Arnar missti af ræsingu en vann: „Ha? Eru þau farin?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2025 12:31 Arnar Pétursson kemur fyrstur í mark í hálfmaraþoni í Miðnæturhlaupi Suzuki 2025. ÍBR „Það sem að maður lendir ekki í, í þessum hlaupum…“ segir Arnar Pétursson, hlauparinn magnaði sem náði að vinna hálfmaraþon Miðnæturhlaups Suzuki í gærkvöld þrátt fyrir að missa af ræsingunni. Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:11:54 klukkustund en flögutími hans, sem sagt tíminn frá því að hann fór yfir rásmarkið og þar til hann kom í endamarkið, var tæpum tveimur mínútum betri. Það er vegna þess að allir voru farnir af stað þegar Arnar mætti í rásmarkið. Hann lýsti því í myndbandi á Instagram, sem sjá má hér að neðan, hvernig hann hefði „lent í algjöru kaosi“ þegar hann mætti í röðina til að sækja númerið sitt fyrir hlaupið. Klippa: Arnar í algjöru kaosi fyrir Miðnæturhlaupið „Ég hélt að röðin hlyti að styttast rétt fyrir hlaup og maður gæti gripið númerið sitt. Ég kom svo þarna fimm mínútur í start en það var enn röð. Ég talaði þarna við starfsmann sem græjaði númerið fyrir mig. Það gekk eitthvað brösuglega en svo loksins fékk ég númerið, skellti því á bringuna og hélt ég væri að ná startinu. Kem niður að starthliði en þá eru allir farnir og ég heyri bara að það sé verið að starta 10 kílómetra hlaupinu. Ég var bara: „Ha? Eru þau farin?““ Ógeðslega skemmtilegt að þurfa að ná öllum Arnar segist hafa hugsað um það í sekúndubrot hvort hann nennti virkilega að fara af stað, án þess að vita hve langt væri í aðra keppendur og án þess að vita hversu sterk samkeppnin væri enda fjöldi erlendra keppenda að taka þátt sem hann þekkti ekki til. „En ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti tekið þetta sem góða æfingu. Negldi bara af stað og byrjaði að taka fram úr öllum. Ég var bara í hálfgerðu móki en það er ógeðslega skemmtilegt mindset að þurfa að ná fólki. Það endaði með að ég náði fremsta manni eftir rúma fimm kílómetra og átti þokkalega gott hlaup,“ sagði Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. Hann tekur með sér reynslu úr hlaupinu í gær en mælir ekkert sérstaklega með því að hlauparar fari of seint af stað. „Góð æfing en ég mæli ekki með að missa af startinu. Þú ferð í ákveðið „panic mode“ en það kveikir líka á geggjaðri keppnispeppun.“ Hlaup Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Sjá meira
Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:11:54 klukkustund en flögutími hans, sem sagt tíminn frá því að hann fór yfir rásmarkið og þar til hann kom í endamarkið, var tæpum tveimur mínútum betri. Það er vegna þess að allir voru farnir af stað þegar Arnar mætti í rásmarkið. Hann lýsti því í myndbandi á Instagram, sem sjá má hér að neðan, hvernig hann hefði „lent í algjöru kaosi“ þegar hann mætti í röðina til að sækja númerið sitt fyrir hlaupið. Klippa: Arnar í algjöru kaosi fyrir Miðnæturhlaupið „Ég hélt að röðin hlyti að styttast rétt fyrir hlaup og maður gæti gripið númerið sitt. Ég kom svo þarna fimm mínútur í start en það var enn röð. Ég talaði þarna við starfsmann sem græjaði númerið fyrir mig. Það gekk eitthvað brösuglega en svo loksins fékk ég númerið, skellti því á bringuna og hélt ég væri að ná startinu. Kem niður að starthliði en þá eru allir farnir og ég heyri bara að það sé verið að starta 10 kílómetra hlaupinu. Ég var bara: „Ha? Eru þau farin?““ Ógeðslega skemmtilegt að þurfa að ná öllum Arnar segist hafa hugsað um það í sekúndubrot hvort hann nennti virkilega að fara af stað, án þess að vita hve langt væri í aðra keppendur og án þess að vita hversu sterk samkeppnin væri enda fjöldi erlendra keppenda að taka þátt sem hann þekkti ekki til. „En ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti tekið þetta sem góða æfingu. Negldi bara af stað og byrjaði að taka fram úr öllum. Ég var bara í hálfgerðu móki en það er ógeðslega skemmtilegt mindset að þurfa að ná fólki. Það endaði með að ég náði fremsta manni eftir rúma fimm kílómetra og átti þokkalega gott hlaup,“ sagði Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. Hann tekur með sér reynslu úr hlaupinu í gær en mælir ekkert sérstaklega með því að hlauparar fari of seint af stað. „Góð æfing en ég mæli ekki með að missa af startinu. Þú ferð í ákveðið „panic mode“ en það kveikir líka á geggjaðri keppnispeppun.“
Hlaup Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Sjá meira