„Easy come, easy go“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 10:30 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að lítið fylgi Framsóknarflokksins í borginni samkvæmt nýrri könnun Gallup komi ekki mikið á óvart miðað við sögulegt fylgi flokksins. Framsókn hafi yfirleitt verið með einn eða engan fulltrúa í borgarstjórn, en hafi unnið óvæntan kosningasigur í síðustu kosningum. Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup þar sem hann mældist aðeins með þriggja prósenta fylgi. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í borginni, segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri. Stemningin fyrir Framsókn horfin Ólafur Harðarson segir að hafa verði í huga að Framsóknarflokkurinn hafi unnið mjög mikinn kosningasigur síðast, hann hafi fengið fjóra borgarfulltrúa. „Ef við lítum til síðustu ára eða áratuga, þá hefur Framsóknarflokkurinn venjulega í borginni verið með einn eða engan.“ „Síðan hefur flokkurinn líka, hann vann mjög góðan sigur í þingkosningunum 2021, og hrundi síðan í síðustu kosningum, er núna að mælast milli fimm og sex prósent á þingi, þannig að þrjú prósent í borginni koma þannig séð ekki á óvart í þessum skilningi,“ segir Ólafur. Það var mikil stemning fyrir flokknum, núna er þessi stemning horfin, það hlýtur að vera ástæða fyrir þessu? „Hún er bara horfin, bæði í borginni og í landinu. Í rauninni fékk flokkurinn í síðustu kosningum í borginni miklu meira heldur en nokkur hafði búist við.“ „Og það er nú eins og oft gerist í lífinu, easy come, easy go. Þannig að þetta var lausafylgi, það var ekki fast í hendi.“ Margt geti breyst fram að kosningum Ólafur segir að sjálfsagt hafi margir orðið fyrir vonbrigðum með flokkinn. Hins vegar hafi Einar slitið meirihlutasamstarfinu og farið í minnihluta. „En eftir það hefur fylgið ekkert hreyfst.“ Þá þurfi að hafa í huga að skoðanakannanir á miðju kjörtímabili hafi mjög lítið forspárgildi um útkomuna í næstu kosningum. Framsóknarmenn í borginni þurfi því ekki að örvænta enn sem komið er, en staðan sé óneitanlega erfið fyrir flokkinn. „Hins vegar er í rauninni það sem er merkilegast við þessa könnun er kannski tvennt, í fyrra lagi það, að meirihlutinn, sem Einar kallar hinn róttæki vinstri meirihluti, hann heldur meirihlutanum í þessari könnun.“ „Hitt sem er líka athyglisvert með þetta eins og í síðustu könnunum, kemur Sjálfstæðisflokkurinn tiltölulega vel út, hann er að mælast yfir 30 prósent sem er mun meira heldur en hann hafði verið að fá í kosningum, og líka samanborið við þingkosningarnar síðustu.“ „Þannig að allir geta fundið eitthvaðtil að gleðjast yfir, nema kannski Framsóknarflokkurinn.“ Ólafur segir of snemmt að segja til um það hvort blokkir séu að myndast fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. „Einar Þorsteinsson segir að hann vilji frekar vinna til hægri eða með Sjálfstæðisflokknum. Hins vegar getur það breyst, það sem skiptir auðvitað mestu máli er bara hvað nákvæmlega kemur upp úr kössunum.“ „Og eins og Einar sgaði sjálfur þegar hann myndaði meirihluta með Degi, til þess að mynda meirihluta í Reykjavík verður maður að kunna telja upp á tólf, það er aðalatriðið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Segir engum hollt að stjórna svo lengi Einar Þorsteinsson ræddi við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi stöðuna í borginni og sömuleiðis stöðu Framsóknar í könnunum. Hann sagði þar meðal annars það væri að löngu að gefa Samfylkingunni frí frá stjórn borgarinnar. Hann sagði að það væri engum hollt að stjórna svona lengi. Hlusta má á viðtalið í heild sinn í spilaranum að neðan. Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. 18. júní 2025 07:32 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup þar sem hann mældist aðeins með þriggja prósenta fylgi. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í borginni, segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri. Stemningin fyrir Framsókn horfin Ólafur Harðarson segir að hafa verði í huga að Framsóknarflokkurinn hafi unnið mjög mikinn kosningasigur síðast, hann hafi fengið fjóra borgarfulltrúa. „Ef við lítum til síðustu ára eða áratuga, þá hefur Framsóknarflokkurinn venjulega í borginni verið með einn eða engan.“ „Síðan hefur flokkurinn líka, hann vann mjög góðan sigur í þingkosningunum 2021, og hrundi síðan í síðustu kosningum, er núna að mælast milli fimm og sex prósent á þingi, þannig að þrjú prósent í borginni koma þannig séð ekki á óvart í þessum skilningi,“ segir Ólafur. Það var mikil stemning fyrir flokknum, núna er þessi stemning horfin, það hlýtur að vera ástæða fyrir þessu? „Hún er bara horfin, bæði í borginni og í landinu. Í rauninni fékk flokkurinn í síðustu kosningum í borginni miklu meira heldur en nokkur hafði búist við.“ „Og það er nú eins og oft gerist í lífinu, easy come, easy go. Þannig að þetta var lausafylgi, það var ekki fast í hendi.“ Margt geti breyst fram að kosningum Ólafur segir að sjálfsagt hafi margir orðið fyrir vonbrigðum með flokkinn. Hins vegar hafi Einar slitið meirihlutasamstarfinu og farið í minnihluta. „En eftir það hefur fylgið ekkert hreyfst.“ Þá þurfi að hafa í huga að skoðanakannanir á miðju kjörtímabili hafi mjög lítið forspárgildi um útkomuna í næstu kosningum. Framsóknarmenn í borginni þurfi því ekki að örvænta enn sem komið er, en staðan sé óneitanlega erfið fyrir flokkinn. „Hins vegar er í rauninni það sem er merkilegast við þessa könnun er kannski tvennt, í fyrra lagi það, að meirihlutinn, sem Einar kallar hinn róttæki vinstri meirihluti, hann heldur meirihlutanum í þessari könnun.“ „Hitt sem er líka athyglisvert með þetta eins og í síðustu könnunum, kemur Sjálfstæðisflokkurinn tiltölulega vel út, hann er að mælast yfir 30 prósent sem er mun meira heldur en hann hafði verið að fá í kosningum, og líka samanborið við þingkosningarnar síðustu.“ „Þannig að allir geta fundið eitthvaðtil að gleðjast yfir, nema kannski Framsóknarflokkurinn.“ Ólafur segir of snemmt að segja til um það hvort blokkir séu að myndast fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. „Einar Þorsteinsson segir að hann vilji frekar vinna til hægri eða með Sjálfstæðisflokknum. Hins vegar getur það breyst, það sem skiptir auðvitað mestu máli er bara hvað nákvæmlega kemur upp úr kössunum.“ „Og eins og Einar sgaði sjálfur þegar hann myndaði meirihluta með Degi, til þess að mynda meirihluta í Reykjavík verður maður að kunna telja upp á tólf, það er aðalatriðið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Segir engum hollt að stjórna svo lengi Einar Þorsteinsson ræddi við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi stöðuna í borginni og sömuleiðis stöðu Framsóknar í könnunum. Hann sagði þar meðal annars það væri að löngu að gefa Samfylkingunni frí frá stjórn borgarinnar. Hann sagði að það væri engum hollt að stjórna svona lengi. Hlusta má á viðtalið í heild sinn í spilaranum að neðan.
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. 18. júní 2025 07:32 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. 18. júní 2025 07:32
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent