði með breytingum á lagaumhverfi og vaxandi samþættingu markaða. Í því samhengi er mikilvægt að ákvarðanataka stjórnvalda byggist á traustum gögnum og greiningum sem endurspegla raunverulega stöðu markaðarins. Mynd 1. Hlutfall = Verð raforku til almenns markaðar / Verð raforku til stórnotenda. Hlutfall reiknast á meðalverð Landsvirkjunar á verðlagi ársins 2024 með flutningskostnaði. Hér er ekki tekið tillit til dreifikostnaðar. Heimild: Ársskýrslur Landsvirkjunar og EFLA. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku. Tenglar: Skýrsla EFLU, Raforkuverð á Íslandi: https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti): https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum, sjá https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku. Í því samhengi er áhugavert að beina sjónum að þeim verðmuni sem er á raforkuverði til stórnotenda og til almenns markaðar. Raforkumarkaður á Íslandi skiptist í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almennan markað. Á þessum mörkuðum er bæði ólíkt verðlag og mismunandi viðskiptaumhverfi. Stórnotendur nota um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi, sem er um 16 TWst á ári. Samningar á þessum markaði eru tvíhliða og eru oftast langtímasamningar í erlendri mynt. Erlend fyrirtæki sækja hingað í samninga sem tryggir þeim raforku með ákveðnum fyrirsjáanleika á raforkuverði. Í einhverjum tilvikum er raforkuverð í samningum tengt verði á hrávörum eins og áli eða verði á raforkumörkuðum eins og Nord Pool. Oftast eru þessir samningar trúnaðarmál og raforkuverð ekki gefið upp. Almennur markaður, þ.e. heimili og önnur fyrirtæki en stórnotendur, notar um 4 TWst. Á þessum markaði hefur verið útbúinn viðskiptavettvangur með raforku frá árinu 2024, með tilkomu söluvettvanga Vonarskarðs og Elmu. Landsvirkjun, ON og HS-Orka framleiða stærsta hluta raforkunnar á þessum markaði. Síðan eru níu fyrirtæki sem selja raforkuna til almennings. Umræddar lagabreytingar tengjast viðskiptum á þessum markaði. Samningar á þessum markaði eru oftast innan ársins eða til nokkurra ára, t.d. áttu sér stað viðskipti á söluvettvangi Vonarskarðs nú í júní með raforku fyrir árið 2028. Verð á almennum markaði eru hærri en verð til stórnotenda. Þrátt fyrir það virðast vinnslufyrirtæki ekki endilega sjá hag sinn í því að sinna almennum markaði. Það hefur leitt til þess að rætt hefur verið um að breyta raforkulögum þannig að almenningi verði tryggð næg raforka á sanngjörnu verði. Í núverandi raforkulögum ber enginn ábyrgð á að tryggja nægjanlega raforku til að anna eftirspurn almenna markaðarins, það er að reisa nýjar virkjanir. EFLA hefur undanfarna áratugi safnað upplýsingum um raforkuverð og gefið þær út í skýrslu, „Raforkuverð á Íslandi“. Sú nýjasta kom út í byrjun maí, sjá https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi. Þar er birt verð raforku til stórnotenda og heildsöluverð til almenns markaðar frá árinu 1969 til 2024. Á mynd 1 má sjá hlutfallslegan verðmun á milli þessara markaða. Verðmunurinn var meiri á fyrstu árum stórnotenda, mestur var hlutfallslegi munurinn um 4,7 á árinu 1975. Það þýðir að verð í heildsölu til heimila og fyrirtækja var 4,7 sinnum hærra en verð til stórnotenda árið 1975. Það hefur dregið úr þessum verðmun á undanförnum áratugum og nú er hann um það bil 1,5, það er að heildsöluverð raforku á almennum markaði er 1,5 sinnum hærra en meðalraforkuverð til stórnotenda. Minnstur var verðmunurinn á árinu 2022, þegar meðalverð á þessum mörkuðum var nánast það sama. Það skýrist af háu raforkuverði í Evrópu sem hafði þau áhrif að meðalverð til stórnotenda hækkaði verulega. Aukin samkeppni um raforkuna, bæði frá stórnotendum og almennum markaði, og takmarkað framboð af raforku ætti að hafa þau áhrif að þessi verðmunur haldi áfram að dragast saman. Þá fer að skapast grundvöllur fyrir því að stórnotendamarkaður og almennur markaður sameinist að hluta, það er að stórnotendur kaupi hluta af sinni raforkuþörf á núverandi viðskiptavettvangi. Raforkumarkaðurinn hefur verið að breytast og mun halda áfram að þróast, bæði með breytingum á lagaumhverfi og vaxandi samþættingu markaða. Í því samhengi er mikilvægt að ákvarðanataka stjórnvalda byggist á traustum gögnum og greiningum sem endurspegla raunverulega stöðu markaðarins. Mynd 1. Hlutfall = Verð raforku til almenns markaðar / Verð raforku til stórnotenda. Hlutfall reiknast á meðalverð Landsvirkjunar á verðlagi ársins 2024 með flutningskostnaði. Hér er ekki tekið tillit til dreifikostnaðar. Heimild: Ársskýrslur Landsvirkjunar og EFLA. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku. Tenglar: Skýrsla EFLU, Raforkuverð á Íslandi: https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti): https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar