Rúmur helmingur ánægður með störf Höllu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2025 09:29 Rúmt ár er síðan Halla var kjörin í embættið. Vísir/Vilhelm Fimmtíu og tvö prósent þjóðarinnar eru ánægð með störf Höllu Tómasdóttur forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það er lítilleg aukning frá síðasta ári, þegar eð meðaltali 48 prósent sögðust ánægðir með störf hennar. Fram kemur í skýrslu Maskínu að rúm 24 prósent sögðust mjög ánægð með störf hennar, tæp 28 prósent sögðust frekar ánægð, rétt tæpur þriðjungur sagðist hvorki ánægður né óánægður. Þá sögðust rúm 14 prósent frekar eða mjög óánægð með störf Höllu, þar af rúm fjögur prósent sem sögðust mjög óánægð. Konur og kjósendur Flokks fólksins ánægðastir Þá eru konur samkvæmt niðurstöðunum ánægðari með störf hennar en karlar. Fjörutíu prósent karlkyns svarenda sögðust ánægð eða mjög ánægð með störf hennar samanborið við rúm 65 prósent kvenkyns svarenda. Dreifing eftir aldri, búsetu og heimilistekjum var nokkuð jöfn en athygli vekur að Halla vinnur sér inn fæst stig frá íbúum Austurlands. Tæp 44 prósent segjast ánægð með störf hennar samanborið við rúm sextíu prósent svarenda af Suðurlandi og Reykjanesi. Loks voru þátttakendur spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem kjósa myndu Flokk fólksins eru langtum ánægðastir með störf Höllu, eða tæpt 71 prósent. Þar á eftir koma þeir sem myndu kjósa samfylkinguna, tæp 59 prósent, síðan Sjálfstæðisflokkinn, tæp 55 prósent, tæp 54 prósent Viðreisnarmanna eru ánægðir með störf Höllu. Næst í röðinni eru Framsóknarmenn, tæplega 53 prósent, 46 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins eru ánægðir með störf Höllu og tæp 42 prósent Miðflokksmanna. Mest óánægja með störf Höllu er meðal Pírata, en einungis 27 prósent þeirra sem myndu kjósa þá eru ánægðir með störf hennar, og meðal þeirra sem kjósa myndu Vinstri græna, einungis 15 prósent kjósenda þeirra eru ánægðir með störf hennar. Könnunin fór fram 9. til 14. maí 2025 og voru svarendur 939 talsins. Forseti Íslands Skoðanakannanir Halla Tómasdóttir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Það er lítilleg aukning frá síðasta ári, þegar eð meðaltali 48 prósent sögðust ánægðir með störf hennar. Fram kemur í skýrslu Maskínu að rúm 24 prósent sögðust mjög ánægð með störf hennar, tæp 28 prósent sögðust frekar ánægð, rétt tæpur þriðjungur sagðist hvorki ánægður né óánægður. Þá sögðust rúm 14 prósent frekar eða mjög óánægð með störf Höllu, þar af rúm fjögur prósent sem sögðust mjög óánægð. Konur og kjósendur Flokks fólksins ánægðastir Þá eru konur samkvæmt niðurstöðunum ánægðari með störf hennar en karlar. Fjörutíu prósent karlkyns svarenda sögðust ánægð eða mjög ánægð með störf hennar samanborið við rúm 65 prósent kvenkyns svarenda. Dreifing eftir aldri, búsetu og heimilistekjum var nokkuð jöfn en athygli vekur að Halla vinnur sér inn fæst stig frá íbúum Austurlands. Tæp 44 prósent segjast ánægð með störf hennar samanborið við rúm sextíu prósent svarenda af Suðurlandi og Reykjanesi. Loks voru þátttakendur spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem kjósa myndu Flokk fólksins eru langtum ánægðastir með störf Höllu, eða tæpt 71 prósent. Þar á eftir koma þeir sem myndu kjósa samfylkinguna, tæp 59 prósent, síðan Sjálfstæðisflokkinn, tæp 55 prósent, tæp 54 prósent Viðreisnarmanna eru ánægðir með störf Höllu. Næst í röðinni eru Framsóknarmenn, tæplega 53 prósent, 46 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins eru ánægðir með störf Höllu og tæp 42 prósent Miðflokksmanna. Mest óánægja með störf Höllu er meðal Pírata, en einungis 27 prósent þeirra sem myndu kjósa þá eru ánægðir með störf hennar, og meðal þeirra sem kjósa myndu Vinstri græna, einungis 15 prósent kjósenda þeirra eru ánægðir með störf hennar. Könnunin fór fram 9. til 14. maí 2025 og voru svarendur 939 talsins.
Forseti Íslands Skoðanakannanir Halla Tómasdóttir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira