„Jákvæð viðbrögð“ um veiðigjaldið? Heimir Örn Árnason skrifar 21. júní 2025 12:00 Þann 18. júní hélt Eydís Ásbjörnsdóttur, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, því fram á Alþingi að stjórnarliðar hefðu fengið „jákvæð viðbrögð“ sveitarstjórnarfólks um land allt við tvöföldun veiðigjalda og hvatti stjórnarandstöðuna til að „tala við sitt fólk“. Við – kjörnir fulltrúar í stærstu sjávarútvegssveitarfélögum kjördæmisins hennar – erum einmitt „fólkið“ sem þingmaðurinn á að hafa talað við. Umsagnir okkar og kollega um þetta sama frumvarp segjast hins vegar annað: Hvað sögðu sveitarfélögin í raun? Sveitarfélag Tilvitnun úr umsögn Akureyrarbær Hækkunin „grefur undan fjárfestingu og stöðugleika í atvinnulífi bæjarins.“ Norðurþing Varar við verulegri tekjuáhættu og „óþolandi misræmi“ þar sem stærstur hluti hækkunarinnar lendir á kjördæminu. Langanesbyggð Bendir á að gjöldin „geta grafið undan byggðafestu“ þar sem sjávarútvegur standi undir grunni sveitarfélagsins. Vopnafjarðarhreppur Telur frumvarpið setja „hagsmuni samfélagsins í uppnám“ með skertum fjárfestingartækifærum og færri störfum. Fjarðabyggð Bæjarráð „mótmælir harðlega“ að hækkunin bitni einkum „á landsbyggðinni“. Vestmannaeyjabær „Óásættanlegt að leggja fram tvöföldun veiðigjalda án mats á áhrifum á sveitarfélög; getur orðið gífurlegt högg.“ Vesturbyggð Varar við að gjaldið verði „of íþyngjandi fyrir smærri útgerðir“ og krefst skýrra svara um hvernig innheimtan nýtist byggðunum. Ísafjarðarbær Hækkunin sé „bein ógn við byggðafestu“ á Vestfjörðum. Bolungarvíkurkaupstaður Hefur „áhyggjur af aukinni gjaldtöku og mögulegri samþjöppun“ sem leiði til fækkunar starfa og minni samfélagsþátttöku. Snæfellsbær Telur gjaldið „kæfa nýsköpun og áform um fjölgun starfa.“ Suðurnesjabær Varar við „skaðlegum áhrifum á lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki.“ Akraneskaupstaður Kallar eftir áhrifamati; „Óvissa skapar fyrirtækjum erfiðleika… stöðugleiki í starfsumhverfi sjávarútvegs skiptir verulega miklu máli.“ Dalvíkurbyggð Segir með ólíkindum að hækkunin sé talin áhrifalítil; vísar til þess að sjávarútvegur standi undir 34% launa í sveitarfélaginu. Grindavíkurbær Minnir á náttúruhamfarir og varar við að hækkunin bæti 400m.kr. á útgerðir sem þegar glími við fordæmalausar áskoranir. Þetta minnir lítið á „jákvæð“ viðbrögð – nema orðið hafi skipt um merkingu. Hún hafði þetta rétt… árið 2018 Þann 2. nóvember 2018, sem formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, undirritaði Eydís bókun sem taldi 10 % aukaálag á uppsjávarútgerðir „ósanngjarnan landsbyggðarskatt“ sem gengi beint á sveitarfélög með öflugan sjávarútveg. Sömu rök heyrist nú – en nú kallar hún viðbrögðin „jákvæð“. Allt einn misskilningur Að lýsa ofangreindum umsögnum sem „jákvæðum viðbrögðum“ eru einfaldlega alger öfugmæli. Sami þingmaður hefur líka lýst ánægju með breytingar á strandveiðikerfinu sem færa kvóta frá Norðaustur‑ til Norðvesturkjördæmis. Allt grefur þetta undan núverandi kerfi sem skapar atvinnu og verðmæti í kjördæminu og sjávarútvegi um allt land. Kerfi sem skapar byggðafestu og veitir heilsársstörf. Ég hvet Alþingi til að hlusta á málefnalegar athugasemdir sveitarfélaganna áður en lokaniðurstaða er fest á blað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, formaður bæjarráðs á Akureyri og stjórnarmaður í Samtökum sjávarútvegsfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Heimir Örn Árnason Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 18. júní hélt Eydís Ásbjörnsdóttur, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, því fram á Alþingi að stjórnarliðar hefðu fengið „jákvæð viðbrögð“ sveitarstjórnarfólks um land allt við tvöföldun veiðigjalda og hvatti stjórnarandstöðuna til að „tala við sitt fólk“. Við – kjörnir fulltrúar í stærstu sjávarútvegssveitarfélögum kjördæmisins hennar – erum einmitt „fólkið“ sem þingmaðurinn á að hafa talað við. Umsagnir okkar og kollega um þetta sama frumvarp segjast hins vegar annað: Hvað sögðu sveitarfélögin í raun? Sveitarfélag Tilvitnun úr umsögn Akureyrarbær Hækkunin „grefur undan fjárfestingu og stöðugleika í atvinnulífi bæjarins.“ Norðurþing Varar við verulegri tekjuáhættu og „óþolandi misræmi“ þar sem stærstur hluti hækkunarinnar lendir á kjördæminu. Langanesbyggð Bendir á að gjöldin „geta grafið undan byggðafestu“ þar sem sjávarútvegur standi undir grunni sveitarfélagsins. Vopnafjarðarhreppur Telur frumvarpið setja „hagsmuni samfélagsins í uppnám“ með skertum fjárfestingartækifærum og færri störfum. Fjarðabyggð Bæjarráð „mótmælir harðlega“ að hækkunin bitni einkum „á landsbyggðinni“. Vestmannaeyjabær „Óásættanlegt að leggja fram tvöföldun veiðigjalda án mats á áhrifum á sveitarfélög; getur orðið gífurlegt högg.“ Vesturbyggð Varar við að gjaldið verði „of íþyngjandi fyrir smærri útgerðir“ og krefst skýrra svara um hvernig innheimtan nýtist byggðunum. Ísafjarðarbær Hækkunin sé „bein ógn við byggðafestu“ á Vestfjörðum. Bolungarvíkurkaupstaður Hefur „áhyggjur af aukinni gjaldtöku og mögulegri samþjöppun“ sem leiði til fækkunar starfa og minni samfélagsþátttöku. Snæfellsbær Telur gjaldið „kæfa nýsköpun og áform um fjölgun starfa.“ Suðurnesjabær Varar við „skaðlegum áhrifum á lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki.“ Akraneskaupstaður Kallar eftir áhrifamati; „Óvissa skapar fyrirtækjum erfiðleika… stöðugleiki í starfsumhverfi sjávarútvegs skiptir verulega miklu máli.“ Dalvíkurbyggð Segir með ólíkindum að hækkunin sé talin áhrifalítil; vísar til þess að sjávarútvegur standi undir 34% launa í sveitarfélaginu. Grindavíkurbær Minnir á náttúruhamfarir og varar við að hækkunin bæti 400m.kr. á útgerðir sem þegar glími við fordæmalausar áskoranir. Þetta minnir lítið á „jákvæð“ viðbrögð – nema orðið hafi skipt um merkingu. Hún hafði þetta rétt… árið 2018 Þann 2. nóvember 2018, sem formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, undirritaði Eydís bókun sem taldi 10 % aukaálag á uppsjávarútgerðir „ósanngjarnan landsbyggðarskatt“ sem gengi beint á sveitarfélög með öflugan sjávarútveg. Sömu rök heyrist nú – en nú kallar hún viðbrögðin „jákvæð“. Allt einn misskilningur Að lýsa ofangreindum umsögnum sem „jákvæðum viðbrögðum“ eru einfaldlega alger öfugmæli. Sami þingmaður hefur líka lýst ánægju með breytingar á strandveiðikerfinu sem færa kvóta frá Norðaustur‑ til Norðvesturkjördæmis. Allt grefur þetta undan núverandi kerfi sem skapar atvinnu og verðmæti í kjördæminu og sjávarútvegi um allt land. Kerfi sem skapar byggðafestu og veitir heilsársstörf. Ég hvet Alþingi til að hlusta á málefnalegar athugasemdir sveitarfélaganna áður en lokaniðurstaða er fest á blað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, formaður bæjarráðs á Akureyri og stjórnarmaður í Samtökum sjávarútvegsfélaga.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun