Ný skýrsla: Raforkuverð heimila hafi hækkað um ellefu prósent Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2025 12:00 Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. Vísir/Vilhelm Raforkukostnaður heimila hefur síðastliðin fimm ár hækkað um ellefu prósent að því er fram kemur í nýrri skýrslu um þróun raforkukostnaðar sem kynnt var í morgun. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við, hann hafi þegar kynnt frumvörp þess efnis í þinginu. Umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytið óskaði í janúar eftir því að Umhverfis- og orkustofnun ynni skýrslu um þróun raforkukostnaðar hér á landi undanfarin ár. Skýrsla þess efnis var kynnt af Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra í morgun. Raforkukostnaður heimila hefur undanfarin fimm ár hækkað um ellefu prósent á föstu verðlagi en raforkukostnaður fyrirtækja um 24 prósent. Alls hafi hækkunin numið 39 prósentum undanfarin fimm ár en 78 prósentum frá árinu 2005 til 2020. „Ég óskaði eftir þessari skýrslu þegar það var ljóst hvað raforkuverð hafði hækkað mikið mánuðina á undan, þetta var í janúar þegar ég er nýtekinn við embætti og þessi vinna hefur undið svolítið upp á sig, þetta er löng og ítarleg skýrsla þar sem er verið að greina raforkukostnað hjá mismunandi hópum. Það sem mér finnst þessi skýrsla undirstrika er mikilvægi þess að við klárum þessi mál sem ég hef þegar komið með inn í þingið og flest þessi eru meira að segja komin út úr nefndum þingsins þannig okkar ætti ekkert að vera að vanbúnaði.“ Þar skipti sköpum að einfalda regluverk, tryggja aukna skilvirkni í stjórnsýslu og tryggja áframhaldandi framboð á raforku. Ráðherra segir orkuverð hér á landi þó enn lágt í alþjóðlegum samanburði. „Þessar hækkanir að undanförnu eru áhyggjuefni og undirstrika þetta sem ég nefndi að við bæði gerum breytingar á umgjörð raforkumarkaðarins og aukum framboð, góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að við erum í algjörri sérstöðu miðað við löndin í kringum okkur. Ég nefndi það hér áðan að orkukaupmáttur íslenskra heimilda er 2,5 fimmfaldur á við orkukaupmátt heimila í Evrópusambandinu, þannig þetta er staða sem við verðum að viðhalda og styrkja ennfrekar að heimili fái raforku á viðráðanlegu verði og að fyrirtæki fái raforku á samkeppnishæfu verði.“ Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytið óskaði í janúar eftir því að Umhverfis- og orkustofnun ynni skýrslu um þróun raforkukostnaðar hér á landi undanfarin ár. Skýrsla þess efnis var kynnt af Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra í morgun. Raforkukostnaður heimila hefur undanfarin fimm ár hækkað um ellefu prósent á föstu verðlagi en raforkukostnaður fyrirtækja um 24 prósent. Alls hafi hækkunin numið 39 prósentum undanfarin fimm ár en 78 prósentum frá árinu 2005 til 2020. „Ég óskaði eftir þessari skýrslu þegar það var ljóst hvað raforkuverð hafði hækkað mikið mánuðina á undan, þetta var í janúar þegar ég er nýtekinn við embætti og þessi vinna hefur undið svolítið upp á sig, þetta er löng og ítarleg skýrsla þar sem er verið að greina raforkukostnað hjá mismunandi hópum. Það sem mér finnst þessi skýrsla undirstrika er mikilvægi þess að við klárum þessi mál sem ég hef þegar komið með inn í þingið og flest þessi eru meira að segja komin út úr nefndum þingsins þannig okkar ætti ekkert að vera að vanbúnaði.“ Þar skipti sköpum að einfalda regluverk, tryggja aukna skilvirkni í stjórnsýslu og tryggja áframhaldandi framboð á raforku. Ráðherra segir orkuverð hér á landi þó enn lágt í alþjóðlegum samanburði. „Þessar hækkanir að undanförnu eru áhyggjuefni og undirstrika þetta sem ég nefndi að við bæði gerum breytingar á umgjörð raforkumarkaðarins og aukum framboð, góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að við erum í algjörri sérstöðu miðað við löndin í kringum okkur. Ég nefndi það hér áðan að orkukaupmáttur íslenskra heimilda er 2,5 fimmfaldur á við orkukaupmátt heimila í Evrópusambandinu, þannig þetta er staða sem við verðum að viðhalda og styrkja ennfrekar að heimili fái raforku á viðráðanlegu verði og að fyrirtæki fái raforku á samkeppnishæfu verði.“
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent