Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2025 14:31 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Vísir/Anton Brink Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. Ársskýrsla íslensku netöryggissveitarinnar CERT-IS fyrir árið 2024 er komin út en þar kemur meðal annars fram að tæplega fjögur þúsund og tvö hundruð mál hafi komið inn á borð sveitarinnar og voru gerðar átta gagnagíslatökuárásir, meðal annars á háskóla, fjölmiðil og upplýsingatæknifyrirtæki. Þá kemur fram í skýrslunni að erlendir ógnarhópar sem Bandaríkin hafa bendlað við kínversk stjórnvöld og stunda njósnir tengdar mikilvægum innviðum auk hugverkastuldi hafi athafnað sig á Íslandi. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri CERT-IS segir um að ræða ógn sem beri að taka alvarlega. Hegða sér öðruvísi „Þeir hegða sér aðeins öðruvísi en þessir hefðbundnu netglæpahópar, þegar ég tala um hefðbundna netglæpahópa eru þeir fyrst og fremst að leitast við að ná fjárhagslegum ávinningi út úr þessum árásum en þessir hópar skera sig úr af því að þeir eru oft mjög tæknilega færir,“ segir Guðmundur. Þeir séu oft mjög vel fjármagnaðir. „Og oft talað um að þeir vinni beint eða að minnsta kosti óbeint fyrir erlend ríki og hafa því ekki að markmiði endilega að vera að komast yfir peninga en eru að stunda njósnir, njósnir um stefnumótun, um stjórnvöld og mjög kræfir í svokölluðum iðnaðarnjósnum þar sem þeir eru hreinlega bara að reyna að komast yfir iðnaðarupplýsingar og brjótast inn í fyrirtæki og stela hönnunargögnum og fleira.“ Þrír slíkir hópar eru nefndir í ársskýrslunni og sögð tengsl þeirra á milli. Salt Typhoon sem sagður er ráðast aðallega á netbúnað fjarskiptafyrirtækja þar sem hann kemur fyrir bakdyrum og stundar þannig njósnir um mikilvæga innviði, Volt Typhoon sem ráðist gegn mikilvægum innviðum og sækist þar eftir hugverkum og svo að lokum Silk Typhoon. Sá hópur ráðist á birgðakeðjur, steli aðgangslyklum og aðgangsorðum hjá skýjaþjónustufyrirtækjum og færi sig þaðan inn í umhverfi viðskiptavina þeirra. Guðmundur segir að netöryggissveitin eigi í góðu alþjóðlegu samstarfi, þá sérstaklega við kollega á Norðurlöndum til þess að bregðast við. Hóparnir láti lítið fyrir sér fara. „Við erum ekki ein í þessu, við erum búin að stórauka samstarf okkar sérstaka við erlendar systurstofnanir og það er stóraukið samstarf milli hins opinbera og einkageirans í þessu og þannig verður alltaf auðveldara og auðveldara að vinna saman og grípa þessar ógnir og bregðast við þeim hraðar heldur en var gert áður.“ Netglæpir Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Ársskýrsla íslensku netöryggissveitarinnar CERT-IS fyrir árið 2024 er komin út en þar kemur meðal annars fram að tæplega fjögur þúsund og tvö hundruð mál hafi komið inn á borð sveitarinnar og voru gerðar átta gagnagíslatökuárásir, meðal annars á háskóla, fjölmiðil og upplýsingatæknifyrirtæki. Þá kemur fram í skýrslunni að erlendir ógnarhópar sem Bandaríkin hafa bendlað við kínversk stjórnvöld og stunda njósnir tengdar mikilvægum innviðum auk hugverkastuldi hafi athafnað sig á Íslandi. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri CERT-IS segir um að ræða ógn sem beri að taka alvarlega. Hegða sér öðruvísi „Þeir hegða sér aðeins öðruvísi en þessir hefðbundnu netglæpahópar, þegar ég tala um hefðbundna netglæpahópa eru þeir fyrst og fremst að leitast við að ná fjárhagslegum ávinningi út úr þessum árásum en þessir hópar skera sig úr af því að þeir eru oft mjög tæknilega færir,“ segir Guðmundur. Þeir séu oft mjög vel fjármagnaðir. „Og oft talað um að þeir vinni beint eða að minnsta kosti óbeint fyrir erlend ríki og hafa því ekki að markmiði endilega að vera að komast yfir peninga en eru að stunda njósnir, njósnir um stefnumótun, um stjórnvöld og mjög kræfir í svokölluðum iðnaðarnjósnum þar sem þeir eru hreinlega bara að reyna að komast yfir iðnaðarupplýsingar og brjótast inn í fyrirtæki og stela hönnunargögnum og fleira.“ Þrír slíkir hópar eru nefndir í ársskýrslunni og sögð tengsl þeirra á milli. Salt Typhoon sem sagður er ráðast aðallega á netbúnað fjarskiptafyrirtækja þar sem hann kemur fyrir bakdyrum og stundar þannig njósnir um mikilvæga innviði, Volt Typhoon sem ráðist gegn mikilvægum innviðum og sækist þar eftir hugverkum og svo að lokum Silk Typhoon. Sá hópur ráðist á birgðakeðjur, steli aðgangslyklum og aðgangsorðum hjá skýjaþjónustufyrirtækjum og færi sig þaðan inn í umhverfi viðskiptavina þeirra. Guðmundur segir að netöryggissveitin eigi í góðu alþjóðlegu samstarfi, þá sérstaklega við kollega á Norðurlöndum til þess að bregðast við. Hóparnir láti lítið fyrir sér fara. „Við erum ekki ein í þessu, við erum búin að stórauka samstarf okkar sérstaka við erlendar systurstofnanir og það er stóraukið samstarf milli hins opinbera og einkageirans í þessu og þannig verður alltaf auðveldara og auðveldara að vinna saman og grípa þessar ógnir og bregðast við þeim hraðar heldur en var gert áður.“
Netglæpir Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira