Álftapar með fjóra unga við Hótel Rangá vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júní 2025 20:03 Friðrik Pálsson, stoltur hótelstjóri og eigandi Hótels Rangá bendir hér á hvar hólminn er við hótelið þar sem fuglarnir eru með ungana sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Álftaparið Hallgerður og Gunnar, sem hefur komið sér fyrir í hólma við Hótel Rangá vekja þar mikla athygli gesta en parið er komið með fjóra unga, sem klökustu út í nótt. Öllum heilsast vel. Friðrik Pálsson, hótelstjóri var með afastrákana sína í heimsókn í dag á hótelinu og notaði þá tækifæri til að sýna þeim fuglana en hólminn þeirra er rétt við hótelið og virðist parið ekkert láta trufla sig. „Þetta ævintýri með þetta svanapar er búið að standa í margar vikur og þeir voru lengi að koma sér fyrir í þessum hólma og síðan höfum við fylgst með þeim frá degi til dags. Í gærkvöldi var allt í ró og næði en svo í morgun þegar við fórum að stjá voru komnir fjórir ungar,“ segir Friðrik kampakátur. Tveir af ungunum fjórum í hólmanum við hótelið í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Friðrik segir að það fari mjög vel um ungana, þeim líði greinilega vel hjá foreldrum sínum í hólmanum. „Ég man aldrei eftir því, ég er nú bóndasonur og var innan um fugla allt mitt líf að við höfum fengið hreiður, Svanahreiður svona nærri mannabústöðum, ég bara veit ekki til þess,“ segir Friðrik. En hvað segja gestir hótelsins? „Þeir eiga ekki orð, þeim finnst þetta yndislega skemmtilegt, sem það er að fylgjast svona með lífinu í beinni útsendingu er bara einstakt,“ segir Friðrik. Gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir af álftaparinu í hólmanum með unganga sína fjóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um beina útsendingu, álftaparið og ungarnir þeirra eru nú í beinni útsendingu á YouTube þar sem hægt er að fylgjast með þeim allan sólarhringinn í hólmanum „Þetta eru svo glæsilegir dýr þessir svanir. Þetta eru fallegustu fuglar, sem þú sérð og svo eru þeir svo stórir, þetta eru meiriháttar skepnur,“ segir Friðrik að lokum. Hér er hægt að fylgjast með parinu og ungunum þeirra í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Barnabörn Friðriks, bræðurnir Þorvaldur Kort, fjögurra ára (t.v.) og Friðrik Jochum, sex ára, Lárussynir eru duglegir að fara með afa sínum og skoða álftaparið og ungana þeirra þegar þeir koma í heimsókn á hótelið en þeir búa í Garðabæ með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Fuglar Ferðaþjónusta Dýr Hótel á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Friðrik Pálsson, hótelstjóri var með afastrákana sína í heimsókn í dag á hótelinu og notaði þá tækifæri til að sýna þeim fuglana en hólminn þeirra er rétt við hótelið og virðist parið ekkert láta trufla sig. „Þetta ævintýri með þetta svanapar er búið að standa í margar vikur og þeir voru lengi að koma sér fyrir í þessum hólma og síðan höfum við fylgst með þeim frá degi til dags. Í gærkvöldi var allt í ró og næði en svo í morgun þegar við fórum að stjá voru komnir fjórir ungar,“ segir Friðrik kampakátur. Tveir af ungunum fjórum í hólmanum við hótelið í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Friðrik segir að það fari mjög vel um ungana, þeim líði greinilega vel hjá foreldrum sínum í hólmanum. „Ég man aldrei eftir því, ég er nú bóndasonur og var innan um fugla allt mitt líf að við höfum fengið hreiður, Svanahreiður svona nærri mannabústöðum, ég bara veit ekki til þess,“ segir Friðrik. En hvað segja gestir hótelsins? „Þeir eiga ekki orð, þeim finnst þetta yndislega skemmtilegt, sem það er að fylgjast svona með lífinu í beinni útsendingu er bara einstakt,“ segir Friðrik. Gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir af álftaparinu í hólmanum með unganga sína fjóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um beina útsendingu, álftaparið og ungarnir þeirra eru nú í beinni útsendingu á YouTube þar sem hægt er að fylgjast með þeim allan sólarhringinn í hólmanum „Þetta eru svo glæsilegir dýr þessir svanir. Þetta eru fallegustu fuglar, sem þú sérð og svo eru þeir svo stórir, þetta eru meiriháttar skepnur,“ segir Friðrik að lokum. Hér er hægt að fylgjast með parinu og ungunum þeirra í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Barnabörn Friðriks, bræðurnir Þorvaldur Kort, fjögurra ára (t.v.) og Friðrik Jochum, sex ára, Lárussynir eru duglegir að fara með afa sínum og skoða álftaparið og ungana þeirra þegar þeir koma í heimsókn á hótelið en þeir búa í Garðabæ með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Fuglar Ferðaþjónusta Dýr Hótel á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira