„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júní 2025 13:41 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegarráðherra sakar stjórnarandstöðuna um málþóf í umræðu um veiðigjöld. Hún er þó bjartsýn á að það takist að afgreiða málið á þingi í sumar. Vísir Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan þrjú. Stóra málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld. Önnur umræða um frumvarpið hófst á miðvikudaginn og hélt áfram þar til á laugardag. Þetta er því fimmti þingfundurinn þar sem önnur umræða um frumvarpið fer fram og eru tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar á mælendaskrá í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd hafa lagt fram frávísunartillögur. Stjórnarandstaðan beiti málþófi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svarar aðspurð að ekkert sé hæft í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Þessar frávísunartillögur eru bara hluti af þessum málþófi sem er í gangi hjá minnihlutaflokkunum þremur og beinist gegn leiðréttingu veiðigjalda en hefur því miður áhrif á fjölda annarra mála líka,“ segir Hanna Katrín. Í texta með frumvarpinu kemur fram að þar séu lagðar til breytingar á lögum um veiðigjald, með það að markmiði að breyta viðmiði aflaverðmætis fyrir tiltekna nytjastofna sjávar þannig að viðmið í reiknistofni veiðigjalds endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Þá séu með frumvarpinu lagðar til breytingar á frítekjumarki álagningar hvers árs hjá gjaldskyldum aðilum til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og botnfisksútgerðir sem ekki reka vinnslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín telur hins vegar nægan tíma til að ljúka aðra umræðu um málið á þingi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það takist að ljúka annarri umræðu í sumar. En það er alveg ljóst að þetta er mjög vel skipulagt málþóf hjá minnihlutanum sem hefur lýst því yfir á þinginu og í fjölmiðlum að hann ætli að stöðva þessa leiðréttingu. Það er nú svo að það er góður meirihluti á þinginu fyrir þessu máli og við munum halda þessu til streitu. Sumarið er ekki langt komið. Tíminn er nægur. Það eru fordæmi fyrir því að þing fari inn í júlí eða að það sé gert hlé og haldið áfram með mál í ágúst. Vonandi eru uppbyggileg samtöl í gangi milli þingflokksformanna stjórnar- og stjórnarandstöðu. Ég held að flestir sjái að það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu,“ segir hún. Forseta að ákveða hvort 71. grein verði notuð Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum RÚV í lok maí að ríkisstjórnin gæti samþykkt að ljúka málþófi stjórnarandstöðunnar og ganga til atkvæða um mál samkvæmt annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga. Greininni var síðast beitt fyrir 66 árum. „Það væri í höndunum á forseta Alþingis. Það eru ekki fordæmi fyrir því að þessari grein væri beitt. Mér þætti miður ef fulltrúar meiri- og minnihluta geta ekki klárað málið á annan hátt. Ég get líka sagt það að það er fráleitt að hægt sé að stöðva starfsemi þingsins með svona málþófi eins og virðist vera í pípunum,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan þrjú. Stóra málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld. Önnur umræða um frumvarpið hófst á miðvikudaginn og hélt áfram þar til á laugardag. Þetta er því fimmti þingfundurinn þar sem önnur umræða um frumvarpið fer fram og eru tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar á mælendaskrá í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd hafa lagt fram frávísunartillögur. Stjórnarandstaðan beiti málþófi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svarar aðspurð að ekkert sé hæft í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Þessar frávísunartillögur eru bara hluti af þessum málþófi sem er í gangi hjá minnihlutaflokkunum þremur og beinist gegn leiðréttingu veiðigjalda en hefur því miður áhrif á fjölda annarra mála líka,“ segir Hanna Katrín. Í texta með frumvarpinu kemur fram að þar séu lagðar til breytingar á lögum um veiðigjald, með það að markmiði að breyta viðmiði aflaverðmætis fyrir tiltekna nytjastofna sjávar þannig að viðmið í reiknistofni veiðigjalds endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Þá séu með frumvarpinu lagðar til breytingar á frítekjumarki álagningar hvers árs hjá gjaldskyldum aðilum til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og botnfisksútgerðir sem ekki reka vinnslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín telur hins vegar nægan tíma til að ljúka aðra umræðu um málið á þingi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það takist að ljúka annarri umræðu í sumar. En það er alveg ljóst að þetta er mjög vel skipulagt málþóf hjá minnihlutanum sem hefur lýst því yfir á þinginu og í fjölmiðlum að hann ætli að stöðva þessa leiðréttingu. Það er nú svo að það er góður meirihluti á þinginu fyrir þessu máli og við munum halda þessu til streitu. Sumarið er ekki langt komið. Tíminn er nægur. Það eru fordæmi fyrir því að þing fari inn í júlí eða að það sé gert hlé og haldið áfram með mál í ágúst. Vonandi eru uppbyggileg samtöl í gangi milli þingflokksformanna stjórnar- og stjórnarandstöðu. Ég held að flestir sjái að það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu,“ segir hún. Forseta að ákveða hvort 71. grein verði notuð Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum RÚV í lok maí að ríkisstjórnin gæti samþykkt að ljúka málþófi stjórnarandstöðunnar og ganga til atkvæða um mál samkvæmt annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga. Greininni var síðast beitt fyrir 66 árum. „Það væri í höndunum á forseta Alþingis. Það eru ekki fordæmi fyrir því að þessari grein væri beitt. Mér þætti miður ef fulltrúar meiri- og minnihluta geta ekki klárað málið á annan hátt. Ég get líka sagt það að það er fráleitt að hægt sé að stöðva starfsemi þingsins með svona málþófi eins og virðist vera í pípunum,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira