Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2025 20:03 Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda segir botnvörpuveiðar Íslendinga of algengar. Þær hafi þurrkað tegundir út. Sambandið auglýsti málið í blöðum fyrir næstum þrjátíu árum. Vísir Tegundir hafa þurrkast út við landið vegna botnvörpuveiða að sögn formanns Landssambands smábátaeigenda. Sambandið tekur undir áhyggjur sem koma fram í heimildarmynd David Attenborough um skaðsemi veiðanna á lífríki sjávar. Gjöreyðilegging af völdum botnvörpuveiða er meðal þess sem kemur fram í Hafinu nýrri heimildarmynd breska sjónvarpsmannsins Davids Attenboroughs. Leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við fréttastofu þegar myndin var frumsýnd í maí að hann vonaði að myndin hreyfði við þjóðum sem stunda slíkar veiðar. Landssambandið bent á skaðsemi í 40 ár Landssamband smábátaeigenda hefur lengi bent á að botnvörpuveiðar séu skaðlegri en aðrar veiðiaðferðir að sögn Arthurs Bogasonar. Sambandið krefst þess að veiðiaðferðirnar verði rannsakaðar. „Við höfum allt frá stofnun félagsins fyrir 40 árum haft áhyggjur af því að það skipti jafnmiklu máli hvernig er veitt og hversu mikið er veitt. Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Myndefni eins og í heimildarmyndinni er búið að vera til hér á landi í áratugi. Það hefur bara ekkert verið gert með það. Við höfum reynt að gera Hafró, stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum viðvart um skaðsemi slíkra veiðiaðferða en það hefur ríkt algjör þögn í málaflokknum,“ segir Arthur. Enginn humar vegna veiðiaðferðar Hann telur að slíkar aðferðir við að veiða humar hafi haft þau áhrif að hann veiðist ekki á sumum svæðum við Ísland. „Sjávartúvegsfyrirtækjum tókst að veiða og eyðileggja svæðin sem humarinn hefst við á vegna slíkra veiðiaðferða og ráðgjöf Hafró um veiði á stofninum hefur verið núll í nokkur ár,“ segir Arthur. Auglýsing Landssamband smábátaeigenda gegn botnvörpuveiðum birtist í fjölmiðlum árið 2001. Sambandið hefur lengi barist gegn slíkum veiðum að sögn formannsins.Vísir Þá segir hann botnvörpuveiðar notaðar að stærstum hluta þegar þorskur er veiddur við landið. „Það liggur fyrir að 66 prósent af þorskinum sem veiddur var á síðasta almanaksári var veiddur með botndregnum veiðafærum. Ég er sannfærður um að það er alltof hátt,“ segir Arthur. Hann segist enn fremur hafa verið við veiðar á togurum á yngri árum þar sem botnvörpuveiðar hafi verið stundaðar. Hann hafi séð alls kyns tegundir koma í netin og heilu kóralarnir hafi verið dregnir upp. Hann telur að þær veiðarnar hafi því skilið eftir sig sviðinn hafsbotn. Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Gjöreyðilegging af völdum botnvörpuveiða er meðal þess sem kemur fram í Hafinu nýrri heimildarmynd breska sjónvarpsmannsins Davids Attenboroughs. Leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við fréttastofu þegar myndin var frumsýnd í maí að hann vonaði að myndin hreyfði við þjóðum sem stunda slíkar veiðar. Landssambandið bent á skaðsemi í 40 ár Landssamband smábátaeigenda hefur lengi bent á að botnvörpuveiðar séu skaðlegri en aðrar veiðiaðferðir að sögn Arthurs Bogasonar. Sambandið krefst þess að veiðiaðferðirnar verði rannsakaðar. „Við höfum allt frá stofnun félagsins fyrir 40 árum haft áhyggjur af því að það skipti jafnmiklu máli hvernig er veitt og hversu mikið er veitt. Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Myndefni eins og í heimildarmyndinni er búið að vera til hér á landi í áratugi. Það hefur bara ekkert verið gert með það. Við höfum reynt að gera Hafró, stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum viðvart um skaðsemi slíkra veiðiaðferða en það hefur ríkt algjör þögn í málaflokknum,“ segir Arthur. Enginn humar vegna veiðiaðferðar Hann telur að slíkar aðferðir við að veiða humar hafi haft þau áhrif að hann veiðist ekki á sumum svæðum við Ísland. „Sjávartúvegsfyrirtækjum tókst að veiða og eyðileggja svæðin sem humarinn hefst við á vegna slíkra veiðiaðferða og ráðgjöf Hafró um veiði á stofninum hefur verið núll í nokkur ár,“ segir Arthur. Auglýsing Landssamband smábátaeigenda gegn botnvörpuveiðum birtist í fjölmiðlum árið 2001. Sambandið hefur lengi barist gegn slíkum veiðum að sögn formannsins.Vísir Þá segir hann botnvörpuveiðar notaðar að stærstum hluta þegar þorskur er veiddur við landið. „Það liggur fyrir að 66 prósent af þorskinum sem veiddur var á síðasta almanaksári var veiddur með botndregnum veiðafærum. Ég er sannfærður um að það er alltof hátt,“ segir Arthur. Hann segist enn fremur hafa verið við veiðar á togurum á yngri árum þar sem botnvörpuveiðar hafi verið stundaðar. Hann hafi séð alls kyns tegundir koma í netin og heilu kóralarnir hafi verið dregnir upp. Hann telur að þær veiðarnar hafi því skilið eftir sig sviðinn hafsbotn.
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira