Álftapar með fjóra unga við Hótel Rangá vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júní 2025 20:03 Friðrik Pálsson, stoltur hótelstjóri og eigandi Hótels Rangá bendir hér á hvar hólminn er við hótelið þar sem fuglarnir eru með ungana sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Álftaparið Hallgerður og Gunnar, sem hefur komið sér fyrir í hólma við Hótel Rangá vekja þar mikla athygli gesta en parið er komið með fjóra unga, sem klökustu út í nótt. Öllum heilsast vel. Friðrik Pálsson, hótelstjóri var með afastrákana sína í heimsókn í dag á hótelinu og notaði þá tækifæri til að sýna þeim fuglana en hólminn þeirra er rétt við hótelið og virðist parið ekkert láta trufla sig. „Þetta ævintýri með þetta svanapar er búið að standa í margar vikur og þeir voru lengi að koma sér fyrir í þessum hólma og síðan höfum við fylgst með þeim frá degi til dags. Í gærkvöldi var allt í ró og næði en svo í morgun þegar við fórum að stjá voru komnir fjórir ungar,“ segir Friðrik kampakátur. Tveir af ungunum fjórum í hólmanum við hótelið í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Friðrik segir að það fari mjög vel um ungana, þeim líði greinilega vel hjá foreldrum sínum í hólmanum. „Ég man aldrei eftir því, ég er nú bóndasonur og var innan um fugla allt mitt líf að við höfum fengið hreiður, Svanahreiður svona nærri mannabústöðum, ég bara veit ekki til þess,“ segir Friðrik. En hvað segja gestir hótelsins? „Þeir eiga ekki orð, þeim finnst þetta yndislega skemmtilegt, sem það er að fylgjast svona með lífinu í beinni útsendingu er bara einstakt,“ segir Friðrik. Gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir af álftaparinu í hólmanum með unganga sína fjóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um beina útsendingu, álftaparið og ungarnir þeirra eru nú í beinni útsendingu á YouTube þar sem hægt er að fylgjast með þeim allan sólarhringinn í hólmanum „Þetta eru svo glæsilegir dýr þessir svanir. Þetta eru fallegustu fuglar, sem þú sérð og svo eru þeir svo stórir, þetta eru meiriháttar skepnur,“ segir Friðrik að lokum. Hér er hægt að fylgjast með parinu og ungunum þeirra í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Barnabörn Friðriks, bræðurnir Þorvaldur Kort, fjögurra ára (t.v.) og Friðrik Jochum, sex ára, Lárussynir eru duglegir að fara með afa sínum og skoða álftaparið og ungana þeirra þegar þeir koma í heimsókn á hótelið en þeir búa í Garðabæ með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Fuglar Ferðaþjónusta Dýr Hótel á Íslandi Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Friðrik Pálsson, hótelstjóri var með afastrákana sína í heimsókn í dag á hótelinu og notaði þá tækifæri til að sýna þeim fuglana en hólminn þeirra er rétt við hótelið og virðist parið ekkert láta trufla sig. „Þetta ævintýri með þetta svanapar er búið að standa í margar vikur og þeir voru lengi að koma sér fyrir í þessum hólma og síðan höfum við fylgst með þeim frá degi til dags. Í gærkvöldi var allt í ró og næði en svo í morgun þegar við fórum að stjá voru komnir fjórir ungar,“ segir Friðrik kampakátur. Tveir af ungunum fjórum í hólmanum við hótelið í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Friðrik segir að það fari mjög vel um ungana, þeim líði greinilega vel hjá foreldrum sínum í hólmanum. „Ég man aldrei eftir því, ég er nú bóndasonur og var innan um fugla allt mitt líf að við höfum fengið hreiður, Svanahreiður svona nærri mannabústöðum, ég bara veit ekki til þess,“ segir Friðrik. En hvað segja gestir hótelsins? „Þeir eiga ekki orð, þeim finnst þetta yndislega skemmtilegt, sem það er að fylgjast svona með lífinu í beinni útsendingu er bara einstakt,“ segir Friðrik. Gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir af álftaparinu í hólmanum með unganga sína fjóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um beina útsendingu, álftaparið og ungarnir þeirra eru nú í beinni útsendingu á YouTube þar sem hægt er að fylgjast með þeim allan sólarhringinn í hólmanum „Þetta eru svo glæsilegir dýr þessir svanir. Þetta eru fallegustu fuglar, sem þú sérð og svo eru þeir svo stórir, þetta eru meiriháttar skepnur,“ segir Friðrik að lokum. Hér er hægt að fylgjast með parinu og ungunum þeirra í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Barnabörn Friðriks, bræðurnir Þorvaldur Kort, fjögurra ára (t.v.) og Friðrik Jochum, sex ára, Lárussynir eru duglegir að fara með afa sínum og skoða álftaparið og ungana þeirra þegar þeir koma í heimsókn á hótelið en þeir búa í Garðabæ með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Fuglar Ferðaþjónusta Dýr Hótel á Íslandi Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira