Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 16:31 Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur haldið því fram að hann hafi verið sviptur lækningaleyfi fyrir að gagnrýna heilbrigðisyfirvöld. Vísir/Samsett Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Í pistli sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson, betur þekktur sem Kalli Snæ, birti á heimasíðu sinni í gær heldur hann því fram að landlæknir beiti sig svívirðilegri skoðanakúgun og líkir sér við Sókrates og Bélibaste. Hann notar einnig gæsalappir í pistlinum sem gefa það til kynna að hann vitni beint í sviptingarbréf landlæknis. Í viðtali við Frosta Logason, sem fékk sviptingarbréfið undir hendur, kemur þó fram að ekkert af því sem Guðmundur segir átyllu sviptingarinnar standi í bréfinu, né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar. Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Símaþjónusta sem aldrei opnaði Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Í því skyni setti hann á stofn sérsímanúmer og sértölvupóstfang fyrir þjónustuna og tilkynnti opnun hennar til embættis landlæknis. Skömmu seinna hætti hann þó við fyrirtækið og hætti þá að fylgjast með tölvupóstfanginu en þangað barst póstur frá embættinu í desember síðastliðnum þar sem hann er beðinn um frekari upplýsingar varðandi símaþjónustuna. Frosti segir enga af ásökunum Kalla Snæ að finna í samskiptum hans við embætti landlæknis og les svo beint upp úr samskiptunum. „Þann 24. mars 2023 tilkynntir þú um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu. Verulega skorti upplýsingar með tilkynningunni en við skoðun á heimasíðunni kemur fram að þú býður upp á fjarlækningar í gegnum síma. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir eftirlit með heilbriðgisstarfsemi og heilbrigðisþjónustu og fylgist með að farið sé að ákvæðum heilbrigðislöggjafar,“ stóð í tölvupósti frá landlækni samkvæmt Frosta og póstinum var ekki svarað frekar en öðrum tölvupóstum sem fjarlækningafyrirtæki Kalla Snæ barst. Hann hafi hins vegar ekki ansað neinum erindum embættisins. Ekki ansað erindum embættisins í langan tíma Er ekki rétt hjá mér að hefði þetta ekki misfarist svona, farið í tölvupóstfang sem þú varst ekki að skoða, að þá hefðir þú getað svarað og þá væri ekki búið að svipta þig lækningaleyfi í dag? „Nei. Það getur ekki fylgt svipting af því að læknir með fullt lækningaleyfi hefji símaþjónustu,“ segir Kalli. Guðmundur Karl segir að hann hafi fullan rétt til að hefja símaþjónustu sem læknir með fullt starfsleyfi. Hann hafi ekki þurft að tilkynna símaþjónustuna. Hann segir það ekki standast að hægt sé að svipta hann lækningaleyfi fyrir það en gengst ekki við því að það hafi mögulega eitthvað með það að gera að hann hafi ekki svarað erindum embættis landlæknis yfir tveggja ára skeið. Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Í pistli sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson, betur þekktur sem Kalli Snæ, birti á heimasíðu sinni í gær heldur hann því fram að landlæknir beiti sig svívirðilegri skoðanakúgun og líkir sér við Sókrates og Bélibaste. Hann notar einnig gæsalappir í pistlinum sem gefa það til kynna að hann vitni beint í sviptingarbréf landlæknis. Í viðtali við Frosta Logason, sem fékk sviptingarbréfið undir hendur, kemur þó fram að ekkert af því sem Guðmundur segir átyllu sviptingarinnar standi í bréfinu, né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar. Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Símaþjónusta sem aldrei opnaði Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Í því skyni setti hann á stofn sérsímanúmer og sértölvupóstfang fyrir þjónustuna og tilkynnti opnun hennar til embættis landlæknis. Skömmu seinna hætti hann þó við fyrirtækið og hætti þá að fylgjast með tölvupóstfanginu en þangað barst póstur frá embættinu í desember síðastliðnum þar sem hann er beðinn um frekari upplýsingar varðandi símaþjónustuna. Frosti segir enga af ásökunum Kalla Snæ að finna í samskiptum hans við embætti landlæknis og les svo beint upp úr samskiptunum. „Þann 24. mars 2023 tilkynntir þú um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu. Verulega skorti upplýsingar með tilkynningunni en við skoðun á heimasíðunni kemur fram að þú býður upp á fjarlækningar í gegnum síma. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir eftirlit með heilbriðgisstarfsemi og heilbrigðisþjónustu og fylgist með að farið sé að ákvæðum heilbrigðislöggjafar,“ stóð í tölvupósti frá landlækni samkvæmt Frosta og póstinum var ekki svarað frekar en öðrum tölvupóstum sem fjarlækningafyrirtæki Kalla Snæ barst. Hann hafi hins vegar ekki ansað neinum erindum embættisins. Ekki ansað erindum embættisins í langan tíma Er ekki rétt hjá mér að hefði þetta ekki misfarist svona, farið í tölvupóstfang sem þú varst ekki að skoða, að þá hefðir þú getað svarað og þá væri ekki búið að svipta þig lækningaleyfi í dag? „Nei. Það getur ekki fylgt svipting af því að læknir með fullt lækningaleyfi hefji símaþjónustu,“ segir Kalli. Guðmundur Karl segir að hann hafi fullan rétt til að hefja símaþjónustu sem læknir með fullt starfsleyfi. Hann hafi ekki þurft að tilkynna símaþjónustuna. Hann segir það ekki standast að hægt sé að svipta hann lækningaleyfi fyrir það en gengst ekki við því að það hafi mögulega eitthvað með það að gera að hann hafi ekki svarað erindum embættis landlæknis yfir tveggja ára skeið.
Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira