„Easy come, easy go“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 10:30 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að lítið fylgi Framsóknarflokksins í borginni samkvæmt nýrri könnun Gallup komi ekki mikið á óvart miðað við sögulegt fylgi flokksins. Framsókn hafi yfirleitt verið með einn eða engan fulltrúa í borgarstjórn, en hafi unnið óvæntan kosningasigur í síðustu kosningum. Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup þar sem hann mældist aðeins með þriggja prósenta fylgi. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í borginni, segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri. Stemningin fyrir Framsókn horfin Ólafur Harðarson segir að hafa verði í huga að Framsóknarflokkurinn hafi unnið mjög mikinn kosningasigur síðast, hann hafi fengið fjóra borgarfulltrúa. „Ef við lítum til síðustu ára eða áratuga, þá hefur Framsóknarflokkurinn venjulega í borginni verið með einn eða engan.“ „Síðan hefur flokkurinn líka, hann vann mjög góðan sigur í þingkosningunum 2021, og hrundi síðan í síðustu kosningum, er núna að mælast milli fimm og sex prósent á þingi, þannig að þrjú prósent í borginni koma þannig séð ekki á óvart í þessum skilningi,“ segir Ólafur. Það var mikil stemning fyrir flokknum, núna er þessi stemning horfin, það hlýtur að vera ástæða fyrir þessu? „Hún er bara horfin, bæði í borginni og í landinu. Í rauninni fékk flokkurinn í síðustu kosningum í borginni miklu meira heldur en nokkur hafði búist við.“ „Og það er nú eins og oft gerist í lífinu, easy come, easy go. Þannig að þetta var lausafylgi, það var ekki fast í hendi.“ Margt geti breyst fram að kosningum Ólafur segir að sjálfsagt hafi margir orðið fyrir vonbrigðum með flokkinn. Hins vegar hafi Einar slitið meirihlutasamstarfinu og farið í minnihluta. „En eftir það hefur fylgið ekkert hreyfst.“ Þá þurfi að hafa í huga að skoðanakannanir á miðju kjörtímabili hafi mjög lítið forspárgildi um útkomuna í næstu kosningum. Framsóknarmenn í borginni þurfi því ekki að örvænta enn sem komið er, en staðan sé óneitanlega erfið fyrir flokkinn. „Hins vegar er í rauninni það sem er merkilegast við þessa könnun er kannski tvennt, í fyrra lagi það, að meirihlutinn, sem Einar kallar hinn róttæki vinstri meirihluti, hann heldur meirihlutanum í þessari könnun.“ „Hitt sem er líka athyglisvert með þetta eins og í síðustu könnunum, kemur Sjálfstæðisflokkurinn tiltölulega vel út, hann er að mælast yfir 30 prósent sem er mun meira heldur en hann hafði verið að fá í kosningum, og líka samanborið við þingkosningarnar síðustu.“ „Þannig að allir geta fundið eitthvaðtil að gleðjast yfir, nema kannski Framsóknarflokkurinn.“ Ólafur segir of snemmt að segja til um það hvort blokkir séu að myndast fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. „Einar Þorsteinsson segir að hann vilji frekar vinna til hægri eða með Sjálfstæðisflokknum. Hins vegar getur það breyst, það sem skiptir auðvitað mestu máli er bara hvað nákvæmlega kemur upp úr kössunum.“ „Og eins og Einar sgaði sjálfur þegar hann myndaði meirihluta með Degi, til þess að mynda meirihluta í Reykjavík verður maður að kunna telja upp á tólf, það er aðalatriðið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Segir engum hollt að stjórna svo lengi Einar Þorsteinsson ræddi við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi stöðuna í borginni og sömuleiðis stöðu Framsóknar í könnunum. Hann sagði þar meðal annars það væri að löngu að gefa Samfylkingunni frí frá stjórn borgarinnar. Hann sagði að það væri engum hollt að stjórna svona lengi. Hlusta má á viðtalið í heild sinn í spilaranum að neðan. Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. 18. júní 2025 07:32 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup þar sem hann mældist aðeins með þriggja prósenta fylgi. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í borginni, segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri. Stemningin fyrir Framsókn horfin Ólafur Harðarson segir að hafa verði í huga að Framsóknarflokkurinn hafi unnið mjög mikinn kosningasigur síðast, hann hafi fengið fjóra borgarfulltrúa. „Ef við lítum til síðustu ára eða áratuga, þá hefur Framsóknarflokkurinn venjulega í borginni verið með einn eða engan.“ „Síðan hefur flokkurinn líka, hann vann mjög góðan sigur í þingkosningunum 2021, og hrundi síðan í síðustu kosningum, er núna að mælast milli fimm og sex prósent á þingi, þannig að þrjú prósent í borginni koma þannig séð ekki á óvart í þessum skilningi,“ segir Ólafur. Það var mikil stemning fyrir flokknum, núna er þessi stemning horfin, það hlýtur að vera ástæða fyrir þessu? „Hún er bara horfin, bæði í borginni og í landinu. Í rauninni fékk flokkurinn í síðustu kosningum í borginni miklu meira heldur en nokkur hafði búist við.“ „Og það er nú eins og oft gerist í lífinu, easy come, easy go. Þannig að þetta var lausafylgi, það var ekki fast í hendi.“ Margt geti breyst fram að kosningum Ólafur segir að sjálfsagt hafi margir orðið fyrir vonbrigðum með flokkinn. Hins vegar hafi Einar slitið meirihlutasamstarfinu og farið í minnihluta. „En eftir það hefur fylgið ekkert hreyfst.“ Þá þurfi að hafa í huga að skoðanakannanir á miðju kjörtímabili hafi mjög lítið forspárgildi um útkomuna í næstu kosningum. Framsóknarmenn í borginni þurfi því ekki að örvænta enn sem komið er, en staðan sé óneitanlega erfið fyrir flokkinn. „Hins vegar er í rauninni það sem er merkilegast við þessa könnun er kannski tvennt, í fyrra lagi það, að meirihlutinn, sem Einar kallar hinn róttæki vinstri meirihluti, hann heldur meirihlutanum í þessari könnun.“ „Hitt sem er líka athyglisvert með þetta eins og í síðustu könnunum, kemur Sjálfstæðisflokkurinn tiltölulega vel út, hann er að mælast yfir 30 prósent sem er mun meira heldur en hann hafði verið að fá í kosningum, og líka samanborið við þingkosningarnar síðustu.“ „Þannig að allir geta fundið eitthvaðtil að gleðjast yfir, nema kannski Framsóknarflokkurinn.“ Ólafur segir of snemmt að segja til um það hvort blokkir séu að myndast fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. „Einar Þorsteinsson segir að hann vilji frekar vinna til hægri eða með Sjálfstæðisflokknum. Hins vegar getur það breyst, það sem skiptir auðvitað mestu máli er bara hvað nákvæmlega kemur upp úr kössunum.“ „Og eins og Einar sgaði sjálfur þegar hann myndaði meirihluta með Degi, til þess að mynda meirihluta í Reykjavík verður maður að kunna telja upp á tólf, það er aðalatriðið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Segir engum hollt að stjórna svo lengi Einar Þorsteinsson ræddi við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi stöðuna í borginni og sömuleiðis stöðu Framsóknar í könnunum. Hann sagði þar meðal annars það væri að löngu að gefa Samfylkingunni frí frá stjórn borgarinnar. Hann sagði að það væri engum hollt að stjórna svona lengi. Hlusta má á viðtalið í heild sinn í spilaranum að neðan.
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. 18. júní 2025 07:32 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. 18. júní 2025 07:32