Hvalurinn kominn út á haf Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 19:04 Háhyrningurinn í fjörunni í gærkvöldi. Vísir Háhyrningurinn sem strandaði í Grafarvogi í gærkvöldi er kominn út í haf og er frjáls ferða sinna. Hann var kominn út fyrir skerin við flæðarmálið um hálfsexleytið í dag, en björgunarmenn stugguðu við honum og fylgdu honum út fyrir grynningarsvæðið. Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að hvalurinn hafi losnað með aðstoð björgunarmanna í háflóði snemma í morgun, synt smá sprett, en fests aftur skömmu síðar. Hann hafi greinilega verið örmagna. Hún segir að hann hafi verið í miklu betri stöðu í fjörunni í dag en í nótt. „Það var metið sem svo að ástandið á honum væri ennþá tiltölulega gott og það væri vel þess virði að aðstoða hann aftur út. Það var ákveðið að fara fyrst í aðferðir sem áreita hann sem minnst, það er að segja að stugga honum út.“ „Hinn möguleikinn ef það hefði ekki tekist væri að gera eins og stundum er gert að setja undir þá segl, og blása upp belgi og hreinlega draga þá þannig út í haf,“ segir hún. Hún segir að eftir því sem hún best viti hafi dugað að stugga honum út. Það hafi verið ákveðið eftir hádegi í dag að reyna þessa aðferð. Í þokkalegu standi Um sé að ræða stórt og fullorðið karldýr, um sex metrar að lengd og á að giska fimm tonn að þyngd. Jóhanna segir að háhyrningurinn hafi virst í þokkalega góðu standi í dag. „Hann hefur sennilega notað daginn í dag til að jafna sig. Hann sýndi góða öndun og hreyfingu í dag.“ Þóra segir að svona atburðir séu ekki algengir, en ekki sjaldgæfir heldur. Síðast hafi tveir háhyrningar strandað í Gilsfirði haustið 2023, og annar þeirra komist lífs af. Í fyrra hafi sandreyð strandað við Þorlákshöfn. „Sem er með þeim stærstu hvölum sem tekist hefur að bjarga á lífi,“ segir Þóra. Þóra segir að viðkomandi sveitarfélag beri ábyrgð á því að bregðast við þegar villt dýr eru í neyð. Reykjavíkurborg hafi þegið aðstoð viðbragðsteymisins Hvalir í neyð og annarra viðbragðaðila til að koma dýrinu til hjálpar. Fjölmargir lögðu leið sína út á Geldinganes í dag og nótt til að berja hvalinn augum.Vísir/Viktor Freyr Vísir/Viktor Freyr Hvalir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að hvalurinn hafi losnað með aðstoð björgunarmanna í háflóði snemma í morgun, synt smá sprett, en fests aftur skömmu síðar. Hann hafi greinilega verið örmagna. Hún segir að hann hafi verið í miklu betri stöðu í fjörunni í dag en í nótt. „Það var metið sem svo að ástandið á honum væri ennþá tiltölulega gott og það væri vel þess virði að aðstoða hann aftur út. Það var ákveðið að fara fyrst í aðferðir sem áreita hann sem minnst, það er að segja að stugga honum út.“ „Hinn möguleikinn ef það hefði ekki tekist væri að gera eins og stundum er gert að setja undir þá segl, og blása upp belgi og hreinlega draga þá þannig út í haf,“ segir hún. Hún segir að eftir því sem hún best viti hafi dugað að stugga honum út. Það hafi verið ákveðið eftir hádegi í dag að reyna þessa aðferð. Í þokkalegu standi Um sé að ræða stórt og fullorðið karldýr, um sex metrar að lengd og á að giska fimm tonn að þyngd. Jóhanna segir að háhyrningurinn hafi virst í þokkalega góðu standi í dag. „Hann hefur sennilega notað daginn í dag til að jafna sig. Hann sýndi góða öndun og hreyfingu í dag.“ Þóra segir að svona atburðir séu ekki algengir, en ekki sjaldgæfir heldur. Síðast hafi tveir háhyrningar strandað í Gilsfirði haustið 2023, og annar þeirra komist lífs af. Í fyrra hafi sandreyð strandað við Þorlákshöfn. „Sem er með þeim stærstu hvölum sem tekist hefur að bjarga á lífi,“ segir Þóra. Þóra segir að viðkomandi sveitarfélag beri ábyrgð á því að bregðast við þegar villt dýr eru í neyð. Reykjavíkurborg hafi þegið aðstoð viðbragðsteymisins Hvalir í neyð og annarra viðbragðaðila til að koma dýrinu til hjálpar. Fjölmargir lögðu leið sína út á Geldinganes í dag og nótt til að berja hvalinn augum.Vísir/Viktor Freyr Vísir/Viktor Freyr
Hvalir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41
Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56