„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Agnar Már Másson skrifar 19. júní 2025 12:04 Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í morgun að lögregla og sérsveit hafi kl. 10 í gærmorgun ráðist í aðgerð ásamt fleiri lögreglumbættum á nokkrum stöðum á landinu þar sem húsleitir hafi verið framkvæmdar að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í aðgerðunum var lögreglan á Norðurlandi eystra í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Lögregluembættið sagðist hafa unnið um hríð að rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin var tengjast fíkniefnaframleiðslu. „Með aðgerðunum í gær var unnt að staðfesta þessar grunsemdir og er rannsókn á frumstigi.“ Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Þétt dagskrá í héraðsdómi Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald sakborningum í dag en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Frekari upplýsinga um málið væri að vænta frá lögreglunni á næstunni. Athygli vekur að sjö mál eru á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Brutu sér leið inn Húsnæðið sem í var leitað er Aðalbraut 37. Húsið var byggt 1948 en þar var hafði verið leikskóli áður en það varð að íbúðahúsnæði. Lögregluaðgerðin aftur á móti varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið,“ segir einn heimamaður sem býr í grennd við húsið og heyrði í lögreglu og sérsveit ryðjast þar inn. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem býr í nágrenni við húsið, en flestir segjast lítið vita. Einn íbúi á svæðinu segir við fréttastofu að fjórir til fimm lögreglubílar hafi verið á svæðinu. Aðgerðin hafi staðið yfir langt fram á kvöld. Að sögn heimamanna sem fréttastofa hefur rætt við hefur einn erlendur maður búið í húsinu síðasta árið, líklega að austurevrópskum uppruna, en á undan honum hafi annar erlendur maður búið þar í um tvö ár í húsinu. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, það hafi farið svo lítið fyrir honum. Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í morgun að lögregla og sérsveit hafi kl. 10 í gærmorgun ráðist í aðgerð ásamt fleiri lögreglumbættum á nokkrum stöðum á landinu þar sem húsleitir hafi verið framkvæmdar að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í aðgerðunum var lögreglan á Norðurlandi eystra í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Lögregluembættið sagðist hafa unnið um hríð að rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin var tengjast fíkniefnaframleiðslu. „Með aðgerðunum í gær var unnt að staðfesta þessar grunsemdir og er rannsókn á frumstigi.“ Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Þétt dagskrá í héraðsdómi Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald sakborningum í dag en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Frekari upplýsinga um málið væri að vænta frá lögreglunni á næstunni. Athygli vekur að sjö mál eru á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Brutu sér leið inn Húsnæðið sem í var leitað er Aðalbraut 37. Húsið var byggt 1948 en þar var hafði verið leikskóli áður en það varð að íbúðahúsnæði. Lögregluaðgerðin aftur á móti varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið,“ segir einn heimamaður sem býr í grennd við húsið og heyrði í lögreglu og sérsveit ryðjast þar inn. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem býr í nágrenni við húsið, en flestir segjast lítið vita. Einn íbúi á svæðinu segir við fréttastofu að fjórir til fimm lögreglubílar hafi verið á svæðinu. Aðgerðin hafi staðið yfir langt fram á kvöld. Að sögn heimamanna sem fréttastofa hefur rætt við hefur einn erlendur maður búið í húsinu síðasta árið, líklega að austurevrópskum uppruna, en á undan honum hafi annar erlendur maður búið þar í um tvö ár í húsinu. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, það hafi farið svo lítið fyrir honum.
Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira