Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 28. júní 2025 08:15 Námsmat grunnskólanemenda hefur verið mjög í umræðunni á liðnum misserum. Það er mikilvægt að ræða menntun barnanna okkar. Við viljum öll að börnin njóti sín í skólastarfi og nái árangri. Framundan er algjör bylting í námsmati. Loksins verður í boði samræmt námsmat þannig að hægt er að fylgjast með námsárangri og námsframvindu nemenda milli skólaára. Slíkt samræmt námsmat hefur aldrei áður staðið íslenskum skólum til boða í þeim mæli sem hér um ræðir. Þetta er því grundvallarbreyting á því hvernig við styðjum við nám barna og kennslu kennara. Í lok þessa skólaárs voru lögð tilraunapróf í hverjum bekk frá 4. og upp í 10. bekk. 7 stærðfræðipróf og 7 próf í lesskilningi. Í úrtakinu voru um 7000 börn í 26 skólum. Þessi tilraunapróf tókust afar vel. Á næsta ári munu því ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref í námsmati íslenskra barna og markar, má segja, upphafs nýs tímabils í skólastarfi á Íslandi. Nú verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast reglubundið með námsframvindu hvers barns með vönduðum matstækjum og kennarar geta því betur mætt námslegum þörfum nemanda. Þessi próf eru hluti af Matsferil sem er heildstætt námsmatskerfi með stöðu- og framvinduprófum auk skimunarprófa. Matsferillinn mun þannig styðja við daglegt starf kennara og veita þeim yfirsýn yfir námslega stöðu nemenda. Matsferill byggir á traustum og fræðilegum grunni og hefur verið unninn í víðtæku samráði við skólasamfélagið. Aldrei áður hefur verið unnið eins umfangsmikið samræmt og heildstætt kerfi sem gefur yfirsýn yfir námsframvindu barna og því eru þessi nýju verkfæri gríðarlega mikilvæg bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Einnig veita niðurstöður Matsferils skólastjórnendum og skólayfirvöldum gríðarlega mikilvæga innsýn í þróun menntunar sem svo nýtist til umbóta og markvissrar stefnumótunar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með því hvernig Matsferill muni styðja við framþróun og auka gæði menntunar enn frekar þannig að öll börn fái tækifæri til að vaxa og dafna í námi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Námsmat grunnskólanemenda hefur verið mjög í umræðunni á liðnum misserum. Það er mikilvægt að ræða menntun barnanna okkar. Við viljum öll að börnin njóti sín í skólastarfi og nái árangri. Framundan er algjör bylting í námsmati. Loksins verður í boði samræmt námsmat þannig að hægt er að fylgjast með námsárangri og námsframvindu nemenda milli skólaára. Slíkt samræmt námsmat hefur aldrei áður staðið íslenskum skólum til boða í þeim mæli sem hér um ræðir. Þetta er því grundvallarbreyting á því hvernig við styðjum við nám barna og kennslu kennara. Í lok þessa skólaárs voru lögð tilraunapróf í hverjum bekk frá 4. og upp í 10. bekk. 7 stærðfræðipróf og 7 próf í lesskilningi. Í úrtakinu voru um 7000 börn í 26 skólum. Þessi tilraunapróf tókust afar vel. Á næsta ári munu því ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref í námsmati íslenskra barna og markar, má segja, upphafs nýs tímabils í skólastarfi á Íslandi. Nú verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast reglubundið með námsframvindu hvers barns með vönduðum matstækjum og kennarar geta því betur mætt námslegum þörfum nemanda. Þessi próf eru hluti af Matsferil sem er heildstætt námsmatskerfi með stöðu- og framvinduprófum auk skimunarprófa. Matsferillinn mun þannig styðja við daglegt starf kennara og veita þeim yfirsýn yfir námslega stöðu nemenda. Matsferill byggir á traustum og fræðilegum grunni og hefur verið unninn í víðtæku samráði við skólasamfélagið. Aldrei áður hefur verið unnið eins umfangsmikið samræmt og heildstætt kerfi sem gefur yfirsýn yfir námsframvindu barna og því eru þessi nýju verkfæri gríðarlega mikilvæg bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Einnig veita niðurstöður Matsferils skólastjórnendum og skólayfirvöldum gríðarlega mikilvæga innsýn í þróun menntunar sem svo nýtist til umbóta og markvissrar stefnumótunar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með því hvernig Matsferill muni styðja við framþróun og auka gæði menntunar enn frekar þannig að öll börn fái tækifæri til að vaxa og dafna í námi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun