Þingmenn stjórnarandstöðu foxillir yfir því að funda á sunnudegi Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 15:36 Sjálfstæðismenn og miðflokksmenn hafa í dag hjólað í meirihlutann fyrir að boða þingmenn á fund á sunnudegi til að ræða áfram bókun 35. Þingfundir á sunnudögum eru afar sjaldgæfir. Visir/Anton Brink Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf. Í gær stóðu umræður um bókun 35 yfir til klukkan 2.05 í nótt en þrjá daga í röð hafa þeir rætt bókunina þar til klukkan er að ganga í þrjú um nótt. Og enn karpa þingmenn. Þingfundur hófst kl. 13 í morgun þar sem bókun 35 er aftur á dagskrá en þingmenn hafa enn ekki komið sér að efninu þar sem þeir hafa nú rætt fundarstjórn forseta í rúma klukkustund. Gert var hlé á funndinum á fundinum rétt fyrir kl. 15 og hefst hann aftur kl. 16.15 að óbreyttu. Það hefur örsjaldan gerst að þing sé kallað saman á sunnudegi. Frá aldamótum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum. „Hér hefur verið tekin sú fordæmalausa ákvörðun um að boða til þingfundar á sunnudegi án þess að nokkur brýn utanaðkomandi nauðsyn kalli á það og það án þess að það sé rætt einu orði við þingflokksformenn. Þingsköp, hefðir og fordæmi þingskapa skipta máli í lýðræðisríki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem þaut fyrst upp í pontu undir umræðu um fundarstjórn forseta. Jón Gunnarsson sjálfstæðismaður sagði stjórnarmeirihlutann sýna valdboð sem væri áður óþekkt í þingsögunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði að fundurinn hafi verið boðaður „í skjóli nætur“. Karl Gauti Hjaltason miðflokksmaður benti á að sunndagsfundir hefðu ekki tíðkast nema þjóðarvá væri undir. „Eru siðaskiptin hin nýrri komin hér í þingsal.“ Heimabakaður vandi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gerði grín að minnihlutanum. „Við þurfum bara að fara að breyta vinnulöggjöfinni, banna vinnu á sunnudögum, ef þingmenn eru alveg að missa sig yfir því að þurfa að mæta hérna einn sunnudag á lýðveldistímanum,“ sagði Ásthildur í ræðu. Dabjört Hákonardóttir jafnaðarmaður sagði að þingheimur ætti það algerlega undir átta þingmönnum Miðflokksins að binda endi á umræðuna um bókun 35. „Þegar þeirri umræðu er lokið þá getum við öll haldið hér heim.“ Hún sakaði minnihlutann um að spila tafarleiki. „Ég bið háttvirtan þingheim um að láta ekki eins og þetta sé ekki heimatilbúinn vandi sem er í boði stjórnarandstöðunnar,“ sagði Dagbjört. Dagbjört Hákonar þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir sjálfstæðismaður vildi reyndar ekki vera sökuð um málþóf og lýsti óánægju sinni yfir því að Sigmar Guðmundsson viðreisnarmaður, „heiðurspírati Viðreisnar“, hefði sakað minnihlutann um málþóf. „Sjálfur málþófs kóngurinn sjálfur,“ kallaði hún Sigmar. Alþingi Bókun 35 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Í gær stóðu umræður um bókun 35 yfir til klukkan 2.05 í nótt en þrjá daga í röð hafa þeir rætt bókunina þar til klukkan er að ganga í þrjú um nótt. Og enn karpa þingmenn. Þingfundur hófst kl. 13 í morgun þar sem bókun 35 er aftur á dagskrá en þingmenn hafa enn ekki komið sér að efninu þar sem þeir hafa nú rætt fundarstjórn forseta í rúma klukkustund. Gert var hlé á funndinum á fundinum rétt fyrir kl. 15 og hefst hann aftur kl. 16.15 að óbreyttu. Það hefur örsjaldan gerst að þing sé kallað saman á sunnudegi. Frá aldamótum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum. „Hér hefur verið tekin sú fordæmalausa ákvörðun um að boða til þingfundar á sunnudegi án þess að nokkur brýn utanaðkomandi nauðsyn kalli á það og það án þess að það sé rætt einu orði við þingflokksformenn. Þingsköp, hefðir og fordæmi þingskapa skipta máli í lýðræðisríki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem þaut fyrst upp í pontu undir umræðu um fundarstjórn forseta. Jón Gunnarsson sjálfstæðismaður sagði stjórnarmeirihlutann sýna valdboð sem væri áður óþekkt í þingsögunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði að fundurinn hafi verið boðaður „í skjóli nætur“. Karl Gauti Hjaltason miðflokksmaður benti á að sunndagsfundir hefðu ekki tíðkast nema þjóðarvá væri undir. „Eru siðaskiptin hin nýrri komin hér í þingsal.“ Heimabakaður vandi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gerði grín að minnihlutanum. „Við þurfum bara að fara að breyta vinnulöggjöfinni, banna vinnu á sunnudögum, ef þingmenn eru alveg að missa sig yfir því að þurfa að mæta hérna einn sunnudag á lýðveldistímanum,“ sagði Ásthildur í ræðu. Dabjört Hákonardóttir jafnaðarmaður sagði að þingheimur ætti það algerlega undir átta þingmönnum Miðflokksins að binda endi á umræðuna um bókun 35. „Þegar þeirri umræðu er lokið þá getum við öll haldið hér heim.“ Hún sakaði minnihlutann um að spila tafarleiki. „Ég bið háttvirtan þingheim um að láta ekki eins og þetta sé ekki heimatilbúinn vandi sem er í boði stjórnarandstöðunnar,“ sagði Dagbjört. Dagbjört Hákonar þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir sjálfstæðismaður vildi reyndar ekki vera sökuð um málþóf og lýsti óánægju sinni yfir því að Sigmar Guðmundsson viðreisnarmaður, „heiðurspírati Viðreisnar“, hefði sakað minnihlutann um málþóf. „Sjálfur málþófs kóngurinn sjálfur,“ kallaði hún Sigmar.
Alþingi Bókun 35 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira