Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 16:31 Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur haldið því fram að hann hafi verið sviptur lækningaleyfi fyrir að gagnrýna heilbrigðisyfirvöld. Vísir/Samsett Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Í pistli sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson, betur þekktur sem Kalli Snæ, birti á heimasíðu sinni í gær heldur hann því fram að landlæknir beiti sig svívirðilegri skoðanakúgun og líkir sér við Sókrates og Bélibaste. Hann notar einnig gæsalappir í pistlinum sem gefa það til kynna að hann vitni beint í sviptingarbréf landlæknis. Í viðtali við Frosta Logason, sem fékk sviptingarbréfið undir hendur, kemur þó fram að ekkert af því sem Guðmundur segir átyllu sviptingarinnar standi í bréfinu, né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar. Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Símaþjónusta sem aldrei opnaði Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Í því skyni setti hann á stofn sérsímanúmer og sértölvupóstfang fyrir þjónustuna og tilkynnti opnun hennar til embættis landlæknis. Skömmu seinna hætti hann þó við fyrirtækið og hætti þá að fylgjast með tölvupóstfanginu en þangað barst póstur frá embættinu í desember síðastliðnum þar sem hann er beðinn um frekari upplýsingar varðandi símaþjónustuna. Frosti segir enga af ásökunum Kalla Snæ að finna í samskiptum hans við embætti landlæknis og les svo beint upp úr samskiptunum. „Þann 24. mars 2023 tilkynntir þú um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu. Verulega skorti upplýsingar með tilkynningunni en við skoðun á heimasíðunni kemur fram að þú býður upp á fjarlækningar í gegnum síma. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir eftirlit með heilbriðgisstarfsemi og heilbrigðisþjónustu og fylgist með að farið sé að ákvæðum heilbrigðislöggjafar,“ stóð í tölvupósti frá landlækni samkvæmt Frosta og póstinum var ekki svarað frekar en öðrum tölvupóstum sem fjarlækningafyrirtæki Kalla Snæ barst. Hann hafi hins vegar ekki ansað neinum erindum embættisins. Ekki ansað erindum embættisins í langan tíma Er ekki rétt hjá mér að hefði þetta ekki misfarist svona, farið í tölvupóstfang sem þú varst ekki að skoða, að þá hefðir þú getað svarað og þá væri ekki búið að svipta þig lækningaleyfi í dag? „Nei. Það getur ekki fylgt svipting af því að læknir með fullt lækningaleyfi hefji símaþjónustu,“ segir Kalli. Guðmundur Karl segir að hann hafi fullan rétt til að hefja símaþjónustu sem læknir með fullt starfsleyfi. Hann hafi ekki þurft að tilkynna símaþjónustuna. Hann segir það ekki standast að hægt sé að svipta hann lækningaleyfi fyrir það en gengst ekki við því að það hafi mögulega eitthvað með það að gera að hann hafi ekki svarað erindum embættis landlæknis yfir tveggja ára skeið. Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Í pistli sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson, betur þekktur sem Kalli Snæ, birti á heimasíðu sinni í gær heldur hann því fram að landlæknir beiti sig svívirðilegri skoðanakúgun og líkir sér við Sókrates og Bélibaste. Hann notar einnig gæsalappir í pistlinum sem gefa það til kynna að hann vitni beint í sviptingarbréf landlæknis. Í viðtali við Frosta Logason, sem fékk sviptingarbréfið undir hendur, kemur þó fram að ekkert af því sem Guðmundur segir átyllu sviptingarinnar standi í bréfinu, né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar. Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Símaþjónusta sem aldrei opnaði Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Í því skyni setti hann á stofn sérsímanúmer og sértölvupóstfang fyrir þjónustuna og tilkynnti opnun hennar til embættis landlæknis. Skömmu seinna hætti hann þó við fyrirtækið og hætti þá að fylgjast með tölvupóstfanginu en þangað barst póstur frá embættinu í desember síðastliðnum þar sem hann er beðinn um frekari upplýsingar varðandi símaþjónustuna. Frosti segir enga af ásökunum Kalla Snæ að finna í samskiptum hans við embætti landlæknis og les svo beint upp úr samskiptunum. „Þann 24. mars 2023 tilkynntir þú um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu. Verulega skorti upplýsingar með tilkynningunni en við skoðun á heimasíðunni kemur fram að þú býður upp á fjarlækningar í gegnum síma. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir eftirlit með heilbriðgisstarfsemi og heilbrigðisþjónustu og fylgist með að farið sé að ákvæðum heilbrigðislöggjafar,“ stóð í tölvupósti frá landlækni samkvæmt Frosta og póstinum var ekki svarað frekar en öðrum tölvupóstum sem fjarlækningafyrirtæki Kalla Snæ barst. Hann hafi hins vegar ekki ansað neinum erindum embættisins. Ekki ansað erindum embættisins í langan tíma Er ekki rétt hjá mér að hefði þetta ekki misfarist svona, farið í tölvupóstfang sem þú varst ekki að skoða, að þá hefðir þú getað svarað og þá væri ekki búið að svipta þig lækningaleyfi í dag? „Nei. Það getur ekki fylgt svipting af því að læknir með fullt lækningaleyfi hefji símaþjónustu,“ segir Kalli. Guðmundur Karl segir að hann hafi fullan rétt til að hefja símaþjónustu sem læknir með fullt starfsleyfi. Hann hafi ekki þurft að tilkynna símaþjónustuna. Hann segir það ekki standast að hægt sé að svipta hann lækningaleyfi fyrir það en gengst ekki við því að það hafi mögulega eitthvað með það að gera að hann hafi ekki svarað erindum embættis landlæknis yfir tveggja ára skeið.
Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira