Arnar missti af ræsingu en vann: „Ha? Eru þau farin?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2025 12:31 Arnar Pétursson kemur fyrstur í mark í hálfmaraþoni í Miðnæturhlaupi Suzuki 2025. ÍBR „Það sem að maður lendir ekki í, í þessum hlaupum…“ segir Arnar Pétursson, hlauparinn magnaði sem náði að vinna hálfmaraþon Miðnæturhlaups Suzuki í gærkvöld þrátt fyrir að missa af ræsingunni. Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:11:54 klukkustund en flögutími hans, sem sagt tíminn frá því að hann fór yfir rásmarkið og þar til hann kom í endamarkið, var tæpum tveimur mínútum betri. Það er vegna þess að allir voru farnir af stað þegar Arnar mætti í rásmarkið. Hann lýsti því í myndbandi á Instagram, sem sjá má hér að neðan, hvernig hann hefði „lent í algjöru kaosi“ þegar hann mætti í röðina til að sækja númerið sitt fyrir hlaupið. Klippa: Arnar í algjöru kaosi fyrir Miðnæturhlaupið „Ég hélt að röðin hlyti að styttast rétt fyrir hlaup og maður gæti gripið númerið sitt. Ég kom svo þarna fimm mínútur í start en það var enn röð. Ég talaði þarna við starfsmann sem græjaði númerið fyrir mig. Það gekk eitthvað brösuglega en svo loksins fékk ég númerið, skellti því á bringuna og hélt ég væri að ná startinu. Kem niður að starthliði en þá eru allir farnir og ég heyri bara að það sé verið að starta 10 kílómetra hlaupinu. Ég var bara: „Ha? Eru þau farin?““ Ógeðslega skemmtilegt að þurfa að ná öllum Arnar segist hafa hugsað um það í sekúndubrot hvort hann nennti virkilega að fara af stað, án þess að vita hve langt væri í aðra keppendur og án þess að vita hversu sterk samkeppnin væri enda fjöldi erlendra keppenda að taka þátt sem hann þekkti ekki til. „En ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti tekið þetta sem góða æfingu. Negldi bara af stað og byrjaði að taka fram úr öllum. Ég var bara í hálfgerðu móki en það er ógeðslega skemmtilegt mindset að þurfa að ná fólki. Það endaði með að ég náði fremsta manni eftir rúma fimm kílómetra og átti þokkalega gott hlaup,“ sagði Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. Hann tekur með sér reynslu úr hlaupinu í gær en mælir ekkert sérstaklega með því að hlauparar fari of seint af stað. „Góð æfing en ég mæli ekki með að missa af startinu. Þú ferð í ákveðið „panic mode“ en það kveikir líka á geggjaðri keppnispeppun.“ Hlaup Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sjá meira
Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:11:54 klukkustund en flögutími hans, sem sagt tíminn frá því að hann fór yfir rásmarkið og þar til hann kom í endamarkið, var tæpum tveimur mínútum betri. Það er vegna þess að allir voru farnir af stað þegar Arnar mætti í rásmarkið. Hann lýsti því í myndbandi á Instagram, sem sjá má hér að neðan, hvernig hann hefði „lent í algjöru kaosi“ þegar hann mætti í röðina til að sækja númerið sitt fyrir hlaupið. Klippa: Arnar í algjöru kaosi fyrir Miðnæturhlaupið „Ég hélt að röðin hlyti að styttast rétt fyrir hlaup og maður gæti gripið númerið sitt. Ég kom svo þarna fimm mínútur í start en það var enn röð. Ég talaði þarna við starfsmann sem græjaði númerið fyrir mig. Það gekk eitthvað brösuglega en svo loksins fékk ég númerið, skellti því á bringuna og hélt ég væri að ná startinu. Kem niður að starthliði en þá eru allir farnir og ég heyri bara að það sé verið að starta 10 kílómetra hlaupinu. Ég var bara: „Ha? Eru þau farin?““ Ógeðslega skemmtilegt að þurfa að ná öllum Arnar segist hafa hugsað um það í sekúndubrot hvort hann nennti virkilega að fara af stað, án þess að vita hve langt væri í aðra keppendur og án þess að vita hversu sterk samkeppnin væri enda fjöldi erlendra keppenda að taka þátt sem hann þekkti ekki til. „En ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti tekið þetta sem góða æfingu. Negldi bara af stað og byrjaði að taka fram úr öllum. Ég var bara í hálfgerðu móki en það er ógeðslega skemmtilegt mindset að þurfa að ná fólki. Það endaði með að ég náði fremsta manni eftir rúma fimm kílómetra og átti þokkalega gott hlaup,“ sagði Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. Hann tekur með sér reynslu úr hlaupinu í gær en mælir ekkert sérstaklega með því að hlauparar fari of seint af stað. „Góð æfing en ég mæli ekki með að missa af startinu. Þú ferð í ákveðið „panic mode“ en það kveikir líka á geggjaðri keppnispeppun.“
Hlaup Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sjá meira