Gerist þetta aftur á morgun? Ísak Hilmarsson skrifar 25. júní 2025 10:02 Ég veit þið kannski trúið því ekki en ég lenti í þessu í IKEA af öllum stöðum! Ég var þar með fjölskyldunni og alls ekki undirbúinn fyrir þetta, en það er nú yfirleitt þannig þegar þetta gerist. Þetta kemur öllum í opna skjöldu í hvert sinn. Við vorum nýbúin að setjast á veitingastaðnum, búin að koma okkur vel fyrir og tilbúin að byrja að borða. Þá gerist það algjörlega upp úr þurru! Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir. Ég bað börnin um að sitja kyrr og sagði konunni minni að ég myndi bjarga þessu. Þau stóðu sig mjög vel í þessum aðstæðum og ég er þakklátur fyrir það. Mér tókst að græja þetta bara nokkuð snyrtilega fannst mér. Eftir að ég hafði náð tökum á aðstæðunum leit ég í kringum mig og sá dæmandi augnaráðið frá fólki úr öllum áttum. Ég sagði börnunum strax að allt væri í lagi og að þetta komi fyrir besta fólk. Einhvern veginn er þetta samt alveg ferlegt feimnismál í okkar samfélagi. Ég ætla ekki að leyna því að ég var smá tíma að ná mér alveg niður eftir atvikið. Ég get líka alveg viðurkennt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta hefur hent mig í lífinu. Þrátt fyrir það var þetta ekkert þægilegra í IKEA fyrir framan svona mikið af fólki. Ég þekki konu sem lenti í nákvæmlega sama atviki í fermingarveislu um daginn. Það var ekkert betra fyrir hana. Fólk stóð og horfði hneykslað á og aðstoðaði ekkert, í mesta lagi var henni rétt ein servíetta. Konugreyið tilheyrði ekki nánustu ættingjum í fermingunni og átti erfitt með sig alla veisluna, auðvitað hrædd um að lenda aftur í þessu og þá með tilheyrandi meiri vandræðalegheitum og óþarfa athygli. Við hana vil ég bara segja: Þú ert ekki ein. Mörg sem horfa upp á svona atvik eru dauðfegin að þetta hafi ekki komið fyrir þau sjálf. Önnur láta eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni og hvað þá að þau hafi lent í þessu. Ég veit um mörg börn sem hafa lent í þessu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum frá foreldrum og ömmum og öfum. Í langflestum tilfellum er þetta samt algjörlega óvart. Yngsta barnið sem ég man eftir var sennilega í kringum 12 mánaða aldurinn þegar það lenti í þessu. Og það er einmitt það sem þessi pistill fjallar um. Viðbrögðin frá fólki þegar einhver hellir niður. Strangheiðarleg niðurhelling án nokkurs brotavilja. Skiptir ekki máli hvort það er kaffi, djús eða vatn. Ég hef séð fjöldann allan af fólki bregðast við niðurhellingu á alveg stórkostlega skrýtinn hátt. Öskrað á börn og þeim sagt að vanda sig betur þegar hellt er í glös. Ég hef meira að segja séð matarboð breytast eftir að gestkomandi hellti hressilega niður og það var nákvæmlega ekkert sem breyttist annað en að hálft ódýrt rauðvínsglas fór í dúkinn. Konan mín hefur hjálpað mér mikið í að bregðast við þegar einhver hellir niður. Ég er mjög þakklátur fyrir það því einu sinni var ég á þessum stað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þegar börnin mín helltu niður. Ég datt í einhvern skammargír og sama hvað ég sagði við þau þá gat þetta allt eins komið fyrir aftur í næstu máltíð. Ég hvet ykkur því kæru lesendur að reyna að hemja ykkur næst þegar þig verðið vitni að því að einhver hellir niður. Eins bið ég ykkur um að vera sérstaklega tillitsöm þegar börn eiga í hlut, þau eru bara að æfa sig og reyna að bjarga sér með því að hella sjálf. Það getur alveg hjálpað til að ota servíettu að þeim sem í þessu óhappi lendir frekar en að bjóða eingöngu upp á dæmandi augnaráðið. Höfundur er þriggja barna faðir með áhuga á fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ég veit þið kannski trúið því ekki en ég lenti í þessu í IKEA af öllum stöðum! Ég var þar með fjölskyldunni og alls ekki undirbúinn fyrir þetta, en það er nú yfirleitt þannig þegar þetta gerist. Þetta kemur öllum í opna skjöldu í hvert sinn. Við vorum nýbúin að setjast á veitingastaðnum, búin að koma okkur vel fyrir og tilbúin að byrja að borða. Þá gerist það algjörlega upp úr þurru! Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir. Ég bað börnin um að sitja kyrr og sagði konunni minni að ég myndi bjarga þessu. Þau stóðu sig mjög vel í þessum aðstæðum og ég er þakklátur fyrir það. Mér tókst að græja þetta bara nokkuð snyrtilega fannst mér. Eftir að ég hafði náð tökum á aðstæðunum leit ég í kringum mig og sá dæmandi augnaráðið frá fólki úr öllum áttum. Ég sagði börnunum strax að allt væri í lagi og að þetta komi fyrir besta fólk. Einhvern veginn er þetta samt alveg ferlegt feimnismál í okkar samfélagi. Ég ætla ekki að leyna því að ég var smá tíma að ná mér alveg niður eftir atvikið. Ég get líka alveg viðurkennt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta hefur hent mig í lífinu. Þrátt fyrir það var þetta ekkert þægilegra í IKEA fyrir framan svona mikið af fólki. Ég þekki konu sem lenti í nákvæmlega sama atviki í fermingarveislu um daginn. Það var ekkert betra fyrir hana. Fólk stóð og horfði hneykslað á og aðstoðaði ekkert, í mesta lagi var henni rétt ein servíetta. Konugreyið tilheyrði ekki nánustu ættingjum í fermingunni og átti erfitt með sig alla veisluna, auðvitað hrædd um að lenda aftur í þessu og þá með tilheyrandi meiri vandræðalegheitum og óþarfa athygli. Við hana vil ég bara segja: Þú ert ekki ein. Mörg sem horfa upp á svona atvik eru dauðfegin að þetta hafi ekki komið fyrir þau sjálf. Önnur láta eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni og hvað þá að þau hafi lent í þessu. Ég veit um mörg börn sem hafa lent í þessu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum frá foreldrum og ömmum og öfum. Í langflestum tilfellum er þetta samt algjörlega óvart. Yngsta barnið sem ég man eftir var sennilega í kringum 12 mánaða aldurinn þegar það lenti í þessu. Og það er einmitt það sem þessi pistill fjallar um. Viðbrögðin frá fólki þegar einhver hellir niður. Strangheiðarleg niðurhelling án nokkurs brotavilja. Skiptir ekki máli hvort það er kaffi, djús eða vatn. Ég hef séð fjöldann allan af fólki bregðast við niðurhellingu á alveg stórkostlega skrýtinn hátt. Öskrað á börn og þeim sagt að vanda sig betur þegar hellt er í glös. Ég hef meira að segja séð matarboð breytast eftir að gestkomandi hellti hressilega niður og það var nákvæmlega ekkert sem breyttist annað en að hálft ódýrt rauðvínsglas fór í dúkinn. Konan mín hefur hjálpað mér mikið í að bregðast við þegar einhver hellir niður. Ég er mjög þakklátur fyrir það því einu sinni var ég á þessum stað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þegar börnin mín helltu niður. Ég datt í einhvern skammargír og sama hvað ég sagði við þau þá gat þetta allt eins komið fyrir aftur í næstu máltíð. Ég hvet ykkur því kæru lesendur að reyna að hemja ykkur næst þegar þig verðið vitni að því að einhver hellir niður. Eins bið ég ykkur um að vera sérstaklega tillitsöm þegar börn eiga í hlut, þau eru bara að æfa sig og reyna að bjarga sér með því að hella sjálf. Það getur alveg hjálpað til að ota servíettu að þeim sem í þessu óhappi lendir frekar en að bjóða eingöngu upp á dæmandi augnaráðið. Höfundur er þriggja barna faðir með áhuga á fólki.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun