Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar 28. júní 2025 08:31 Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“ Það má velta því fyrir sér á hvaða lagagrundvelli þessi yfirlýsing byggir. Ekki er vísað í neina lagaheimild eða undanþáguheimild. Þetta virðist einfaldlega lýsing á verklagi: við gerum þetta ekki – punktur. En má það? Samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ber að greiða dráttarvexti þegar skuld er ekki greidd á gjalddaga og krafa hefur verið sett fram. Þessi skylda nær einnig til viðskipta milli fyrirtækja og opinberra aðila. Sveitarfélög eru ekki undanþegin. Það sem gerir þetta alvarlegra er að lítil fyrirtæki og sjálfstæðir verktakar sem vinna fyrir sveitarfélagið hafa ekki kost á sambærilegu “úrræði”. Þau geta ekki ákveðið einhliða að sleppa dráttavöxtum, seinka greiðslum eða víkja frá skyldum sínum gagnvart hinu opinbera. Ef fyrirtæki eða einyrki greiðir útsvar of seint, þá reiknast dagsektir og dráttarvextir sjálfkrafa – án miskunnar. Ef fyrirtæki skilar ekki virðisaukaskatti á réttum tíma, fylgja lagalegar afleiðingar. En þegar sveitarfélag greiðir of seint – þá „borgar það ekki vexti“. Það er erfitt að kalla slíkt annað en misræmi í leikreglum. Enn alvarlegra er þó að þeir sem verða fyrir þessu – t.d smærri verktakar, þjónustuaðilar og birgjar – treysta sér oft ekki til að mótmæla. Þeir lifa í þeirri óskráðu óvissu að það að krefjast vaxta, eða jafnvel einungis minna á eindaga, geti valdið því að þeir verði ekki teknir inn í næsta verkefni eða næstu verðkönnun. Þeir þegja – ekki vegna samkomulags, heldur af ótta við að missa tekjustoð sem þeir treysta á. Þetta bendir jafnframt til annars dýpri vanda: að lausafjárstýring sveitarfélagsins sé veik. Þegar reikningar dragast, þegar engar verklagsreglur tryggja jafnræði og þegar afsökunin er einfaldlega „þannig gerum við þetta“, þá er ekki um að ræða ábyrga fjármálastjórnun heldur kerfisbundinn ójöfnuð. Það á vissulega að vera metnaður sveitarfélagsins að greiða ekki dráttarvexti en sá metnaður á að birtast í skilvirku innkaupaferli, markvissri lausafjárstýringu og ábyrgri fjármálastjórn. Það er ekki metnaður að neita að greiða lögbundna vexti – heldur að forðast þá með því að greiða reikninga á réttum tíma. Ef opinberir aðilar hafa áður haft einhverja hefð um að sleppa vöxtum þá ætti sá tími að ljúka núna. Það sem á að gilda fyrir litla aðila, á líka að gilda fyrir stóra – og það á sérstaklega að gilda fyrir þá sem stjórna! Við stöndum því frammi fyrir eðlilegri spurningu sem sveitarfélagið verður að svara: Er sveitarfélag sem lýsir því yfir að það greiði ekki dráttarvexti að brjóta lög? Og ef það er ekki að brjóta lög – hvað getur sá sem á kröfu á sveitarfélagið treyst á í reynd? Höfundur er framkvæmdastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Rekstur hins opinbera Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“ Það má velta því fyrir sér á hvaða lagagrundvelli þessi yfirlýsing byggir. Ekki er vísað í neina lagaheimild eða undanþáguheimild. Þetta virðist einfaldlega lýsing á verklagi: við gerum þetta ekki – punktur. En má það? Samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ber að greiða dráttarvexti þegar skuld er ekki greidd á gjalddaga og krafa hefur verið sett fram. Þessi skylda nær einnig til viðskipta milli fyrirtækja og opinberra aðila. Sveitarfélög eru ekki undanþegin. Það sem gerir þetta alvarlegra er að lítil fyrirtæki og sjálfstæðir verktakar sem vinna fyrir sveitarfélagið hafa ekki kost á sambærilegu “úrræði”. Þau geta ekki ákveðið einhliða að sleppa dráttavöxtum, seinka greiðslum eða víkja frá skyldum sínum gagnvart hinu opinbera. Ef fyrirtæki eða einyrki greiðir útsvar of seint, þá reiknast dagsektir og dráttarvextir sjálfkrafa – án miskunnar. Ef fyrirtæki skilar ekki virðisaukaskatti á réttum tíma, fylgja lagalegar afleiðingar. En þegar sveitarfélag greiðir of seint – þá „borgar það ekki vexti“. Það er erfitt að kalla slíkt annað en misræmi í leikreglum. Enn alvarlegra er þó að þeir sem verða fyrir þessu – t.d smærri verktakar, þjónustuaðilar og birgjar – treysta sér oft ekki til að mótmæla. Þeir lifa í þeirri óskráðu óvissu að það að krefjast vaxta, eða jafnvel einungis minna á eindaga, geti valdið því að þeir verði ekki teknir inn í næsta verkefni eða næstu verðkönnun. Þeir þegja – ekki vegna samkomulags, heldur af ótta við að missa tekjustoð sem þeir treysta á. Þetta bendir jafnframt til annars dýpri vanda: að lausafjárstýring sveitarfélagsins sé veik. Þegar reikningar dragast, þegar engar verklagsreglur tryggja jafnræði og þegar afsökunin er einfaldlega „þannig gerum við þetta“, þá er ekki um að ræða ábyrga fjármálastjórnun heldur kerfisbundinn ójöfnuð. Það á vissulega að vera metnaður sveitarfélagsins að greiða ekki dráttarvexti en sá metnaður á að birtast í skilvirku innkaupaferli, markvissri lausafjárstýringu og ábyrgri fjármálastjórn. Það er ekki metnaður að neita að greiða lögbundna vexti – heldur að forðast þá með því að greiða reikninga á réttum tíma. Ef opinberir aðilar hafa áður haft einhverja hefð um að sleppa vöxtum þá ætti sá tími að ljúka núna. Það sem á að gilda fyrir litla aðila, á líka að gilda fyrir stóra – og það á sérstaklega að gilda fyrir þá sem stjórna! Við stöndum því frammi fyrir eðlilegri spurningu sem sveitarfélagið verður að svara: Er sveitarfélag sem lýsir því yfir að það greiði ekki dráttarvexti að brjóta lög? Og ef það er ekki að brjóta lög – hvað getur sá sem á kröfu á sveitarfélagið treyst á í reynd? Höfundur er framkvæmdastjóri
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar