Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar 28. júní 2025 15:01 Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum, sjá https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku. Í því samhengi er áhugavert að beina sjónum að þeim verðmuni sem er á raforkuverði til stórnotenda og til almenns markaðar. Raforkumarkaður á Íslandi skiptist í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almennan markað. Á þessum mörkuðum er bæði ólíkt verðlag og mismunandi viðskiptaumhverfi. Stórnotendur nota um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi, sem er um 16 TWst á ári. Samningar á þessum markaði eru tvíhliða og eru oftast langtímasamningar í erlendri mynt. Erlend fyrirtæki sækja hingað í samninga sem tryggir þeim raforku með ákveðnum fyrirsjáanleika á raforkuverði. Í einhverjum tilvikum er raforkuverð í samningum tengt verði á hrávörum eins og áli eða verði á raforkumörkuðum eins og Nord Pool. Oftast eru þessir samningar trúnaðarmál og raforkuverð ekki gefið upp. Almennur markaður, þ.e. heimili og önnur fyrirtæki en stórnotendur, notar um 4 TWst. Á þessum markaði hefur verið útbúinn viðskiptavettvangur með raforku frá árinu 2024, með tilkomu söluvettvanga Vonarskarðs og Elmu. Landsvirkjun, ON og HS-Orka framleiða stærsta hluta raforkunnar á þessum markaði. Síðan eru níu fyrirtæki sem selja raforkuna til almennings. Umræddar lagabreytingar tengjast viðskiptum á þessum markaði. Samningar á þessum markaði eru oftast innan ársins eða til nokkurra ára, t.d. áttu sér stað viðskipti á söluvettvangi Vonarskarðs nú í júní með raforku fyrir árið 2028. Verð á almennum markaði eru hærri en verð til stórnotenda. Þrátt fyrir það virðast vinnslufyrirtæki ekki endilega sjá hag sinn í því að sinna almennum markaði. Það hefur leitt til þess að rætt hefur verið um að breyta raforkulögum þannig að almenningi verði tryggð næg raforka á sanngjörnu verði. Í núverandi raforkulögum ber enginn ábyrgð á að tryggja nægjanlega raforku til að anna eftirspurn almenna markaðarins, það er að reisa nýjar virkjanir. EFLA hefur undanfarna áratugi safnað upplýsingum um raforkuverð og gefið þær út í skýrslu, „Raforkuverð á Íslandi“. Sú nýjasta kom út í byrjun maí, sjá https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi. Þar er birt verð raforku til stórnotenda og heildsöluverð til almenns markaðar frá árinu 1969 til 2024. Á mynd 1 má sjá hlutfallslegan verðmun á milli þessara markaða. Verðmunurinn var meiri á fyrstu árum stórnotenda, mestur var hlutfallslegi munurinn um 4,7 á árinu 1975. Það þýðir að verð í heildsölu til heimila og fyrirtækja var 4,7 sinnum hærra en verð til stórnotenda árið 1975. Það hefur dregið úr þessum verðmun á undanförnum áratugum og nú er hann um það bil 1,5, það er að heildsöluverð raforku á almennum markaði er 1,5 sinnum hærra en meðalraforkuverð til stórnotenda. Minnstur var verðmunurinn á árinu 2022, þegar meðalverð á þessum mörkuðum var nánast það sama. Það skýrist af háu raforkuverði í Evrópu sem hafði þau áhrif að meðalverð til stórnotenda hækkaði verulega. Aukin samkeppni um raforkuna, bæði frá stórnotendum og almennum markaði, og takmarkað framboð af raforku ætti að hafa þau áhrif að þessi verðmunur haldi áfram að dragast saman. Þá fer að skapast grundvöllur fyrir því að stórnotendamarkaður og almennur markaður sameinist að hluta, það er að stórnotendur kaupi hluta af sinni raforkuþörf á núverandi viðskiptavettvangi. Raforkumarkaðurinn hefur verið að breytast og mun halda áfram að þróast, bæði með breytingum á lagaumhverfi og vaxandi samþættingu markaða. Í því samhengi er mikilvægt að ákvarðanataka stjórnvalda byggist á traustum gögnum og greiningum sem endurspegla raunverulega stöðu markaðarins. Mynd 1. Hlutfall = Verð raforku til almenns markaðar / Verð raforku til stórnotenda. Hlutfall reiknast á meðalverð Landsvirkjunar á verðlagi ársins 2024 með flutningskostnaði. Hér er ekki tekið tillit til dreifikostnaðar. Heimild: Ársskýrslur Landsvirkjunar og EFLA. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku. Tenglar: Skýrsla EFLU, Raforkuverð á Íslandi: https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti): https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum, sjá https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku. Í því samhengi er áhugavert að beina sjónum að þeim verðmuni sem er á raforkuverði til stórnotenda og til almenns markaðar. Raforkumarkaður á Íslandi skiptist í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almennan markað. Á þessum mörkuðum er bæði ólíkt verðlag og mismunandi viðskiptaumhverfi. Stórnotendur nota um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi, sem er um 16 TWst á ári. Samningar á þessum markaði eru tvíhliða og eru oftast langtímasamningar í erlendri mynt. Erlend fyrirtæki sækja hingað í samninga sem tryggir þeim raforku með ákveðnum fyrirsjáanleika á raforkuverði. Í einhverjum tilvikum er raforkuverð í samningum tengt verði á hrávörum eins og áli eða verði á raforkumörkuðum eins og Nord Pool. Oftast eru þessir samningar trúnaðarmál og raforkuverð ekki gefið upp. Almennur markaður, þ.e. heimili og önnur fyrirtæki en stórnotendur, notar um 4 TWst. Á þessum markaði hefur verið útbúinn viðskiptavettvangur með raforku frá árinu 2024, með tilkomu söluvettvanga Vonarskarðs og Elmu. Landsvirkjun, ON og HS-Orka framleiða stærsta hluta raforkunnar á þessum markaði. Síðan eru níu fyrirtæki sem selja raforkuna til almennings. Umræddar lagabreytingar tengjast viðskiptum á þessum markaði. Samningar á þessum markaði eru oftast innan ársins eða til nokkurra ára, t.d. áttu sér stað viðskipti á söluvettvangi Vonarskarðs nú í júní með raforku fyrir árið 2028. Verð á almennum markaði eru hærri en verð til stórnotenda. Þrátt fyrir það virðast vinnslufyrirtæki ekki endilega sjá hag sinn í því að sinna almennum markaði. Það hefur leitt til þess að rætt hefur verið um að breyta raforkulögum þannig að almenningi verði tryggð næg raforka á sanngjörnu verði. Í núverandi raforkulögum ber enginn ábyrgð á að tryggja nægjanlega raforku til að anna eftirspurn almenna markaðarins, það er að reisa nýjar virkjanir. EFLA hefur undanfarna áratugi safnað upplýsingum um raforkuverð og gefið þær út í skýrslu, „Raforkuverð á Íslandi“. Sú nýjasta kom út í byrjun maí, sjá https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi. Þar er birt verð raforku til stórnotenda og heildsöluverð til almenns markaðar frá árinu 1969 til 2024. Á mynd 1 má sjá hlutfallslegan verðmun á milli þessara markaða. Verðmunurinn var meiri á fyrstu árum stórnotenda, mestur var hlutfallslegi munurinn um 4,7 á árinu 1975. Það þýðir að verð í heildsölu til heimila og fyrirtækja var 4,7 sinnum hærra en verð til stórnotenda árið 1975. Það hefur dregið úr þessum verðmun á undanförnum áratugum og nú er hann um það bil 1,5, það er að heildsöluverð raforku á almennum markaði er 1,5 sinnum hærra en meðalraforkuverð til stórnotenda. Minnstur var verðmunurinn á árinu 2022, þegar meðalverð á þessum mörkuðum var nánast það sama. Það skýrist af háu raforkuverði í Evrópu sem hafði þau áhrif að meðalverð til stórnotenda hækkaði verulega. Aukin samkeppni um raforkuna, bæði frá stórnotendum og almennum markaði, og takmarkað framboð af raforku ætti að hafa þau áhrif að þessi verðmunur haldi áfram að dragast saman. Þá fer að skapast grundvöllur fyrir því að stórnotendamarkaður og almennur markaður sameinist að hluta, það er að stórnotendur kaupi hluta af sinni raforkuþörf á núverandi viðskiptavettvangi. Raforkumarkaðurinn hefur verið að breytast og mun halda áfram að þróast, bæði með breytingum á lagaumhverfi og vaxandi samþættingu markaða. Í því samhengi er mikilvægt að ákvarðanataka stjórnvalda byggist á traustum gögnum og greiningum sem endurspegla raunverulega stöðu markaðarins. Mynd 1. Hlutfall = Verð raforku til almenns markaðar / Verð raforku til stórnotenda. Hlutfall reiknast á meðalverð Landsvirkjunar á verðlagi ársins 2024 með flutningskostnaði. Hér er ekki tekið tillit til dreifikostnaðar. Heimild: Ársskýrslur Landsvirkjunar og EFLA. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku. Tenglar: Skýrsla EFLU, Raforkuverð á Íslandi: https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti): https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun