Engin haldbær rök fyrir því að dánaraðstoð skaði líknarmeðferð Ingrid Kuhlman skrifar 14. júní 2025 08:02 Algeng rök þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð eru þau að hún hafi skaðleg áhrif á líknarmeðferð. En standast þessi rök nánari skoðun? Nýleg greining á þeim gögnum sem gjarnan er vísað til benda til hins gagnstæða. Í október 2024 birtist grein í tímaritinu Bioethics, sem er aþjóðlegt, ritrýnt fræðitímarit sem sérhæfir sig í siðfræði tengdri lífi, heilsu, læknisfræði og lífvísindum. Greinin er eftir Ben Colburn, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Glasgow. Þar skoðar hann fullyrðingar um neikvæð áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Greinin ber heitið Palliative care-based arguments against assisted dying og tekur fyrir fimm algengar fullyrðingar sem koma oft fram í umræðunni um dánaraðstoð: Aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð er skert í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð. Lönd sem leyfa dánaraðstoð standa sig illa í alþjóðlegum samanburði á gæðum lífslokaumönnunar. Dánaraðstoð bætir ekki valkosti sjúklinga þegar kemur að líknarmeðferð. Þróun líknarþjónustu hefur staðnað eða verið nánast enginn eftir lögleiðingu og er þá oft vísað til landa eins og Belgíu og Hollands. Dánaraðstoð hamlar eða dregur úr áframhaldandi þróun líknarmeðferðar. Colburn gagnrýnir þessa framsetningu og bendir á tvö atriði sem gefa tilefni til nánari skoðunar. Í fyrsta lagi byggist málflutningur þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð gjarnan á því sem kallast firehosing, þar sem sömu fullyrðingarnar eru síendurteknar, óháð sannleiksgildi. Þannig skapast blekking um að fullyrðingarnar séu bæði útbreiddar og studdar vísindalegum gögnum, jafnvel þótt traust gögn skorti. Í öðru lagi séu slík rök jafnan sett fram með óbeinum hætti fremur en með skýrum og rökstuddum hætti. Vert er að benda á að sambærilegar fullyrðingar hafa einnig komið fram í umræðunni hér á landi. Engin af fullyrðingunum stenst gagnrýna skoðun Í rannsókn sinni sýnir Colburn fram á að engin affullyrðingunum sé studd haldbærum gögnum. Hugmyndin um að dánaraðstoð komi í stað líknarmeðferðar eða grafi undan henni á sér enga stoð í rannsóknum. Þvert á móti benda gögn til eftirfarandi: 1. Aðgengi að líknarmeðferð er almennt gott í löndum sem dánaraðstoð er heimiluð. Ríki á borð við Holland, Belgíu, Lúxemborg og Sviss veita sérhæfðustu líknarþjónustu í heiminum miðað við höfðatölu. Þar hefur verið unnið markvisst að því að efla líknarmeðferð samhliða lögleiðingu dánaraðstoðar, með áherslu á gæði, þverfaglegt teymisstarf og heildræna nálgun í meðferð deyjandi einstaklinga. Í Kanada, þar sem dánaraðstoð hefur verið heimiluð frá árinu 2016, hefur aðgengi að líknarmeðferð aukist og þróast til batnaðar. Kanada er nú meðal þeirra ríkja þar sem sjúklingar njóta lengsta meðaltíma í líknarmeðferð. 2. Alþjóðlegt gæðamat sýnir að mörg þeirra landa sem heimila dánaraðstoð, svo sem Sviss, Kanada, Belgía og Kólumbía, fá jafnan háa einkunn þegar kemur að gæðum lífslokaumönnunar. Fullyrðingar um lakari þjónustu í þessum löndum standast því ekki. 3. Valfrelsi og sjálfræði sjúklinga eykst með lögleiðingu dánaraðstoðar. Rannsóknir sýna að sjúklingar fá víðtækari upplýsingar um valkosti sína og meiri stuðning við ákvarðanatöku um meðferð. 4. Þróun líknarþjónustu hélt áfram og náði ákveðinni mettun í löndum eins og Hollandi og Belgíu eftir lögleiðingu dánaraðstoðar. Svipuð þróun hefur þó einnig átt sér stað í ríkjum þar sem dánaraðstoð er óheimil, til dæmis í Bretlandi. Þetta bendir til þess að þróunin ráðist frekar af stefnumörkun og fjármögnun heilbrigðiskerfa en af löggjöf um dánaraðstoð. 5. Engin haldbær gögn sýna fram á hamlandi áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Þvert á móti má víða greina aukinn stuðning og fjárfestingu í líknarþjónustu, sérstaklega í Benelúxlöndunum. Nýrri rannsóknir frá Kanada og Ástralíu benda á að framkvæmd dánaraðstoðar geti verið tímafrek og krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slíkt má þó fremur rekja til undirfjármögnunar heilbrigðiskerfa en til skaðlegra áhrifa af lögfestingu dánaraðstoðar. Umræðan verður að byggjast á gögnum og gagnkvæmri virðingu Hvort þjóð ákveður að heimila dánaraðstoð er djúpstæð siðferðileg og samfélagsleg ákvörðun sem krefst vandaðrar, upplýstrar umræðu. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að deila um þau gildi sem liggja til grundvallar, en slík umræða verður að byggjast á staðreyndum, ekki órökstuddum fullyrðingum eða hræðsluáróðri. Colburn kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að engar trúverðugar sannanir styðji þá skoðun að dánaraðstoð grafi undan líknarmeðferð né að gæði líknarþjónustu séu lakari í löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð. Þvert á móti sýna gögnin að dánaraðstoð og líknarmeðferð geta þróast samhliða, eins og dæmin frá Belgíu og Kanada sýna glögglega. Umræðan um svo mikilvægt málefni verður að byggjast á gagnreyndum upplýsingum, rökstuddri gagnrýni og gagnkvæmri virðingu. Einungis þannig getum við tekið upplýsta, ábyrgðarfulla afstöðu til þess hvernig við viljum mæta dauðanum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Algeng rök þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð eru þau að hún hafi skaðleg áhrif á líknarmeðferð. En standast þessi rök nánari skoðun? Nýleg greining á þeim gögnum sem gjarnan er vísað til benda til hins gagnstæða. Í október 2024 birtist grein í tímaritinu Bioethics, sem er aþjóðlegt, ritrýnt fræðitímarit sem sérhæfir sig í siðfræði tengdri lífi, heilsu, læknisfræði og lífvísindum. Greinin er eftir Ben Colburn, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Glasgow. Þar skoðar hann fullyrðingar um neikvæð áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Greinin ber heitið Palliative care-based arguments against assisted dying og tekur fyrir fimm algengar fullyrðingar sem koma oft fram í umræðunni um dánaraðstoð: Aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð er skert í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð. Lönd sem leyfa dánaraðstoð standa sig illa í alþjóðlegum samanburði á gæðum lífslokaumönnunar. Dánaraðstoð bætir ekki valkosti sjúklinga þegar kemur að líknarmeðferð. Þróun líknarþjónustu hefur staðnað eða verið nánast enginn eftir lögleiðingu og er þá oft vísað til landa eins og Belgíu og Hollands. Dánaraðstoð hamlar eða dregur úr áframhaldandi þróun líknarmeðferðar. Colburn gagnrýnir þessa framsetningu og bendir á tvö atriði sem gefa tilefni til nánari skoðunar. Í fyrsta lagi byggist málflutningur þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð gjarnan á því sem kallast firehosing, þar sem sömu fullyrðingarnar eru síendurteknar, óháð sannleiksgildi. Þannig skapast blekking um að fullyrðingarnar séu bæði útbreiddar og studdar vísindalegum gögnum, jafnvel þótt traust gögn skorti. Í öðru lagi séu slík rök jafnan sett fram með óbeinum hætti fremur en með skýrum og rökstuddum hætti. Vert er að benda á að sambærilegar fullyrðingar hafa einnig komið fram í umræðunni hér á landi. Engin af fullyrðingunum stenst gagnrýna skoðun Í rannsókn sinni sýnir Colburn fram á að engin affullyrðingunum sé studd haldbærum gögnum. Hugmyndin um að dánaraðstoð komi í stað líknarmeðferðar eða grafi undan henni á sér enga stoð í rannsóknum. Þvert á móti benda gögn til eftirfarandi: 1. Aðgengi að líknarmeðferð er almennt gott í löndum sem dánaraðstoð er heimiluð. Ríki á borð við Holland, Belgíu, Lúxemborg og Sviss veita sérhæfðustu líknarþjónustu í heiminum miðað við höfðatölu. Þar hefur verið unnið markvisst að því að efla líknarmeðferð samhliða lögleiðingu dánaraðstoðar, með áherslu á gæði, þverfaglegt teymisstarf og heildræna nálgun í meðferð deyjandi einstaklinga. Í Kanada, þar sem dánaraðstoð hefur verið heimiluð frá árinu 2016, hefur aðgengi að líknarmeðferð aukist og þróast til batnaðar. Kanada er nú meðal þeirra ríkja þar sem sjúklingar njóta lengsta meðaltíma í líknarmeðferð. 2. Alþjóðlegt gæðamat sýnir að mörg þeirra landa sem heimila dánaraðstoð, svo sem Sviss, Kanada, Belgía og Kólumbía, fá jafnan háa einkunn þegar kemur að gæðum lífslokaumönnunar. Fullyrðingar um lakari þjónustu í þessum löndum standast því ekki. 3. Valfrelsi og sjálfræði sjúklinga eykst með lögleiðingu dánaraðstoðar. Rannsóknir sýna að sjúklingar fá víðtækari upplýsingar um valkosti sína og meiri stuðning við ákvarðanatöku um meðferð. 4. Þróun líknarþjónustu hélt áfram og náði ákveðinni mettun í löndum eins og Hollandi og Belgíu eftir lögleiðingu dánaraðstoðar. Svipuð þróun hefur þó einnig átt sér stað í ríkjum þar sem dánaraðstoð er óheimil, til dæmis í Bretlandi. Þetta bendir til þess að þróunin ráðist frekar af stefnumörkun og fjármögnun heilbrigðiskerfa en af löggjöf um dánaraðstoð. 5. Engin haldbær gögn sýna fram á hamlandi áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Þvert á móti má víða greina aukinn stuðning og fjárfestingu í líknarþjónustu, sérstaklega í Benelúxlöndunum. Nýrri rannsóknir frá Kanada og Ástralíu benda á að framkvæmd dánaraðstoðar geti verið tímafrek og krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slíkt má þó fremur rekja til undirfjármögnunar heilbrigðiskerfa en til skaðlegra áhrifa af lögfestingu dánaraðstoðar. Umræðan verður að byggjast á gögnum og gagnkvæmri virðingu Hvort þjóð ákveður að heimila dánaraðstoð er djúpstæð siðferðileg og samfélagsleg ákvörðun sem krefst vandaðrar, upplýstrar umræðu. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að deila um þau gildi sem liggja til grundvallar, en slík umræða verður að byggjast á staðreyndum, ekki órökstuddum fullyrðingum eða hræðsluáróðri. Colburn kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að engar trúverðugar sannanir styðji þá skoðun að dánaraðstoð grafi undan líknarmeðferð né að gæði líknarþjónustu séu lakari í löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð. Þvert á móti sýna gögnin að dánaraðstoð og líknarmeðferð geta þróast samhliða, eins og dæmin frá Belgíu og Kanada sýna glögglega. Umræðan um svo mikilvægt málefni verður að byggjast á gagnreyndum upplýsingum, rökstuddri gagnrýni og gagnkvæmri virðingu. Einungis þannig getum við tekið upplýsta, ábyrgðarfulla afstöðu til þess hvernig við viljum mæta dauðanum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun