Týndu hermennirnir okkar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 25. júní 2025 10:31 Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Ísland hefur því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga sem hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála. Ég tel það veikleika. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð berum við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. innan NATO, og stöndum frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu. Þekking og reynsla einstaklinga sem hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja getur verið dýrmæt – hvort sem er í stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir. Ég hef lengi talað fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda. En til að Ísland geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá. Sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi. Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Öryggis- og varnarmál Hernaður Íslendingar erlendis Alþingi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Ísland hefur því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga sem hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála. Ég tel það veikleika. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð berum við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. innan NATO, og stöndum frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu. Þekking og reynsla einstaklinga sem hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja getur verið dýrmæt – hvort sem er í stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir. Ég hef lengi talað fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda. En til að Ísland geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá. Sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi. Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun