Bras og brall við gerð Brákarborgar Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. júní 2025 15:02 „Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel. Skýrsla Innri endurskoðunar borgarinnar um Brákarborg Samkvæmt nýútkominni skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152 fór heildarkostnaður Brákarborgar, mældur á verðlagi hvers árs, 67% umfram frumkostnaðaráætlun verksins. Samt var verkinu skilað haustið 2022 með ónothæfu burðarvirki og síðan í lok júlí 2024 hefur starfsemi Brákarborgar verið í atvinnuhúsnæði að Ármúla 28-30. Kostnaður við yfirstandandi endurbætur á húsnæðinu að Kleppsvegi er áætlaður að lágmarki 300 milljónir króna og samtals mun kostnaður við mannvirkið nema um 2.500 milljónum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Hvílík óráðsía fyrir einn umhverfisvottaðan leikskóla! Hvernig gat burðarvirkið klikkað? Í áðurnefndri skýrslu Innri endurskoðunar er að finna yfirlýsingu burðarvirkishönnuðar, dags. 13. október 2021, sem segir meðal annars að burðarvirki eldri mannvirkja á lóðinni ættu að þola vissar breytingar á húsinu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á þessum tímapunkti voru stimplaðar burðarvirkisteikningar ekki til staðar og síðar í ferlinu var þaki hússins breytt. Umdeilt er hverjir stóðu að verklýsingu fyrir breyttu þaki en fyrir liggur frásögn umsjónar- og eftirlitsaðila verksins að á þessum tíma hafi komið fram rík krafa frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki og að hann teldi „óþarft að vinna fullbúinn uppdrátt“. Það vekur upp spurningar að fulltrúi verkkaupa hafi ekki viljað vanda til verka þegar um var að ræða jafn mikilvægt grundvallaratriði eins og burðarvirki leikskólabyggingarinnar en framkvæmdin var sérstaklega vandmeðfarin í ljósi þess að verið var að nota burðarvirki eldra húss til að byggja nýtt. Framkvæmdir við verkið hófust áður en teikningar um þessi atriði höfðu verið samþykktar og útkoman varð sú að burðarvirki hússins þoldi ekki þak sem var ásteypulagað. Freistandi spurning Við lestur skýrslu Innri endurskoðunar vaknar sú freistandi spurning hvort verkkaupi, borgin, hafi viljað fyrir alla muni að þessi leikskóli að Kleppsvegi 150-152 yrði tilbúinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 og af þeim ástæðum hafi mátt taka áhættur með byggingu mannvirkisins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel. Skýrsla Innri endurskoðunar borgarinnar um Brákarborg Samkvæmt nýútkominni skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152 fór heildarkostnaður Brákarborgar, mældur á verðlagi hvers árs, 67% umfram frumkostnaðaráætlun verksins. Samt var verkinu skilað haustið 2022 með ónothæfu burðarvirki og síðan í lok júlí 2024 hefur starfsemi Brákarborgar verið í atvinnuhúsnæði að Ármúla 28-30. Kostnaður við yfirstandandi endurbætur á húsnæðinu að Kleppsvegi er áætlaður að lágmarki 300 milljónir króna og samtals mun kostnaður við mannvirkið nema um 2.500 milljónum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Hvílík óráðsía fyrir einn umhverfisvottaðan leikskóla! Hvernig gat burðarvirkið klikkað? Í áðurnefndri skýrslu Innri endurskoðunar er að finna yfirlýsingu burðarvirkishönnuðar, dags. 13. október 2021, sem segir meðal annars að burðarvirki eldri mannvirkja á lóðinni ættu að þola vissar breytingar á húsinu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á þessum tímapunkti voru stimplaðar burðarvirkisteikningar ekki til staðar og síðar í ferlinu var þaki hússins breytt. Umdeilt er hverjir stóðu að verklýsingu fyrir breyttu þaki en fyrir liggur frásögn umsjónar- og eftirlitsaðila verksins að á þessum tíma hafi komið fram rík krafa frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki og að hann teldi „óþarft að vinna fullbúinn uppdrátt“. Það vekur upp spurningar að fulltrúi verkkaupa hafi ekki viljað vanda til verka þegar um var að ræða jafn mikilvægt grundvallaratriði eins og burðarvirki leikskólabyggingarinnar en framkvæmdin var sérstaklega vandmeðfarin í ljósi þess að verið var að nota burðarvirki eldra húss til að byggja nýtt. Framkvæmdir við verkið hófust áður en teikningar um þessi atriði höfðu verið samþykktar og útkoman varð sú að burðarvirki hússins þoldi ekki þak sem var ásteypulagað. Freistandi spurning Við lestur skýrslu Innri endurskoðunar vaknar sú freistandi spurning hvort verkkaupi, borgin, hafi viljað fyrir alla muni að þessi leikskóli að Kleppsvegi 150-152 yrði tilbúinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 og af þeim ástæðum hafi mátt taka áhættur með byggingu mannvirkisins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun