Engin haldbær rök fyrir því að dánaraðstoð skaði líknarmeðferð Ingrid Kuhlman skrifar 14. júní 2025 08:02 Algeng rök þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð eru þau að hún hafi skaðleg áhrif á líknarmeðferð. En standast þessi rök nánari skoðun? Nýleg greining á þeim gögnum sem gjarnan er vísað til benda til hins gagnstæða. Í október 2024 birtist grein í tímaritinu Bioethics, sem er aþjóðlegt, ritrýnt fræðitímarit sem sérhæfir sig í siðfræði tengdri lífi, heilsu, læknisfræði og lífvísindum. Greinin er eftir Ben Colburn, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Glasgow. Þar skoðar hann fullyrðingar um neikvæð áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Greinin ber heitið Palliative care-based arguments against assisted dying og tekur fyrir fimm algengar fullyrðingar sem koma oft fram í umræðunni um dánaraðstoð: Aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð er skert í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð. Lönd sem leyfa dánaraðstoð standa sig illa í alþjóðlegum samanburði á gæðum lífslokaumönnunar. Dánaraðstoð bætir ekki valkosti sjúklinga þegar kemur að líknarmeðferð. Þróun líknarþjónustu hefur staðnað eða verið nánast enginn eftir lögleiðingu og er þá oft vísað til landa eins og Belgíu og Hollands. Dánaraðstoð hamlar eða dregur úr áframhaldandi þróun líknarmeðferðar. Colburn gagnrýnir þessa framsetningu og bendir á tvö atriði sem gefa tilefni til nánari skoðunar. Í fyrsta lagi byggist málflutningur þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð gjarnan á því sem kallast firehosing, þar sem sömu fullyrðingarnar eru síendurteknar, óháð sannleiksgildi. Þannig skapast blekking um að fullyrðingarnar séu bæði útbreiddar og studdar vísindalegum gögnum, jafnvel þótt traust gögn skorti. Í öðru lagi séu slík rök jafnan sett fram með óbeinum hætti fremur en með skýrum og rökstuddum hætti. Vert er að benda á að sambærilegar fullyrðingar hafa einnig komið fram í umræðunni hér á landi. Engin af fullyrðingunum stenst gagnrýna skoðun Í rannsókn sinni sýnir Colburn fram á að engin affullyrðingunum sé studd haldbærum gögnum. Hugmyndin um að dánaraðstoð komi í stað líknarmeðferðar eða grafi undan henni á sér enga stoð í rannsóknum. Þvert á móti benda gögn til eftirfarandi: 1. Aðgengi að líknarmeðferð er almennt gott í löndum sem dánaraðstoð er heimiluð. Ríki á borð við Holland, Belgíu, Lúxemborg og Sviss veita sérhæfðustu líknarþjónustu í heiminum miðað við höfðatölu. Þar hefur verið unnið markvisst að því að efla líknarmeðferð samhliða lögleiðingu dánaraðstoðar, með áherslu á gæði, þverfaglegt teymisstarf og heildræna nálgun í meðferð deyjandi einstaklinga. Í Kanada, þar sem dánaraðstoð hefur verið heimiluð frá árinu 2016, hefur aðgengi að líknarmeðferð aukist og þróast til batnaðar. Kanada er nú meðal þeirra ríkja þar sem sjúklingar njóta lengsta meðaltíma í líknarmeðferð. 2. Alþjóðlegt gæðamat sýnir að mörg þeirra landa sem heimila dánaraðstoð, svo sem Sviss, Kanada, Belgía og Kólumbía, fá jafnan háa einkunn þegar kemur að gæðum lífslokaumönnunar. Fullyrðingar um lakari þjónustu í þessum löndum standast því ekki. 3. Valfrelsi og sjálfræði sjúklinga eykst með lögleiðingu dánaraðstoðar. Rannsóknir sýna að sjúklingar fá víðtækari upplýsingar um valkosti sína og meiri stuðning við ákvarðanatöku um meðferð. 4. Þróun líknarþjónustu hélt áfram og náði ákveðinni mettun í löndum eins og Hollandi og Belgíu eftir lögleiðingu dánaraðstoðar. Svipuð þróun hefur þó einnig átt sér stað í ríkjum þar sem dánaraðstoð er óheimil, til dæmis í Bretlandi. Þetta bendir til þess að þróunin ráðist frekar af stefnumörkun og fjármögnun heilbrigðiskerfa en af löggjöf um dánaraðstoð. 5. Engin haldbær gögn sýna fram á hamlandi áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Þvert á móti má víða greina aukinn stuðning og fjárfestingu í líknarþjónustu, sérstaklega í Benelúxlöndunum. Nýrri rannsóknir frá Kanada og Ástralíu benda á að framkvæmd dánaraðstoðar geti verið tímafrek og krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slíkt má þó fremur rekja til undirfjármögnunar heilbrigðiskerfa en til skaðlegra áhrifa af lögfestingu dánaraðstoðar. Umræðan verður að byggjast á gögnum og gagnkvæmri virðingu Hvort þjóð ákveður að heimila dánaraðstoð er djúpstæð siðferðileg og samfélagsleg ákvörðun sem krefst vandaðrar, upplýstrar umræðu. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að deila um þau gildi sem liggja til grundvallar, en slík umræða verður að byggjast á staðreyndum, ekki órökstuddum fullyrðingum eða hræðsluáróðri. Colburn kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að engar trúverðugar sannanir styðji þá skoðun að dánaraðstoð grafi undan líknarmeðferð né að gæði líknarþjónustu séu lakari í löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð. Þvert á móti sýna gögnin að dánaraðstoð og líknarmeðferð geta þróast samhliða, eins og dæmin frá Belgíu og Kanada sýna glögglega. Umræðan um svo mikilvægt málefni verður að byggjast á gagnreyndum upplýsingum, rökstuddri gagnrýni og gagnkvæmri virðingu. Einungis þannig getum við tekið upplýsta, ábyrgðarfulla afstöðu til þess hvernig við viljum mæta dauðanum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Algeng rök þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð eru þau að hún hafi skaðleg áhrif á líknarmeðferð. En standast þessi rök nánari skoðun? Nýleg greining á þeim gögnum sem gjarnan er vísað til benda til hins gagnstæða. Í október 2024 birtist grein í tímaritinu Bioethics, sem er aþjóðlegt, ritrýnt fræðitímarit sem sérhæfir sig í siðfræði tengdri lífi, heilsu, læknisfræði og lífvísindum. Greinin er eftir Ben Colburn, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Glasgow. Þar skoðar hann fullyrðingar um neikvæð áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Greinin ber heitið Palliative care-based arguments against assisted dying og tekur fyrir fimm algengar fullyrðingar sem koma oft fram í umræðunni um dánaraðstoð: Aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð er skert í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð. Lönd sem leyfa dánaraðstoð standa sig illa í alþjóðlegum samanburði á gæðum lífslokaumönnunar. Dánaraðstoð bætir ekki valkosti sjúklinga þegar kemur að líknarmeðferð. Þróun líknarþjónustu hefur staðnað eða verið nánast enginn eftir lögleiðingu og er þá oft vísað til landa eins og Belgíu og Hollands. Dánaraðstoð hamlar eða dregur úr áframhaldandi þróun líknarmeðferðar. Colburn gagnrýnir þessa framsetningu og bendir á tvö atriði sem gefa tilefni til nánari skoðunar. Í fyrsta lagi byggist málflutningur þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð gjarnan á því sem kallast firehosing, þar sem sömu fullyrðingarnar eru síendurteknar, óháð sannleiksgildi. Þannig skapast blekking um að fullyrðingarnar séu bæði útbreiddar og studdar vísindalegum gögnum, jafnvel þótt traust gögn skorti. Í öðru lagi séu slík rök jafnan sett fram með óbeinum hætti fremur en með skýrum og rökstuddum hætti. Vert er að benda á að sambærilegar fullyrðingar hafa einnig komið fram í umræðunni hér á landi. Engin af fullyrðingunum stenst gagnrýna skoðun Í rannsókn sinni sýnir Colburn fram á að engin affullyrðingunum sé studd haldbærum gögnum. Hugmyndin um að dánaraðstoð komi í stað líknarmeðferðar eða grafi undan henni á sér enga stoð í rannsóknum. Þvert á móti benda gögn til eftirfarandi: 1. Aðgengi að líknarmeðferð er almennt gott í löndum sem dánaraðstoð er heimiluð. Ríki á borð við Holland, Belgíu, Lúxemborg og Sviss veita sérhæfðustu líknarþjónustu í heiminum miðað við höfðatölu. Þar hefur verið unnið markvisst að því að efla líknarmeðferð samhliða lögleiðingu dánaraðstoðar, með áherslu á gæði, þverfaglegt teymisstarf og heildræna nálgun í meðferð deyjandi einstaklinga. Í Kanada, þar sem dánaraðstoð hefur verið heimiluð frá árinu 2016, hefur aðgengi að líknarmeðferð aukist og þróast til batnaðar. Kanada er nú meðal þeirra ríkja þar sem sjúklingar njóta lengsta meðaltíma í líknarmeðferð. 2. Alþjóðlegt gæðamat sýnir að mörg þeirra landa sem heimila dánaraðstoð, svo sem Sviss, Kanada, Belgía og Kólumbía, fá jafnan háa einkunn þegar kemur að gæðum lífslokaumönnunar. Fullyrðingar um lakari þjónustu í þessum löndum standast því ekki. 3. Valfrelsi og sjálfræði sjúklinga eykst með lögleiðingu dánaraðstoðar. Rannsóknir sýna að sjúklingar fá víðtækari upplýsingar um valkosti sína og meiri stuðning við ákvarðanatöku um meðferð. 4. Þróun líknarþjónustu hélt áfram og náði ákveðinni mettun í löndum eins og Hollandi og Belgíu eftir lögleiðingu dánaraðstoðar. Svipuð þróun hefur þó einnig átt sér stað í ríkjum þar sem dánaraðstoð er óheimil, til dæmis í Bretlandi. Þetta bendir til þess að þróunin ráðist frekar af stefnumörkun og fjármögnun heilbrigðiskerfa en af löggjöf um dánaraðstoð. 5. Engin haldbær gögn sýna fram á hamlandi áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Þvert á móti má víða greina aukinn stuðning og fjárfestingu í líknarþjónustu, sérstaklega í Benelúxlöndunum. Nýrri rannsóknir frá Kanada og Ástralíu benda á að framkvæmd dánaraðstoðar geti verið tímafrek og krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slíkt má þó fremur rekja til undirfjármögnunar heilbrigðiskerfa en til skaðlegra áhrifa af lögfestingu dánaraðstoðar. Umræðan verður að byggjast á gögnum og gagnkvæmri virðingu Hvort þjóð ákveður að heimila dánaraðstoð er djúpstæð siðferðileg og samfélagsleg ákvörðun sem krefst vandaðrar, upplýstrar umræðu. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að deila um þau gildi sem liggja til grundvallar, en slík umræða verður að byggjast á staðreyndum, ekki órökstuddum fullyrðingum eða hræðsluáróðri. Colburn kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að engar trúverðugar sannanir styðji þá skoðun að dánaraðstoð grafi undan líknarmeðferð né að gæði líknarþjónustu séu lakari í löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð. Þvert á móti sýna gögnin að dánaraðstoð og líknarmeðferð geta þróast samhliða, eins og dæmin frá Belgíu og Kanada sýna glögglega. Umræðan um svo mikilvægt málefni verður að byggjast á gagnreyndum upplýsingum, rökstuddri gagnrýni og gagnkvæmri virðingu. Einungis þannig getum við tekið upplýsta, ábyrgðarfulla afstöðu til þess hvernig við viljum mæta dauðanum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun