Gerist þetta aftur á morgun? Ísak Hilmarsson skrifar 25. júní 2025 10:02 Ég veit þið kannski trúið því ekki en ég lenti í þessu í IKEA af öllum stöðum! Ég var þar með fjölskyldunni og alls ekki undirbúinn fyrir þetta, en það er nú yfirleitt þannig þegar þetta gerist. Þetta kemur öllum í opna skjöldu í hvert sinn. Við vorum nýbúin að setjast á veitingastaðnum, búin að koma okkur vel fyrir og tilbúin að byrja að borða. Þá gerist það algjörlega upp úr þurru! Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir. Ég bað börnin um að sitja kyrr og sagði konunni minni að ég myndi bjarga þessu. Þau stóðu sig mjög vel í þessum aðstæðum og ég er þakklátur fyrir það. Mér tókst að græja þetta bara nokkuð snyrtilega fannst mér. Eftir að ég hafði náð tökum á aðstæðunum leit ég í kringum mig og sá dæmandi augnaráðið frá fólki úr öllum áttum. Ég sagði börnunum strax að allt væri í lagi og að þetta komi fyrir besta fólk. Einhvern veginn er þetta samt alveg ferlegt feimnismál í okkar samfélagi. Ég ætla ekki að leyna því að ég var smá tíma að ná mér alveg niður eftir atvikið. Ég get líka alveg viðurkennt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta hefur hent mig í lífinu. Þrátt fyrir það var þetta ekkert þægilegra í IKEA fyrir framan svona mikið af fólki. Ég þekki konu sem lenti í nákvæmlega sama atviki í fermingarveislu um daginn. Það var ekkert betra fyrir hana. Fólk stóð og horfði hneykslað á og aðstoðaði ekkert, í mesta lagi var henni rétt ein servíetta. Konugreyið tilheyrði ekki nánustu ættingjum í fermingunni og átti erfitt með sig alla veisluna, auðvitað hrædd um að lenda aftur í þessu og þá með tilheyrandi meiri vandræðalegheitum og óþarfa athygli. Við hana vil ég bara segja: Þú ert ekki ein. Mörg sem horfa upp á svona atvik eru dauðfegin að þetta hafi ekki komið fyrir þau sjálf. Önnur láta eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni og hvað þá að þau hafi lent í þessu. Ég veit um mörg börn sem hafa lent í þessu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum frá foreldrum og ömmum og öfum. Í langflestum tilfellum er þetta samt algjörlega óvart. Yngsta barnið sem ég man eftir var sennilega í kringum 12 mánaða aldurinn þegar það lenti í þessu. Og það er einmitt það sem þessi pistill fjallar um. Viðbrögðin frá fólki þegar einhver hellir niður. Strangheiðarleg niðurhelling án nokkurs brotavilja. Skiptir ekki máli hvort það er kaffi, djús eða vatn. Ég hef séð fjöldann allan af fólki bregðast við niðurhellingu á alveg stórkostlega skrýtinn hátt. Öskrað á börn og þeim sagt að vanda sig betur þegar hellt er í glös. Ég hef meira að segja séð matarboð breytast eftir að gestkomandi hellti hressilega niður og það var nákvæmlega ekkert sem breyttist annað en að hálft ódýrt rauðvínsglas fór í dúkinn. Konan mín hefur hjálpað mér mikið í að bregðast við þegar einhver hellir niður. Ég er mjög þakklátur fyrir það því einu sinni var ég á þessum stað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þegar börnin mín helltu niður. Ég datt í einhvern skammargír og sama hvað ég sagði við þau þá gat þetta allt eins komið fyrir aftur í næstu máltíð. Ég hvet ykkur því kæru lesendur að reyna að hemja ykkur næst þegar þig verðið vitni að því að einhver hellir niður. Eins bið ég ykkur um að vera sérstaklega tillitsöm þegar börn eiga í hlut, þau eru bara að æfa sig og reyna að bjarga sér með því að hella sjálf. Það getur alveg hjálpað til að ota servíettu að þeim sem í þessu óhappi lendir frekar en að bjóða eingöngu upp á dæmandi augnaráðið. Höfundur er þriggja barna faðir með áhuga á fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég veit þið kannski trúið því ekki en ég lenti í þessu í IKEA af öllum stöðum! Ég var þar með fjölskyldunni og alls ekki undirbúinn fyrir þetta, en það er nú yfirleitt þannig þegar þetta gerist. Þetta kemur öllum í opna skjöldu í hvert sinn. Við vorum nýbúin að setjast á veitingastaðnum, búin að koma okkur vel fyrir og tilbúin að byrja að borða. Þá gerist það algjörlega upp úr þurru! Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir. Ég bað börnin um að sitja kyrr og sagði konunni minni að ég myndi bjarga þessu. Þau stóðu sig mjög vel í þessum aðstæðum og ég er þakklátur fyrir það. Mér tókst að græja þetta bara nokkuð snyrtilega fannst mér. Eftir að ég hafði náð tökum á aðstæðunum leit ég í kringum mig og sá dæmandi augnaráðið frá fólki úr öllum áttum. Ég sagði börnunum strax að allt væri í lagi og að þetta komi fyrir besta fólk. Einhvern veginn er þetta samt alveg ferlegt feimnismál í okkar samfélagi. Ég ætla ekki að leyna því að ég var smá tíma að ná mér alveg niður eftir atvikið. Ég get líka alveg viðurkennt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta hefur hent mig í lífinu. Þrátt fyrir það var þetta ekkert þægilegra í IKEA fyrir framan svona mikið af fólki. Ég þekki konu sem lenti í nákvæmlega sama atviki í fermingarveislu um daginn. Það var ekkert betra fyrir hana. Fólk stóð og horfði hneykslað á og aðstoðaði ekkert, í mesta lagi var henni rétt ein servíetta. Konugreyið tilheyrði ekki nánustu ættingjum í fermingunni og átti erfitt með sig alla veisluna, auðvitað hrædd um að lenda aftur í þessu og þá með tilheyrandi meiri vandræðalegheitum og óþarfa athygli. Við hana vil ég bara segja: Þú ert ekki ein. Mörg sem horfa upp á svona atvik eru dauðfegin að þetta hafi ekki komið fyrir þau sjálf. Önnur láta eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni og hvað þá að þau hafi lent í þessu. Ég veit um mörg börn sem hafa lent í þessu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum frá foreldrum og ömmum og öfum. Í langflestum tilfellum er þetta samt algjörlega óvart. Yngsta barnið sem ég man eftir var sennilega í kringum 12 mánaða aldurinn þegar það lenti í þessu. Og það er einmitt það sem þessi pistill fjallar um. Viðbrögðin frá fólki þegar einhver hellir niður. Strangheiðarleg niðurhelling án nokkurs brotavilja. Skiptir ekki máli hvort það er kaffi, djús eða vatn. Ég hef séð fjöldann allan af fólki bregðast við niðurhellingu á alveg stórkostlega skrýtinn hátt. Öskrað á börn og þeim sagt að vanda sig betur þegar hellt er í glös. Ég hef meira að segja séð matarboð breytast eftir að gestkomandi hellti hressilega niður og það var nákvæmlega ekkert sem breyttist annað en að hálft ódýrt rauðvínsglas fór í dúkinn. Konan mín hefur hjálpað mér mikið í að bregðast við þegar einhver hellir niður. Ég er mjög þakklátur fyrir það því einu sinni var ég á þessum stað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þegar börnin mín helltu niður. Ég datt í einhvern skammargír og sama hvað ég sagði við þau þá gat þetta allt eins komið fyrir aftur í næstu máltíð. Ég hvet ykkur því kæru lesendur að reyna að hemja ykkur næst þegar þig verðið vitni að því að einhver hellir niður. Eins bið ég ykkur um að vera sérstaklega tillitsöm þegar börn eiga í hlut, þau eru bara að æfa sig og reyna að bjarga sér með því að hella sjálf. Það getur alveg hjálpað til að ota servíettu að þeim sem í þessu óhappi lendir frekar en að bjóða eingöngu upp á dæmandi augnaráðið. Höfundur er þriggja barna faðir með áhuga á fólki.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar