Mjög áhyggjufull yfir tilfærslu ráðuneytisins Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 12:18 Ásthildur Sturtudóttir er bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Fjármögnun vegna fyrirhugaðar uppbyggingar fjögurra verkmenntaskóla á landsbyggðinni hefur verið hliðrað til næsta árs. Bæjarstjóri gagnrýnir að hafa fengið að vita af ákvörðuninni í gegnum fjölmiðla, og segir hana koma sveitarfélaginu í opnu skjöldu. Formaður fjárlaganefndar segir tilfærsluna ósköp eðlilega. Seinna á árinu átti að hefja uppbyggingu við fjóra framhaldsskóla, það eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Búið var að semja um að sveitarfélög skólanna greiddu fjörutíu prósent af kostnaði við uppbygginguna og ríkið sextíu prósent. Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að hliðra fjármögnuninni til næsta árs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir ákvörðunina koma öllum í opna skjöldu. „Þetta kemur mjög á óvart, sérstaklega þar sem þörfin á auknu rými fyrir verknám er mikil. Öll sveitarfélögin sem skrifuðu undir samninginn við ríkið höfðu gert ráð fyrir þessu fjármagni. Þetta kemur mjög á óvart og mjög í opna skjöldu. Ég hef ekkert enn heyrt í ráðuneytinu varðandi þessar tilfærslur,“ segir Ásthildur. Hún segir mjög sérstakt að heyra af breytingunni í gegnum fjölmiðla en ekki hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu. Fyrirhuguð stækkun á VMA sé stórt verkefni. „Við bæjarstjórarnir á starfssvæði VMA höfum rætt saman vegna málsins. Við erum mjög áhyggjufull vegna þess að ásókn í verknám er mjög mikil. Það er gríðarleg vöntun á iðnaðarmönnum, við heyrum það frá atvinnulífinu,“ segir Ásthildur. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Fjárlaganefndar, segir tilfærsluna hluta af eðlilegu ferli. „Það er auðvitað mikilvægt að það komi fram að það er ekki verið að slá nein verkefni af eða fresta þeim. Það er verið að áætla hvenær þessir fjármunir nýtast í þessi verkefni,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf til sveitarfélaganna segir Ragnar sig ekki bæran til að dæma um það. „Fjármálaáætlun er til umræðu í fjárlaganefnd. Við munum væntanlega klára að ræða við umsagnaraðila í þessari viku og síðan kemur álit nefndarinnar. Málið er enn þá í vinnslu, það er staða málsins,“ segir Ragnar Þór. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Akureyri Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Seinna á árinu átti að hefja uppbyggingu við fjóra framhaldsskóla, það eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Búið var að semja um að sveitarfélög skólanna greiddu fjörutíu prósent af kostnaði við uppbygginguna og ríkið sextíu prósent. Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að hliðra fjármögnuninni til næsta árs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir ákvörðunina koma öllum í opna skjöldu. „Þetta kemur mjög á óvart, sérstaklega þar sem þörfin á auknu rými fyrir verknám er mikil. Öll sveitarfélögin sem skrifuðu undir samninginn við ríkið höfðu gert ráð fyrir þessu fjármagni. Þetta kemur mjög á óvart og mjög í opna skjöldu. Ég hef ekkert enn heyrt í ráðuneytinu varðandi þessar tilfærslur,“ segir Ásthildur. Hún segir mjög sérstakt að heyra af breytingunni í gegnum fjölmiðla en ekki hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu. Fyrirhuguð stækkun á VMA sé stórt verkefni. „Við bæjarstjórarnir á starfssvæði VMA höfum rætt saman vegna málsins. Við erum mjög áhyggjufull vegna þess að ásókn í verknám er mjög mikil. Það er gríðarleg vöntun á iðnaðarmönnum, við heyrum það frá atvinnulífinu,“ segir Ásthildur. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Fjárlaganefndar, segir tilfærsluna hluta af eðlilegu ferli. „Það er auðvitað mikilvægt að það komi fram að það er ekki verið að slá nein verkefni af eða fresta þeim. Það er verið að áætla hvenær þessir fjármunir nýtast í þessi verkefni,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf til sveitarfélaganna segir Ragnar sig ekki bæran til að dæma um það. „Fjármálaáætlun er til umræðu í fjárlaganefnd. Við munum væntanlega klára að ræða við umsagnaraðila í þessari viku og síðan kemur álit nefndarinnar. Málið er enn þá í vinnslu, það er staða málsins,“ segir Ragnar Þór.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Akureyri Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira