Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax Agnar Már Másson skrifar 17. júní 2025 17:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lætur gamminn geisa á ný á Truth Social. AP/Alex Brandon Bandaríkjaforseti virðist ýja að því að Bandaríkjaher sé að blanda sér í átök milli Ísraels og Íran. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Eins og svo oft áður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið gamminn geisa inni á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump hefur birt þrjár færslur á síðustu klukkustund í framhaldi af fundi með öryggisráði Hvíta hússins vegna ástandsins milli Íran og Ísraels. Íranir hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist fara fækkandi þar sem Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran en nú gefur Trump í skyn að Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í því. Í fyrstu færslunni segir Trump að „við“ höfum „algjöra yfirráð“ yfir háloftunum yfir Íran. Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda síðustu daga en Trump nefnir í færslunni að loftvarnakerfi Írana jafnist ekkert á við hergögn „framleidd í Bandaríkjunum“. Trump heldur áfram í annarri færslu: „Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki að svo stöddu. En við viljum ekki að eldflaugum sé skotið á borgara, eða bandaríska hermenn. Þolinmæði okkar er á þrotum.“ Forsetinn vísar þar til æðstaklerks Írans, Ayjatollah Ali Khameini. Orðanotkun forsetans vekur athygli, einkum notkun hans á orðinu „við“. Þetta gerir hann þrátt fyrir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt síðustu daga að Bandaríkin hafi ekki átt þátt í loftárásum Ísraelshers á Íran. Og forsetinn er stuttorður í þriðju færslunni: „SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF!“ Ísraelsmenn hafa síðustu mánuði þrýst á Bandaríkjaforseta í leit að stuðning til að ráðast á kjarnorkuinnviði í Íran en hann hefur síðustu mánuði veitt þeim þrýstingi viðnám. Nú virðist staða hans hafa breyst. Trump sagðist fyrr í dag „ekki vera að leita að vopnahlé“ heldur vildi binda „alvöru enda“ á stríðið. Í framhaldi af því ítrekaði hann afstöðu sína um að Íranir mættu ekki alls ekki öðlast kjarnorkuvopn en undanfarna mánuði hefur forsetinn leitast eftir samningi við Írana þess efnis. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Eins og svo oft áður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið gamminn geisa inni á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump hefur birt þrjár færslur á síðustu klukkustund í framhaldi af fundi með öryggisráði Hvíta hússins vegna ástandsins milli Íran og Ísraels. Íranir hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist fara fækkandi þar sem Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran en nú gefur Trump í skyn að Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í því. Í fyrstu færslunni segir Trump að „við“ höfum „algjöra yfirráð“ yfir háloftunum yfir Íran. Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda síðustu daga en Trump nefnir í færslunni að loftvarnakerfi Írana jafnist ekkert á við hergögn „framleidd í Bandaríkjunum“. Trump heldur áfram í annarri færslu: „Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki að svo stöddu. En við viljum ekki að eldflaugum sé skotið á borgara, eða bandaríska hermenn. Þolinmæði okkar er á þrotum.“ Forsetinn vísar þar til æðstaklerks Írans, Ayjatollah Ali Khameini. Orðanotkun forsetans vekur athygli, einkum notkun hans á orðinu „við“. Þetta gerir hann þrátt fyrir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt síðustu daga að Bandaríkin hafi ekki átt þátt í loftárásum Ísraelshers á Íran. Og forsetinn er stuttorður í þriðju færslunni: „SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF!“ Ísraelsmenn hafa síðustu mánuði þrýst á Bandaríkjaforseta í leit að stuðning til að ráðast á kjarnorkuinnviði í Íran en hann hefur síðustu mánuði veitt þeim þrýstingi viðnám. Nú virðist staða hans hafa breyst. Trump sagðist fyrr í dag „ekki vera að leita að vopnahlé“ heldur vildi binda „alvöru enda“ á stríðið. Í framhaldi af því ítrekaði hann afstöðu sína um að Íranir mættu ekki alls ekki öðlast kjarnorkuvopn en undanfarna mánuði hefur forsetinn leitast eftir samningi við Írana þess efnis.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira