Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 16:31 Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur haldið því fram að hann hafi verið sviptur lækningaleyfi fyrir að gagnrýna heilbrigðisyfirvöld. Vísir/Samsett Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Í pistli sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson, betur þekktur sem Kalli Snæ, birti á heimasíðu sinni í gær heldur hann því fram að landlæknir beiti sig svívirðilegri skoðanakúgun og líkir sér við Sókrates og Bélibaste. Hann notar einnig gæsalappir í pistlinum sem gefa það til kynna að hann vitni beint í sviptingarbréf landlæknis. Í viðtali við Frosta Logason, sem fékk sviptingarbréfið undir hendur, kemur þó fram að ekkert af því sem Guðmundur segir átyllu sviptingarinnar standi í bréfinu, né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar. Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Símaþjónusta sem aldrei opnaði Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Í því skyni setti hann á stofn sérsímanúmer og sértölvupóstfang fyrir þjónustuna og tilkynnti opnun hennar til embættis landlæknis. Skömmu seinna hætti hann þó við fyrirtækið og hætti þá að fylgjast með tölvupóstfanginu en þangað barst póstur frá embættinu í desember síðastliðnum þar sem hann er beðinn um frekari upplýsingar varðandi símaþjónustuna. Frosti segir enga af ásökunum Kalla Snæ að finna í samskiptum hans við embætti landlæknis og les svo beint upp úr samskiptunum. „Þann 24. mars 2023 tilkynntir þú um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu. Verulega skorti upplýsingar með tilkynningunni en við skoðun á heimasíðunni kemur fram að þú býður upp á fjarlækningar í gegnum síma. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir eftirlit með heilbriðgisstarfsemi og heilbrigðisþjónustu og fylgist með að farið sé að ákvæðum heilbrigðislöggjafar,“ stóð í tölvupósti frá landlækni samkvæmt Frosta og póstinum var ekki svarað frekar en öðrum tölvupóstum sem fjarlækningafyrirtæki Kalla Snæ barst. Hann hafi hins vegar ekki ansað neinum erindum embættisins. Ekki ansað erindum embættisins í langan tíma Er ekki rétt hjá mér að hefði þetta ekki misfarist svona, farið í tölvupóstfang sem þú varst ekki að skoða, að þá hefðir þú getað svarað og þá væri ekki búið að svipta þig lækningaleyfi í dag? „Nei. Það getur ekki fylgt svipting af því að læknir með fullt lækningaleyfi hefji símaþjónustu,“ segir Kalli. Guðmundur Karl segir að hann hafi fullan rétt til að hefja símaþjónustu sem læknir með fullt starfsleyfi. Hann hafi ekki þurft að tilkynna símaþjónustuna. Hann segir það ekki standast að hægt sé að svipta hann lækningaleyfi fyrir það en gengst ekki við því að það hafi mögulega eitthvað með það að gera að hann hafi ekki svarað erindum embættis landlæknis yfir tveggja ára skeið. Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Í pistli sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson, betur þekktur sem Kalli Snæ, birti á heimasíðu sinni í gær heldur hann því fram að landlæknir beiti sig svívirðilegri skoðanakúgun og líkir sér við Sókrates og Bélibaste. Hann notar einnig gæsalappir í pistlinum sem gefa það til kynna að hann vitni beint í sviptingarbréf landlæknis. Í viðtali við Frosta Logason, sem fékk sviptingarbréfið undir hendur, kemur þó fram að ekkert af því sem Guðmundur segir átyllu sviptingarinnar standi í bréfinu, né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar. Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Símaþjónusta sem aldrei opnaði Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Í því skyni setti hann á stofn sérsímanúmer og sértölvupóstfang fyrir þjónustuna og tilkynnti opnun hennar til embættis landlæknis. Skömmu seinna hætti hann þó við fyrirtækið og hætti þá að fylgjast með tölvupóstfanginu en þangað barst póstur frá embættinu í desember síðastliðnum þar sem hann er beðinn um frekari upplýsingar varðandi símaþjónustuna. Frosti segir enga af ásökunum Kalla Snæ að finna í samskiptum hans við embætti landlæknis og les svo beint upp úr samskiptunum. „Þann 24. mars 2023 tilkynntir þú um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu. Verulega skorti upplýsingar með tilkynningunni en við skoðun á heimasíðunni kemur fram að þú býður upp á fjarlækningar í gegnum síma. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir eftirlit með heilbriðgisstarfsemi og heilbrigðisþjónustu og fylgist með að farið sé að ákvæðum heilbrigðislöggjafar,“ stóð í tölvupósti frá landlækni samkvæmt Frosta og póstinum var ekki svarað frekar en öðrum tölvupóstum sem fjarlækningafyrirtæki Kalla Snæ barst. Hann hafi hins vegar ekki ansað neinum erindum embættisins. Ekki ansað erindum embættisins í langan tíma Er ekki rétt hjá mér að hefði þetta ekki misfarist svona, farið í tölvupóstfang sem þú varst ekki að skoða, að þá hefðir þú getað svarað og þá væri ekki búið að svipta þig lækningaleyfi í dag? „Nei. Það getur ekki fylgt svipting af því að læknir með fullt lækningaleyfi hefji símaþjónustu,“ segir Kalli. Guðmundur Karl segir að hann hafi fullan rétt til að hefja símaþjónustu sem læknir með fullt starfsleyfi. Hann hafi ekki þurft að tilkynna símaþjónustuna. Hann segir það ekki standast að hægt sé að svipta hann lækningaleyfi fyrir það en gengst ekki við því að það hafi mögulega eitthvað með það að gera að hann hafi ekki svarað erindum embættis landlæknis yfir tveggja ára skeið.
Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira