Tryggir þjónustu við konur með endómetríósu Árni Sæberg skrifar 16. júní 2025 12:59 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta vinna samræmt verklag um þjónustu við konur með endómetríósu samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að jafnframt verið komið á fót einum miðlægum biðlista fyrir þennan sjúklingahóp. Markmiðið sé að tryggja yfirsýn, jafnræði og samræmda, faglega þjónustu og skapa grundvöll fyrir langtímaáætlunum um aðgerðafjölda í samræmi við þjónustuþörf. Til að koma í veg fyrir rof í þjónustu við hópinn hafi ráðherra ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina um fleiri endómetríósuaðgerðir á þessu ári. Mikill árangur en betur má ef duga skal Undanfarin ár hafi átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi vegna endómetríósu sem hafi bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hafi tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt sé þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HVE á Akranesi. Mikilvægt sé að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þurfi samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Stofnar starfshóp Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þurfi að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. „Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, þverfaglega meðferð og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar,“ er haft eftir Ölmu. Miðlægur biðlisti Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þurfi að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veiti yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðli að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verði gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu þriggja til fimm ára, sem byggi bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verði lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Kvenheilsa Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að jafnframt verið komið á fót einum miðlægum biðlista fyrir þennan sjúklingahóp. Markmiðið sé að tryggja yfirsýn, jafnræði og samræmda, faglega þjónustu og skapa grundvöll fyrir langtímaáætlunum um aðgerðafjölda í samræmi við þjónustuþörf. Til að koma í veg fyrir rof í þjónustu við hópinn hafi ráðherra ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina um fleiri endómetríósuaðgerðir á þessu ári. Mikill árangur en betur má ef duga skal Undanfarin ár hafi átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi vegna endómetríósu sem hafi bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hafi tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt sé þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HVE á Akranesi. Mikilvægt sé að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þurfi samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Stofnar starfshóp Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þurfi að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. „Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, þverfaglega meðferð og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar,“ er haft eftir Ölmu. Miðlægur biðlisti Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þurfi að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veiti yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðli að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verði gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu þriggja til fimm ára, sem byggi bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verði lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati.
Kvenheilsa Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira